Engar reglur kveði á um að skólavist skuli synjað hafi ytra mat ekki farið farm Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2020 12:15 Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður sjálfstætt starfandi skóla. Formaður sjálfstætt starfandi skóla segir rök fyrir synjun Reykjavíkurborgar á skólavist fatlaðra barna í Arnarskóla í Kópavogi ekki standast skoðun. Engar reglur kveði á um að skólavist skuli synjað hafi ytra mat ekki farið fram. Reykjavíkurborg hefur síðustu daga verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa synjað fötluðum börnum skólavist í Arnarskóla, sem er sérskóli í Kópavogi. Foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun sögðu sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi en þau segja Arnarskóla henta fötlun barns síns best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lög um grunnskóla ekki ná nægilega vel utan um sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila. Það sé því nauðsynlegt að úttekt sé gerð á þessari viðkvæmu starfsemi svo hún samræmist örugglega við lög og reglur. Sara Dögg Svarnhildardóttir, formaður sjálfstætt starfandi skóla harmar rök Helga og segir þau ekki standast skoðun. „Í fyrsta lagi eru hvergi skilmálar eða reglur eða lög sem kveða á um það að barn sem er óskað eftir skólavist í sjálfstætt starfandi grunnskóla fái ekki þá umsókn staðfesta án þess að skólinn sjálfur hafi farið í ytra mat Menntamálastofnunnar. Það er náttúrulega með ólíkindum að nota svona rök,“ sagði Sara Dögg. Sjálfstætt starfandi grunnskólar á Íslandi fari í gegnum gríðarlega umfangsmikið ferli þegar sótt er um starfsleyfi. Sara segir ytra mat framkvæmt af Menntamálastofnun sem er sami aðili og gefur starfsleyfið og hefur þegar metið starfsemina. Arnarskóli er á sínu öðru starfsári. „Þannig að tiltölulega nýlega er búið að fara í gegnum þetta umsóknarferli þar sem einmitt er farið yfir alla faglega þætti starfsins, eðlilega sem og alla aðra þætti til að tryggja að skólinn fari eftir lögum og reglugerðum í landinu þannig þetta er hreint út sagt alveg galið,“ sagði Sara Dögg. Hún segir ytra mat framkvæmt á fjögurra til sex ára fresti. „Nýr skóli sem ekki hefur starfað í fjögur ár er ekki á leið í ytra mat áður en fjórum árum lýkur þannig þetta er bara fyrirsláttur það er ekkert í þessu sem heldur, þessi rök halda engan vegin,“ sagði Sara Dögg. Skóla - og menntamál Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Borgarfulltrúi kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. 23. maí 2020 12:31 Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Formaður sjálfstætt starfandi skóla segir rök fyrir synjun Reykjavíkurborgar á skólavist fatlaðra barna í Arnarskóla í Kópavogi ekki standast skoðun. Engar reglur kveði á um að skólavist skuli synjað hafi ytra mat ekki farið fram. Reykjavíkurborg hefur síðustu daga verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa synjað fötluðum börnum skólavist í Arnarskóla, sem er sérskóli í Kópavogi. Foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun sögðu sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi en þau segja Arnarskóla henta fötlun barns síns best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lög um grunnskóla ekki ná nægilega vel utan um sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila. Það sé því nauðsynlegt að úttekt sé gerð á þessari viðkvæmu starfsemi svo hún samræmist örugglega við lög og reglur. Sara Dögg Svarnhildardóttir, formaður sjálfstætt starfandi skóla harmar rök Helga og segir þau ekki standast skoðun. „Í fyrsta lagi eru hvergi skilmálar eða reglur eða lög sem kveða á um það að barn sem er óskað eftir skólavist í sjálfstætt starfandi grunnskóla fái ekki þá umsókn staðfesta án þess að skólinn sjálfur hafi farið í ytra mat Menntamálastofnunnar. Það er náttúrulega með ólíkindum að nota svona rök,“ sagði Sara Dögg. Sjálfstætt starfandi grunnskólar á Íslandi fari í gegnum gríðarlega umfangsmikið ferli þegar sótt er um starfsleyfi. Sara segir ytra mat framkvæmt af Menntamálastofnun sem er sami aðili og gefur starfsleyfið og hefur þegar metið starfsemina. Arnarskóli er á sínu öðru starfsári. „Þannig að tiltölulega nýlega er búið að fara í gegnum þetta umsóknarferli þar sem einmitt er farið yfir alla faglega þætti starfsins, eðlilega sem og alla aðra þætti til að tryggja að skólinn fari eftir lögum og reglugerðum í landinu þannig þetta er hreint út sagt alveg galið,“ sagði Sara Dögg. Hún segir ytra mat framkvæmt á fjögurra til sex ára fresti. „Nýr skóli sem ekki hefur starfað í fjögur ár er ekki á leið í ytra mat áður en fjórum árum lýkur þannig þetta er bara fyrirsláttur það er ekkert í þessu sem heldur, þessi rök halda engan vegin,“ sagði Sara Dögg.
Skóla - og menntamál Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Borgarfulltrúi kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. 23. maí 2020 12:31 Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Borgarfulltrúi kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. 23. maí 2020 12:31
Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00
Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00