Ferðalög

Perlur Íslands: „Íslensk fegurð hvert sem augað leiðir þig“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir heimsækir Fnjóskadal á hverju ári með eiginmanni sínum og börnum.
Elísabet Gunnarsdóttir heimsækir Fnjóskadal á hverju ári með eiginmanni sínum og börnum. Mynd/Elísabet Gunnars

Ég á erfitt með að svara því hver minn uppáhalds ferðamannastaður er. Ísland er best í heimi þegar maður kemst út á land í okkar einstöku náttúruperlur,“ segir frumkvöðullinn Elísabet Gunnars, en hún er einn af eigendum Trendnet og býr í Danmörku ásamt fjölskyldunni.

„Planið mitt er einmitt að reyna að keyra hringinn með fjölskyldunni minni ef við komumst heim í sumar en það er eitthvað sem ég hef ekki gert áður. Ég er ekkert smá spennt að heimsækja fullt af stöðum sem ég hef ekki heimsótt áður, en ég er líka jafn spennt að upplifa mína staði í meira næði en síðustu ár, sérstöku tímar.“

Geysir góðiMynd/Elísabet Gunnars
Gamla lauginMynd/Elísabet Gunnars
„Við erum svo stoltir Íslendingar hér með alla Svíana okkar í Bláa Lóninu daginn eftir brúðkaupið okkar 2018“Mynd/Elísabet Gunnars

„Þjóðvegurinn, fjöllin, lækirnir og orkan sem umlykur landið er engu öðru líkt. Það sem er svo frábært við Ísland er sú staðreynd að þú þarft ekki að fara langt út fyrir höfuðborgina til að finna þessar perlur - hvort sem það eru Þingvellir eða Kjósin mín góða sem ég elska svo heitt.“

Kjósin: 40 mín út fyrir borginaMynd/Elísabet Gunnars

„Bíltúr á Þingvelli sem endar á ION - toppurinn!“

Mynd/Elísabet Gunnars
Mynd/Elísabet Gunnars

Fnjóskadalur einu sinni á ári síðustu 10 árin - sleppum aldrei úr ári.

„Ef ég á að mæla með fullkomnu fríi fyrir mitt leiti þá mæli ég með því að hóa í góða vini og finna svo sumarbústað, þennan týpiska íslenska sumarbústað, til að njóta í nokkra daga. Íslenskur sumarbústaður með góðum vinum og engu plani er hápunktur ársins í sumarheimsóknum okkar til landsins. Tengdafjölskyldan mín á bústað í Fnjóskadal og við höfum verið svo lánsöm að fá að fara þangað árlega með okkar góða gengi undanfarin ár. Maðurinn minn er fæddur á Akureyri og ég á fjölskyldu þar líka svo við náum oftast að slá nokkrar flugur í einu höggi. Njóta í kyrrðinni en líka hitta dýrmæta fólkið okkar.“

Á leiðinni mæli Elísabet með stoppi hér:

Mynd/Elísabet Gunnars

„Við uppgötvuðum hamborgarana á sveitahótelinu Hraunsnef fyrir nokkrum árum. 

Við prufuðum svo einu sinni að gista þar og það var dásamlegt.Sundpása í náttúrulaug sem ég heimsótti í fyrsta sinn í fyrra, Krosslaug var eitt af hápunktum síðasta árs - tími varla að deila henni með ykkur því við vorum ein þar í fyrra en ég hitti ykkur þá kannski þar núna í sumar.“

Mynd/Elísabet Gunnars
Mynd/Elísabet Gunnars
Mynd/Elísabet Gunnars
Mynd/Elísabet Gunnars

„Í Fnjóskadal er æðislegur húsdýragarður sem ég mæli með fyrir fjölskyldufólk að heimsækja, hann heitir Daladýrð og opnaði árið 2017. Persónulegur og passlega stór. Það eru líka sveitalaugar (ég er með sundlaugar á heilanum?), og allskonar afþreying í nánasta umhverfi - bændamarkaðir, gönguleiðir, fossar og almenn íslensk fegurð hvert sem augað leiðir þig.“

„Uppáhald undiritaðrar á þessu svæði er hlaupahringur í gegnum Vaglaskóg - best í heimi fyrir líkama og sál. Hreina íslenska loftið gerir manni sérstaklega gott og að enda hringinn í útisturtu og sofna svo við hljóðin í læknum, það er ekkert betra í þessum heimi.“

Mynd/Elísabet Gunnars

Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið [email protected]. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.


Tengdar fréttir








×