Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2020 15:29 Flugumferðarstjórarnir starfa fyrir Isavia ANS, dótturfélag Isavia. Þeir stýra flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið yfir norðanverður Atlantshafi. Vísir/Vilhelm Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð, að sögn framkvæmdastjóra Isavia ANS. Formaður stéttarfélags flugumferðarstjóra segir að tillögu þess um aðra leið hafi ekki verið svarað. Starfsmönnum Isavia ANS var tilkynnt um að ráðningarsamningi allra flugumferðarstjóra í flugstjórnarmiðstöð yrði sagt upp á fundi klukkan 14:00 í dag. Þeim verður öllum boðinn nýr ráðningarsamningur sem miðar við 75% starfshlutfall að lágmarki. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og takmarkanir til þess að hefta útbreiðslu hans hafa leitt til mikils samdráttar í farþegaflugi í heiminum. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir við Vísi að uppsagnirnar séu í takti við minnkun í flugi við landið. Tekjur félagsins hafi verið um 10-20% af því sem þær hafa vanalega verið undanfarið. Gripið var til uppsagnanna eftir að niðurstaða um aðgerðir náðist ekki í viðræðum Isavia ANS við Félag íslenskra flugumferðarstjóra. Tilkynnt hefur verið um hópuppsögnina til Vinnumálastofnunar. Flugumferðarstjórar Isavia ANS stýra flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem nær yfir um 5,4 milljón ferkílómetra svæði yfir Norður-Atlantshafi. Isavia ANS rekur flugleiðsöguþjónustu og alþjóðaflugþjónustu auk ýmissar tækniþjónustu fyrir flugvelli á Íslandi. Buðust til að taka á sig launaskerðingu Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir að leiðin sem Isavia ANS kaus að fara til að leysa úr sjóðsstreymi sínu hafi komið félaginu á óvart. Flugumferðarstjórar hafi ítrekað sagst tilbúnir að leita allra leiða til að leysa vandann og bent á aðrar leiðir sem þeir telja færari. Ekki hafi fengist viðbrögð við þeim hugmyndum. Að hans mati hafi engar eiginlegar viðræður um lausn átt sér stað. Isavia ANS hafi lagt fram eina tillögu sem stjórn FÍF hafi ekki talið færa og hafnað. Um leið hafi félagið hins vegar lýst sig tilbúið til annarra lausna, þar á meðal að taka upp launalið í kjarasamningum FÍF við Isavia ohf þannig að félagsmenn tækju á sig launaskerðingu. Slík lausn hefði ekki aðeins dregið úr launakostnaði Isavia ANS heldur samsteypunnar í heild. „Þeirri leið var í raun ekki svarað,“ segir Arnar. Ásgeir, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir að áður hafi verið gripið til annarra aðgerða til að bregðast við ástandinu en nú sé komin röðin að flugstjórnarmiðstöðinni. „Við erum ekki að breyta neinum kjarasamningum eða breyta launum. Við erum einungis að segja upp öllum kjarasamningum til þess að geta breytt vinnuframlaginu og þar með lækkar auðvitað launakostnaðurinn. Síðan auðvitað um leið og umferð fer að aukast á ný þá verður vinnuframlagið hækkað samsíða því aftur upp í 100% þegar þar að kemur,“ segir hann. Með uppsögn ráðningarsamnings flugumferðarstjóra segir Ásgeir að vonir standi til að komast hjá því að segja 20-30 manns upp varanlega og haldið verði í ráðningarsamband við þá. Arnar, formaður FÍF, segir að aðferðafræði Isavia ASN komi sér spánskt fyrir sjónir. Með uppsögn á ráðningarsamningi sé í raun verið að rjúfa ráðningarsamband við flugumferðarstjóra. Hann vill ekki fullyrða hvað félagið gerir í framhaldinu fyrr en eftir stjórnarfund. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð, að sögn framkvæmdastjóra Isavia ANS. Formaður stéttarfélags flugumferðarstjóra segir að tillögu þess um aðra leið hafi ekki verið svarað. Starfsmönnum Isavia ANS var tilkynnt um að ráðningarsamningi allra flugumferðarstjóra í flugstjórnarmiðstöð yrði sagt upp á fundi klukkan 14:00 í dag. Þeim verður öllum boðinn nýr ráðningarsamningur sem miðar við 75% starfshlutfall að lágmarki. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og takmarkanir til þess að hefta útbreiðslu hans hafa leitt til mikils samdráttar í farþegaflugi í heiminum. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir við Vísi að uppsagnirnar séu í takti við minnkun í flugi við landið. Tekjur félagsins hafi verið um 10-20% af því sem þær hafa vanalega verið undanfarið. Gripið var til uppsagnanna eftir að niðurstaða um aðgerðir náðist ekki í viðræðum Isavia ANS við Félag íslenskra flugumferðarstjóra. Tilkynnt hefur verið um hópuppsögnina til Vinnumálastofnunar. Flugumferðarstjórar Isavia ANS stýra flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem nær yfir um 5,4 milljón ferkílómetra svæði yfir Norður-Atlantshafi. Isavia ANS rekur flugleiðsöguþjónustu og alþjóðaflugþjónustu auk ýmissar tækniþjónustu fyrir flugvelli á Íslandi. Buðust til að taka á sig launaskerðingu Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir að leiðin sem Isavia ANS kaus að fara til að leysa úr sjóðsstreymi sínu hafi komið félaginu á óvart. Flugumferðarstjórar hafi ítrekað sagst tilbúnir að leita allra leiða til að leysa vandann og bent á aðrar leiðir sem þeir telja færari. Ekki hafi fengist viðbrögð við þeim hugmyndum. Að hans mati hafi engar eiginlegar viðræður um lausn átt sér stað. Isavia ANS hafi lagt fram eina tillögu sem stjórn FÍF hafi ekki talið færa og hafnað. Um leið hafi félagið hins vegar lýst sig tilbúið til annarra lausna, þar á meðal að taka upp launalið í kjarasamningum FÍF við Isavia ohf þannig að félagsmenn tækju á sig launaskerðingu. Slík lausn hefði ekki aðeins dregið úr launakostnaði Isavia ANS heldur samsteypunnar í heild. „Þeirri leið var í raun ekki svarað,“ segir Arnar. Ásgeir, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir að áður hafi verið gripið til annarra aðgerða til að bregðast við ástandinu en nú sé komin röðin að flugstjórnarmiðstöðinni. „Við erum ekki að breyta neinum kjarasamningum eða breyta launum. Við erum einungis að segja upp öllum kjarasamningum til þess að geta breytt vinnuframlaginu og þar með lækkar auðvitað launakostnaðurinn. Síðan auðvitað um leið og umferð fer að aukast á ný þá verður vinnuframlagið hækkað samsíða því aftur upp í 100% þegar þar að kemur,“ segir hann. Með uppsögn ráðningarsamnings flugumferðarstjóra segir Ásgeir að vonir standi til að komast hjá því að segja 20-30 manns upp varanlega og haldið verði í ráðningarsamband við þá. Arnar, formaður FÍF, segir að aðferðafræði Isavia ASN komi sér spánskt fyrir sjónir. Með uppsögn á ráðningarsamningi sé í raun verið að rjúfa ráðningarsamband við flugumferðarstjóra. Hann vill ekki fullyrða hvað félagið gerir í framhaldinu fyrr en eftir stjórnarfund. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira