Flugið og raunveruleikinn Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 21. maí 2020 17:35 Ný þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands er ansi svört. Hún gerir ráð fyrir 8% samdrætti í landsframleiðslu árið 2020 og vegur þar spá bankans um 80% fækkun í komum ferðamanna til landsins á árinu þyngst. Samkvæmt spá Seðlabankans, munu þá einungis um 400.000 ferðamenn koma til landsins á þessu ári, sem þýðir að einungis um 50.000 ferðamenn eigi eftir að skila sér til landsins næsta hálfa árið. Seðlabankastjóri var gestur Kastljóss í gærkvöldi og ræddi um efnahagshorfur. Þar báru að vonum málefni Icelandair á góma. Seðlabankastjóri telur að það myndi ekki hafa mikil áhrif til skamms tíma ef Icelandair færi í þrot. Ástæðan fyrir því að mati seðlabankastjóra er sú, að það muni hvort eð er koma svo fáir ferðamenn til Íslands á þessu ári. Þetta finnst mér einkennilegur málflutningur. Það er næsta víst að ef Icelandair yrði gjaldþrota, þá hefði það einmitt gríðarlegar afleiðingar til skamms tíma, ekki síður en til langs tíma. Aðgerðir stjórnvalda vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustufyrirtæki, hafa einmitt verið til að koma þeim í var, þannig að fyrirtækin verði tilbúin til að hefja starfsemi hratt og örugglega, þegar aðstæður skapast. Þessar aðstæður munu að öllum líkindum einmitt skapast nú um miðjan júní, þegar hægt verður að ferðast til Íslands, án þess að gangast undir tveggja vikna sóttkví, við komuna til landsins. Icelandair er með tilbúna áætlun um að hefja flug á milli Íslands og þeirra áfangastaða í Evrópu, þar sem líklegt er að eftirspurn sé fyrir hendi. Þannig er það raunverulegur möguleiki, að eitthvert líf færist í ferðaþjónustuna strax upp úr miðjum júnímánuði. Það er ekki heldur fráleitt að ímynda sér að eftirspurn gæti orðið meiri strax í júlí og ágúst og svo áfram á haustmánuðum. Raunveruleg og glæný dæmi frá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sanna það, að eftirspurnin er þarna úti - en grundvöllur og forsenda fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar eru að tryggar samgöngur verði í boði til og frá landinu. Fari Icelandair í þrot, þá er nokkuð víst að þjóðhagsspá Seðlabankans mun ekki rætast. Lokaniðurstaðan verður enn verri. Efnahagslegum bata mun seinka meira. Því það er vandséð hvernig þeir ferðamenn, sem þó vilja koma til landsins, eiga þá að komast hingað. Því er oft slegið fram, að það skipti engu máli, þó að Icelandair færi í þrot. Það taki bara einhverjir aðrir við boltanum og að haldið verði áfram, eins og ekkert hafi í skorist. Það er hins vegar alls óljóst hvernig úr því myndi spilast og hvers konar flugrekstur tæki hér við. Það er líklegt að við myndum færast aftur um mörg ár, hvað samgöngur til og frá landinu varðar. Ekki þarf að fjölyrða um áhrifin, sem það myndi hafa á efnahagslífið. Það er útilokað að önnur íslensk félög geti stigið strax inn og boðið þá þjónustu, sem Icelandair hefur með umfangsmiklu leiðakerfi sínu boðið upp á undanfarna áratugi. Það er sömuleiðis fráleitt að halda að erlend flugfélög falli hér af himnum ofan og komi í staðinn. Það sannaðist heldur betur við gjaldþrot WOW air fyrir rúmu ári. Þar reyndist hins vegar Icelandair betri en enginn og breytti áherslum í leiðakerfi sínu, til að bjarga því sem bjargað varð. Það er eitt sem íslensk ferðaþjónusta og íslenskt hagkerfi hefur ekki núna og það er tími. Við höfum ekki tíma til að endurreisa flugfélag, stofna ný frá grunni og hvað þá bíða eftir að erlend flugfélög sjái hér einhverja möguleika. Við þurfum að keyra efnahagslífið í gang strax og það verður einungis gert með tilstuðlan Icelandair. Ef Icelandair heldur sínu striki, þá mun það strax hafa jákvæð áhrif á til skamms tíma og mun bæta langtímahorfur verulega. Það er raunveruleikinn. Bjarnheiður Hallsdóttir,formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ný þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands er ansi svört. Hún gerir ráð fyrir 8% samdrætti í landsframleiðslu árið 2020 og vegur þar spá bankans um 80% fækkun í komum ferðamanna til landsins á árinu þyngst. Samkvæmt spá Seðlabankans, munu þá einungis um 400.000 ferðamenn koma til landsins á þessu ári, sem þýðir að einungis um 50.000 ferðamenn eigi eftir að skila sér til landsins næsta hálfa árið. Seðlabankastjóri var gestur Kastljóss í gærkvöldi og ræddi um efnahagshorfur. Þar báru að vonum málefni Icelandair á góma. Seðlabankastjóri telur að það myndi ekki hafa mikil áhrif til skamms tíma ef Icelandair færi í þrot. Ástæðan fyrir því að mati seðlabankastjóra er sú, að það muni hvort eð er koma svo fáir ferðamenn til Íslands á þessu ári. Þetta finnst mér einkennilegur málflutningur. Það er næsta víst að ef Icelandair yrði gjaldþrota, þá hefði það einmitt gríðarlegar afleiðingar til skamms tíma, ekki síður en til langs tíma. Aðgerðir stjórnvalda vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustufyrirtæki, hafa einmitt verið til að koma þeim í var, þannig að fyrirtækin verði tilbúin til að hefja starfsemi hratt og örugglega, þegar aðstæður skapast. Þessar aðstæður munu að öllum líkindum einmitt skapast nú um miðjan júní, þegar hægt verður að ferðast til Íslands, án þess að gangast undir tveggja vikna sóttkví, við komuna til landsins. Icelandair er með tilbúna áætlun um að hefja flug á milli Íslands og þeirra áfangastaða í Evrópu, þar sem líklegt er að eftirspurn sé fyrir hendi. Þannig er það raunverulegur möguleiki, að eitthvert líf færist í ferðaþjónustuna strax upp úr miðjum júnímánuði. Það er ekki heldur fráleitt að ímynda sér að eftirspurn gæti orðið meiri strax í júlí og ágúst og svo áfram á haustmánuðum. Raunveruleg og glæný dæmi frá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sanna það, að eftirspurnin er þarna úti - en grundvöllur og forsenda fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar eru að tryggar samgöngur verði í boði til og frá landinu. Fari Icelandair í þrot, þá er nokkuð víst að þjóðhagsspá Seðlabankans mun ekki rætast. Lokaniðurstaðan verður enn verri. Efnahagslegum bata mun seinka meira. Því það er vandséð hvernig þeir ferðamenn, sem þó vilja koma til landsins, eiga þá að komast hingað. Því er oft slegið fram, að það skipti engu máli, þó að Icelandair færi í þrot. Það taki bara einhverjir aðrir við boltanum og að haldið verði áfram, eins og ekkert hafi í skorist. Það er hins vegar alls óljóst hvernig úr því myndi spilast og hvers konar flugrekstur tæki hér við. Það er líklegt að við myndum færast aftur um mörg ár, hvað samgöngur til og frá landinu varðar. Ekki þarf að fjölyrða um áhrifin, sem það myndi hafa á efnahagslífið. Það er útilokað að önnur íslensk félög geti stigið strax inn og boðið þá þjónustu, sem Icelandair hefur með umfangsmiklu leiðakerfi sínu boðið upp á undanfarna áratugi. Það er sömuleiðis fráleitt að halda að erlend flugfélög falli hér af himnum ofan og komi í staðinn. Það sannaðist heldur betur við gjaldþrot WOW air fyrir rúmu ári. Þar reyndist hins vegar Icelandair betri en enginn og breytti áherslum í leiðakerfi sínu, til að bjarga því sem bjargað varð. Það er eitt sem íslensk ferðaþjónusta og íslenskt hagkerfi hefur ekki núna og það er tími. Við höfum ekki tíma til að endurreisa flugfélag, stofna ný frá grunni og hvað þá bíða eftir að erlend flugfélög sjái hér einhverja möguleika. Við þurfum að keyra efnahagslífið í gang strax og það verður einungis gert með tilstuðlan Icelandair. Ef Icelandair heldur sínu striki, þá mun það strax hafa jákvæð áhrif á til skamms tíma og mun bæta langtímahorfur verulega. Það er raunveruleikinn. Bjarnheiður Hallsdóttir,formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun