Lokun og slit félaga: Algengt að tollstjóri dragi hlutina á langinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. maí 2020 09:00 Höskuldur Eiríksson, lögmaður og eigandi hjá KPMG Lögmönnum Vísir/Vilhelm Nú blasir við að á komandi vikum og mánuðum munu margir rekstraraðilar ekki sjá fram á annað en að loka fyrirtækjum sínum. Í fréttum síðustu daga og vikur hafa þessi fyrirtæki oft verið kölluð ,,ólífvænleg“ fyrirtæki en ýmsar ástæður geta verið fyrir því að engir aðrir kostir en lokun blasir við. En að loka fyrirtæki með því að slíta félagi formlega og afskrá það úr fyrirtækjaskrá er ekki alltaf jafn einfalt og margir halda. Til dæmis hefur það löngum tíðkast á Íslandi að mun fleiri fyrirtæki fara í þrot með árangurslausu fjárnámi en ekki gjaldþroti. Þetta eru þá fyrirtæki sem eiga ekki eignir til skiptanna og því ekkert fyrir skiptastjóra að vinna með. Í ljósi aðstæðna báðum við Höskuld Eiríksson lögmann og einn eiganda KPMG Lögmanna um að fara yfir þau atriði sem rekstraraðilar í þessari stöðu þurfa að huga að og undirbúa sig undir. Athygli vekur að Höskuldur bendir bæði á að oft dragi tollstjóri, sem nú hefur sameinast ríkisskattstjóra, hlutina á langinn. Þá skýrir Höskuldur einnig út hvernig frumvarp sem nú liggur fyrir hjá Alþingi á að koma á í veg fyrir kennitöluflakk. Að loka ólífvænlegu fyrirtæki Um þessar mundir er líklegt að mörg fyrirtæki sem ekki teljast lífvænleg, þurfi að loka. Hvernig gengur sá ferill fyrir sig, er hann flókinn og kostnaðarsamur, eru eftirmálar langvarandi? „Það getur verið aðeins mismunandi eftir aðstæðum. Í einhverjum tilvikum getur staðan til dæmis verið orðin þannig að skylt sé að óska eftir gjaldþrotaskiptum fyrirtækisins eða að kröfuhöfum sé orðið heimilt að krefjast gjaldþrotaskipta. Í öðrum tilvikum gæti staðan verið sú að ljóst þykir að reksturinn sé ekki lengur lífvænlegur en hins vegar ekki enn komið á þann stað að skylt sé að fara með fyrirtækið í gjaldþrot. Til þess að svara spurningunni held ég að það sé því nauðsynlegt að gera greinarmun á þessu tvennu, þ.e. þegar fyrirtæki fer í þrot annars vegar og þegar því er slitið hins vegar,“ segir Höskuldur. Hið algenga árangurslausa fjárnám Mörg ólífvænleg fyrirtæki skulda meira en þau eiga og munu því fara í rekstrarþrot undir formerkjum árangurslaus fjárnáms og því í raun ekki hægt að slíta félagi formlega. Er einhver leið fyrir þessa aðila að reyna að loka endanlega (slíta félagi) eða má búast við því að kennitalan muni lifa lengi með tilheyrandi innheimtum og/eða áreiti? „Ef það hefur verið gert árangurslaust fjárnám hjá fyrirtæki, sem ekki getur ekki greitt skuldir sínar þegar þær falla í gjalddaga, þá er eðlilegasti farvegurinn í því tilviki að farið verði fram á töku bús þess til gjaldþrotaskipta og félagið afskráð í kjölfarið. Hins vegar er ekkert óalgengt eða það líði nokkuð langur tími frá því að þessi staða er komin upp og þar til krafa um töku bús til gjaldþrotaskipta er lögð fram fyrir héraðsdómi. Það hefur sérstaklega vakið athygli hvað tollstjóri, sem nú hefur verið sameinaður embætti ríkisskattstjóra, hefur oft að því er virðist, dregið það lengi að leggja fram kröfu um gjaldþrotaskipti. Það getur verið óheppilegt fyrir kröfuhafa ef það dregst að leggja fram kröfu um gjaldþrotaskipti því ýmis réttaráhrif eru tengd við tímamarkið þegar krafan er lögð fram. Til dæmis eru flestar riftunarreglur laga um gjaldþrotaskipti þannig að hægt er að beita þeim vegna ráðstafanna sem gerðar hafa verið innan tiltekins tíma, 6-24 mánuðum, fyrir daginn sem krafa um gjaldþrotaskipti var lögð fram. Skiptastjóri getur þannig bara horft ákveðið langt til baka og metið hvort verðmæti hafi farið úr búinu sem hann geti þá reynt að endurheimta til hagsbóta fyrir alla kröfuhafa. Það má svo alveg vekja athygli á því að ef fyrirtækjaskrá Skattsins telur sig hafa upplýsingar um það, m.a. frá ársreikningaskrá, að einkahlutafélag hafi hætt störfum, félagið sé án starfandi stjórnar, endurskoðanda eða skoðunarmanns eða það sinnir ekki tilkynningarskyldu sinni til skrárinnar þá á fyrirtækjaskrá að senda þeim sem eru eða ætla má að séu í fyrirsvari fyrir fyrirtækið samkvæmt skráningu þess aðvörun um að fyrirtækið verði afskráð úr fyrirtækjaskrá ef ekki koma fram upplýsingar, sem sýna líkur fyrir því að fyrirtækið starfi enn, innan þess frests sem fyrirtækjaskrá setur. Berist ekkert svar eða ófullnægjandi svar innan frestsins, getur fyrirtækjaskrá, í kjölfar birtingar einnar viðvörunar í Lögbirtingablaðinu, fellt skráningu einkahlutafélagsins niður. Ég veit ekki til þess að fyrirtækjaskrá hafi oft gripið til þessa úrræðis. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að við þessar aðstæður er félagið sem slíkt ennþá til, en óskráð,“ segir Höskuldur. Hvaða ráð myndir þú gefa þessum aðilum sérstaklega? „Þeir sem lenda í þessari stöðu, þ.e. að vera stjórnarmenn í fyrirtæki, sem búið er að gera árangurslaust fjárnám hjá og fyrir liggur að fyrirtækið getur ekki greitt allar skuldir þegar þær falla í gjalddaga eða að það verði það innan skamms tíma, ættu að gæta þess að reyna að takmarka tjón kröfuhafa eftir því sem hægt er og gæta jafnræðis á milli þeirra. Við þessar aðstæður getur skapast mikill þrýstingur úr mismunandi áttum, til dæmis frá einstökum hluthöfum eða kröfuhöfum, og mikilvægt að aðilar freistist ekki til að grípa til ólögmætra aðgerða til að reyna að bjarga málum eða verja hagsmuni einstakra aðila á kostnað annarra. Ég myndi líka hvetja þá til að passa upp á að reglur um stjórnarhætti fyrirtækja séu ekki virtar að vettugi, að ákvarðanir séu ekki teknar á milli stjórnarfunda, að öllum stjórnarmönnum sé gefinn kostur á að kynna sér og fjalla um mikilvæg mál, fullnægjandi fundargerðir útbúnar o.s.frv. Það þarf nefnilega nokkuð mikið til að koma svo dómstólar dæmi menn skaðabótaskylda fyrir viðskiptalega ákvörðun sem tekin var í góðri trú og í samræmi við allar reglur, jafnvel þótt hún reynist á endanum hafa verið röng. Leiðin til ábyrgðar er hins vegar styttri ef svo er ekki,“ segir Höskuldur. En hvað með kostnað félagslita og/eða skráningu eigenda á vanskilaskrá? „Ef það á að slíta félagi án þess að bú þess sé tekið til gjaldþrotaskipta, eiga mismunandi reglur við eftir því hvers konar félag er um að ræða. Ef við miðum við félagsslit einkahlutafélaga, sem eru algengasta félagaformið, þá eru einkum tveir valkostir, þ.e. svokölluð styttri slit sem aðeins standa skuldlausum einkahlutafélögum til boða og eiga því kannski ekki við í því samhengi sem við erum að ræða og hins vegar svokölluð skilanefndarslit. Þá kjósa hluthafar 2-5 aðila í skilanefnd sem þarf að hljóta löggildingu fyrirtækjaskrár Skattsins. Þegar löggilding hefur fengist tekur skilanefnd við réttindum og skyldum félagsstjórnar og framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Skilanefndin birtir svo auglýsingu um slitin í Lögbirtingarblaði og kallar eftir kröfulýsingum, sem skal skila innan tveggja mánaða frá birtingu. Ef skilanefndin telur ekki víst að eignir félagsins dugi fyrir skuldum þess að loknum kröfulýsingarfresti verður skilanefndin að afhenda bú fyrirtækisins til gjaldþrotaskipta. Þegar nægilegar eignir félagsins hafa verið seldar á skilanefndin að greiða viðurkenndar kröfur á hendur félaginu en taka frá fé til greiðslu umdeildra krafna. Þegar skilanefndin hefur lokið greiðslu krafna og fé hefur verið sérgreint til greiðslu umdeildra krafna og þegar fram er komin afstaða hluthafa til þess að hvaða leyti eignir félagsins skuli seldar gerir skilanefndin frumvarp til úthlutunargerðar til hluthafa og lokareikninga félagsins. Greiðslur til hluthafa fara fram í réttu hlutfalli við hlutafjáreign þeirra nema öðruvísi sé ákveðið í samþykktum félagsins. Það tekur að jafnaði 3-6 mánuði frá ákvörðun hluthafafundar og þangað til félag fæst afskráð úr fyrirtækjaskrá Skattsins. Vinnan við slík slit, sem þá felst í skjalagerð, setu lögmanns/endurskoðanda í skilanefnd ásamt samskiptum við opinbera aðila og fleiri er oft um 500.000 kr. Slitin geta þó tekið lengri tíma og verið mun kostnaðarsamari og ef skilanefnd hefur ekki lokið störfum innan eins árs frá löggildingu, þá þarf hún gera fyrirtækjaskrá Skattsins skriflega grein fyrir ástæðum þess og síðan tvívegis á ári hverju þar til hún lýkur störfum. Eftirmálar fyrir hluthafa og stjórnarmenn í kjölfar gjaldþrotaskipta fyrirtækis eru jafnan takmarkaðir, hafi þeir ekki gert neitt ólögmætt í aðdraganda þeirra, en þó geta nöfn fyrirsvarsmanna fyrirtækja, sem farið hafa í þrot, komið fram í tengslum við vanskilaskráningu fyrirtækisins. Slíkar upplýsingar eru ekki færðar úr vanskilaskrá fyrr í fyrsta lagi þegar fjögur ár eru liðin frá því að fjárnám, nauðungarsala eða önnur samsvarandi gerð fór fram eða upplýsingar berast um uppgjör kröfu að baki skráningu á vanskilaskrána,“ segir Höskuldur. Höskuldur segir alltaf kostnað fylgja því að reyna að loka eða slíta félagi. Samkvæmt heimildum Vísis er algengt að rekstraraðilar hafi ekki þann pening sem til þarf, t.d. til að óska eftir gjaldþrotaskiptum svo hægt sé að loka og slíta félagi formlega.Vísir/Vilhelm Hið fræga íslenska kennitöluflakk Stundum er talað um að sumir láti eina kennitölu fara í þrot en haldi starfssemi áfram með því að skipta um kennitölu. Eru líkur á að þetta aukist næstu misseri? „Nei líklegast ekki því að nú liggur fyrir frumvarp um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti sem er ætlað að sporna við misnotkun á hlutafélagaforminu og kennitöluflakki í atvinnurekstri en í frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að úrskurða þann sem ekki telst hæfur til að stýra hlutafélagi vegna skaðlegra eða óverjandi viðskiptahátta við stjórnun félags í atvinnurekstrarbann sem almennt vari í þrjú ár,“ segir Höskuldur. Gjaldþrot geta kostað frá kr.350.000 í margar milljónir „Fyrirtæki eru ekki tekin til gjaldþrotaskipta nema krafa um það sé send til héraðsdóms, annað hvort af hálfu fyrirtækisins sjálfs eða af hálfu kröfuhafa. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti er fyrirtæki, sem getur ekki borgað kröfuhöfum sínum að fullu þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga, skylt að fara sjálft fram á að bú sitt verði tekið til gjaldþrotaskipta, nem það sé talið sennilegt að innan skamms tíma verði fyrirtækið komið úr þessum greiðsluörðugleikum. Stjórnarmenn í fyrirtæki sem komið er í þessa stöðu geta orðið skaðabótaábyrgir gagnvart kröfuhöfum ef þeir vanrækja það að fara fram á gjaldþrotaskipti ef það leiðir til þess að kröfuhafar fá minna upp í kröfur sínar, nema þeir geti sýnt fram á að vanrækslan hafi ekki verið saknæm. Séu tiltekin skilyrði uppfyllt geta kröfuhafar krafist gjaldþrotaskipta yfir búi fyrirtækis en líklega er algengast að farið sé fram á gjaldþrotaskipti á grundvelli þess að gert hafi verið árangurslaust fjárnám hjá viðkomandi fyrirtæki. Ef dómara þykir það ekki liggja ljóst fyrir að eignir fyrirtækisins muni duga fyrir greiðslu kostnaðar af skiptunum, þá krefur hann þann sem óskaði eftir gjaldþrotaskiptum um tryggingu fyrir kostnaðinum áður en krafan um töku búsins til gjaldþrotaskipta er tekin fyrir. Þessi fjárhæð nemur oft um kr. 350.000. Tíminn og kostnaðurinn sem fylgir gjaldþrotaskiptameðferð er síðan breytilegur og fer m.a. eftir því hvort og þá hversu miklar eignir eru til staðar í búinu, hversu auðvelt er að koma eignum í verð, hversu mikið álag er á dómstólum, hversu margir kröfuhafar eru, hvort skiptastjóri telji að í aðdraganda gjaldþrotsins hafi verið gerðar einhverjar ráðstafanir sem séu riftanlegar á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti o.s.frv. Í eignalausu búi mætti eiga von á því að ferlið, frá því að krafa er lögð fram um töku bús til gjaldþrotaskipta og þar til það hefur verið úrskurðað gjaldþrota og fyrirtækið afskráð sé um 6-8 mánuðir og jafnan samsvarar kostnaðurinn framlagðri skiptatryggingu. Vert er að hafa í huga að verði skiptakostnaður hærri, er það sá sem fer fram á gjaldþrotaskiptin sem ber ábyrgð á þeim umframkostnaði. Dæmin sýna svo að í stærri og flóknari búum geta skiptin tekið einhver ár og kostnaður hlaupið á milljónum,“ segir Höskuldur. Stjórnun Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Nú blasir við að á komandi vikum og mánuðum munu margir rekstraraðilar ekki sjá fram á annað en að loka fyrirtækjum sínum. Í fréttum síðustu daga og vikur hafa þessi fyrirtæki oft verið kölluð ,,ólífvænleg“ fyrirtæki en ýmsar ástæður geta verið fyrir því að engir aðrir kostir en lokun blasir við. En að loka fyrirtæki með því að slíta félagi formlega og afskrá það úr fyrirtækjaskrá er ekki alltaf jafn einfalt og margir halda. Til dæmis hefur það löngum tíðkast á Íslandi að mun fleiri fyrirtæki fara í þrot með árangurslausu fjárnámi en ekki gjaldþroti. Þetta eru þá fyrirtæki sem eiga ekki eignir til skiptanna og því ekkert fyrir skiptastjóra að vinna með. Í ljósi aðstæðna báðum við Höskuld Eiríksson lögmann og einn eiganda KPMG Lögmanna um að fara yfir þau atriði sem rekstraraðilar í þessari stöðu þurfa að huga að og undirbúa sig undir. Athygli vekur að Höskuldur bendir bæði á að oft dragi tollstjóri, sem nú hefur sameinast ríkisskattstjóra, hlutina á langinn. Þá skýrir Höskuldur einnig út hvernig frumvarp sem nú liggur fyrir hjá Alþingi á að koma á í veg fyrir kennitöluflakk. Að loka ólífvænlegu fyrirtæki Um þessar mundir er líklegt að mörg fyrirtæki sem ekki teljast lífvænleg, þurfi að loka. Hvernig gengur sá ferill fyrir sig, er hann flókinn og kostnaðarsamur, eru eftirmálar langvarandi? „Það getur verið aðeins mismunandi eftir aðstæðum. Í einhverjum tilvikum getur staðan til dæmis verið orðin þannig að skylt sé að óska eftir gjaldþrotaskiptum fyrirtækisins eða að kröfuhöfum sé orðið heimilt að krefjast gjaldþrotaskipta. Í öðrum tilvikum gæti staðan verið sú að ljóst þykir að reksturinn sé ekki lengur lífvænlegur en hins vegar ekki enn komið á þann stað að skylt sé að fara með fyrirtækið í gjaldþrot. Til þess að svara spurningunni held ég að það sé því nauðsynlegt að gera greinarmun á þessu tvennu, þ.e. þegar fyrirtæki fer í þrot annars vegar og þegar því er slitið hins vegar,“ segir Höskuldur. Hið algenga árangurslausa fjárnám Mörg ólífvænleg fyrirtæki skulda meira en þau eiga og munu því fara í rekstrarþrot undir formerkjum árangurslaus fjárnáms og því í raun ekki hægt að slíta félagi formlega. Er einhver leið fyrir þessa aðila að reyna að loka endanlega (slíta félagi) eða má búast við því að kennitalan muni lifa lengi með tilheyrandi innheimtum og/eða áreiti? „Ef það hefur verið gert árangurslaust fjárnám hjá fyrirtæki, sem ekki getur ekki greitt skuldir sínar þegar þær falla í gjalddaga, þá er eðlilegasti farvegurinn í því tilviki að farið verði fram á töku bús þess til gjaldþrotaskipta og félagið afskráð í kjölfarið. Hins vegar er ekkert óalgengt eða það líði nokkuð langur tími frá því að þessi staða er komin upp og þar til krafa um töku bús til gjaldþrotaskipta er lögð fram fyrir héraðsdómi. Það hefur sérstaklega vakið athygli hvað tollstjóri, sem nú hefur verið sameinaður embætti ríkisskattstjóra, hefur oft að því er virðist, dregið það lengi að leggja fram kröfu um gjaldþrotaskipti. Það getur verið óheppilegt fyrir kröfuhafa ef það dregst að leggja fram kröfu um gjaldþrotaskipti því ýmis réttaráhrif eru tengd við tímamarkið þegar krafan er lögð fram. Til dæmis eru flestar riftunarreglur laga um gjaldþrotaskipti þannig að hægt er að beita þeim vegna ráðstafanna sem gerðar hafa verið innan tiltekins tíma, 6-24 mánuðum, fyrir daginn sem krafa um gjaldþrotaskipti var lögð fram. Skiptastjóri getur þannig bara horft ákveðið langt til baka og metið hvort verðmæti hafi farið úr búinu sem hann geti þá reynt að endurheimta til hagsbóta fyrir alla kröfuhafa. Það má svo alveg vekja athygli á því að ef fyrirtækjaskrá Skattsins telur sig hafa upplýsingar um það, m.a. frá ársreikningaskrá, að einkahlutafélag hafi hætt störfum, félagið sé án starfandi stjórnar, endurskoðanda eða skoðunarmanns eða það sinnir ekki tilkynningarskyldu sinni til skrárinnar þá á fyrirtækjaskrá að senda þeim sem eru eða ætla má að séu í fyrirsvari fyrir fyrirtækið samkvæmt skráningu þess aðvörun um að fyrirtækið verði afskráð úr fyrirtækjaskrá ef ekki koma fram upplýsingar, sem sýna líkur fyrir því að fyrirtækið starfi enn, innan þess frests sem fyrirtækjaskrá setur. Berist ekkert svar eða ófullnægjandi svar innan frestsins, getur fyrirtækjaskrá, í kjölfar birtingar einnar viðvörunar í Lögbirtingablaðinu, fellt skráningu einkahlutafélagsins niður. Ég veit ekki til þess að fyrirtækjaskrá hafi oft gripið til þessa úrræðis. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að við þessar aðstæður er félagið sem slíkt ennþá til, en óskráð,“ segir Höskuldur. Hvaða ráð myndir þú gefa þessum aðilum sérstaklega? „Þeir sem lenda í þessari stöðu, þ.e. að vera stjórnarmenn í fyrirtæki, sem búið er að gera árangurslaust fjárnám hjá og fyrir liggur að fyrirtækið getur ekki greitt allar skuldir þegar þær falla í gjalddaga eða að það verði það innan skamms tíma, ættu að gæta þess að reyna að takmarka tjón kröfuhafa eftir því sem hægt er og gæta jafnræðis á milli þeirra. Við þessar aðstæður getur skapast mikill þrýstingur úr mismunandi áttum, til dæmis frá einstökum hluthöfum eða kröfuhöfum, og mikilvægt að aðilar freistist ekki til að grípa til ólögmætra aðgerða til að reyna að bjarga málum eða verja hagsmuni einstakra aðila á kostnað annarra. Ég myndi líka hvetja þá til að passa upp á að reglur um stjórnarhætti fyrirtækja séu ekki virtar að vettugi, að ákvarðanir séu ekki teknar á milli stjórnarfunda, að öllum stjórnarmönnum sé gefinn kostur á að kynna sér og fjalla um mikilvæg mál, fullnægjandi fundargerðir útbúnar o.s.frv. Það þarf nefnilega nokkuð mikið til að koma svo dómstólar dæmi menn skaðabótaskylda fyrir viðskiptalega ákvörðun sem tekin var í góðri trú og í samræmi við allar reglur, jafnvel þótt hún reynist á endanum hafa verið röng. Leiðin til ábyrgðar er hins vegar styttri ef svo er ekki,“ segir Höskuldur. En hvað með kostnað félagslita og/eða skráningu eigenda á vanskilaskrá? „Ef það á að slíta félagi án þess að bú þess sé tekið til gjaldþrotaskipta, eiga mismunandi reglur við eftir því hvers konar félag er um að ræða. Ef við miðum við félagsslit einkahlutafélaga, sem eru algengasta félagaformið, þá eru einkum tveir valkostir, þ.e. svokölluð styttri slit sem aðeins standa skuldlausum einkahlutafélögum til boða og eiga því kannski ekki við í því samhengi sem við erum að ræða og hins vegar svokölluð skilanefndarslit. Þá kjósa hluthafar 2-5 aðila í skilanefnd sem þarf að hljóta löggildingu fyrirtækjaskrár Skattsins. Þegar löggilding hefur fengist tekur skilanefnd við réttindum og skyldum félagsstjórnar og framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Skilanefndin birtir svo auglýsingu um slitin í Lögbirtingarblaði og kallar eftir kröfulýsingum, sem skal skila innan tveggja mánaða frá birtingu. Ef skilanefndin telur ekki víst að eignir félagsins dugi fyrir skuldum þess að loknum kröfulýsingarfresti verður skilanefndin að afhenda bú fyrirtækisins til gjaldþrotaskipta. Þegar nægilegar eignir félagsins hafa verið seldar á skilanefndin að greiða viðurkenndar kröfur á hendur félaginu en taka frá fé til greiðslu umdeildra krafna. Þegar skilanefndin hefur lokið greiðslu krafna og fé hefur verið sérgreint til greiðslu umdeildra krafna og þegar fram er komin afstaða hluthafa til þess að hvaða leyti eignir félagsins skuli seldar gerir skilanefndin frumvarp til úthlutunargerðar til hluthafa og lokareikninga félagsins. Greiðslur til hluthafa fara fram í réttu hlutfalli við hlutafjáreign þeirra nema öðruvísi sé ákveðið í samþykktum félagsins. Það tekur að jafnaði 3-6 mánuði frá ákvörðun hluthafafundar og þangað til félag fæst afskráð úr fyrirtækjaskrá Skattsins. Vinnan við slík slit, sem þá felst í skjalagerð, setu lögmanns/endurskoðanda í skilanefnd ásamt samskiptum við opinbera aðila og fleiri er oft um 500.000 kr. Slitin geta þó tekið lengri tíma og verið mun kostnaðarsamari og ef skilanefnd hefur ekki lokið störfum innan eins árs frá löggildingu, þá þarf hún gera fyrirtækjaskrá Skattsins skriflega grein fyrir ástæðum þess og síðan tvívegis á ári hverju þar til hún lýkur störfum. Eftirmálar fyrir hluthafa og stjórnarmenn í kjölfar gjaldþrotaskipta fyrirtækis eru jafnan takmarkaðir, hafi þeir ekki gert neitt ólögmætt í aðdraganda þeirra, en þó geta nöfn fyrirsvarsmanna fyrirtækja, sem farið hafa í þrot, komið fram í tengslum við vanskilaskráningu fyrirtækisins. Slíkar upplýsingar eru ekki færðar úr vanskilaskrá fyrr í fyrsta lagi þegar fjögur ár eru liðin frá því að fjárnám, nauðungarsala eða önnur samsvarandi gerð fór fram eða upplýsingar berast um uppgjör kröfu að baki skráningu á vanskilaskrána,“ segir Höskuldur. Höskuldur segir alltaf kostnað fylgja því að reyna að loka eða slíta félagi. Samkvæmt heimildum Vísis er algengt að rekstraraðilar hafi ekki þann pening sem til þarf, t.d. til að óska eftir gjaldþrotaskiptum svo hægt sé að loka og slíta félagi formlega.Vísir/Vilhelm Hið fræga íslenska kennitöluflakk Stundum er talað um að sumir láti eina kennitölu fara í þrot en haldi starfssemi áfram með því að skipta um kennitölu. Eru líkur á að þetta aukist næstu misseri? „Nei líklegast ekki því að nú liggur fyrir frumvarp um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti sem er ætlað að sporna við misnotkun á hlutafélagaforminu og kennitöluflakki í atvinnurekstri en í frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að úrskurða þann sem ekki telst hæfur til að stýra hlutafélagi vegna skaðlegra eða óverjandi viðskiptahátta við stjórnun félags í atvinnurekstrarbann sem almennt vari í þrjú ár,“ segir Höskuldur. Gjaldþrot geta kostað frá kr.350.000 í margar milljónir „Fyrirtæki eru ekki tekin til gjaldþrotaskipta nema krafa um það sé send til héraðsdóms, annað hvort af hálfu fyrirtækisins sjálfs eða af hálfu kröfuhafa. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti er fyrirtæki, sem getur ekki borgað kröfuhöfum sínum að fullu þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga, skylt að fara sjálft fram á að bú sitt verði tekið til gjaldþrotaskipta, nem það sé talið sennilegt að innan skamms tíma verði fyrirtækið komið úr þessum greiðsluörðugleikum. Stjórnarmenn í fyrirtæki sem komið er í þessa stöðu geta orðið skaðabótaábyrgir gagnvart kröfuhöfum ef þeir vanrækja það að fara fram á gjaldþrotaskipti ef það leiðir til þess að kröfuhafar fá minna upp í kröfur sínar, nema þeir geti sýnt fram á að vanrækslan hafi ekki verið saknæm. Séu tiltekin skilyrði uppfyllt geta kröfuhafar krafist gjaldþrotaskipta yfir búi fyrirtækis en líklega er algengast að farið sé fram á gjaldþrotaskipti á grundvelli þess að gert hafi verið árangurslaust fjárnám hjá viðkomandi fyrirtæki. Ef dómara þykir það ekki liggja ljóst fyrir að eignir fyrirtækisins muni duga fyrir greiðslu kostnaðar af skiptunum, þá krefur hann þann sem óskaði eftir gjaldþrotaskiptum um tryggingu fyrir kostnaðinum áður en krafan um töku búsins til gjaldþrotaskipta er tekin fyrir. Þessi fjárhæð nemur oft um kr. 350.000. Tíminn og kostnaðurinn sem fylgir gjaldþrotaskiptameðferð er síðan breytilegur og fer m.a. eftir því hvort og þá hversu miklar eignir eru til staðar í búinu, hversu auðvelt er að koma eignum í verð, hversu mikið álag er á dómstólum, hversu margir kröfuhafar eru, hvort skiptastjóri telji að í aðdraganda gjaldþrotsins hafi verið gerðar einhverjar ráðstafanir sem séu riftanlegar á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti o.s.frv. Í eignalausu búi mætti eiga von á því að ferlið, frá því að krafa er lögð fram um töku bús til gjaldþrotaskipta og þar til það hefur verið úrskurðað gjaldþrota og fyrirtækið afskráð sé um 6-8 mánuðir og jafnan samsvarar kostnaðurinn framlagðri skiptatryggingu. Vert er að hafa í huga að verði skiptakostnaður hærri, er það sá sem fer fram á gjaldþrotaskiptin sem ber ábyrgð á þeim umframkostnaði. Dæmin sýna svo að í stærri og flóknari búum geta skiptin tekið einhver ár og kostnaður hlaupið á milljónum,“ segir Höskuldur.
Stjórnun Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira