Innlent

Borgarafundur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar á Íslandi

Þórir Guðmundsson skrifar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir svara spurningum almennings á borgarafundi fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á fimmtudagskvöld.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir svara spurningum almennings á borgarafundi fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á fimmtudagskvöld. Vísir/Vilhelm

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar stendur fyrir borgarafundi með forystufólki almannavarna, forsætisráðherra og seðlabankastjóra á fimmtudagskvöld þar sem almenningi gefst tækifæri til að spyrja beint um útbreiðslu kórónuveirunnar.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir svara spurningum í fyrri hluta þáttarins í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi. Í síðasta hluta þáttarins verða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri til svara. 

Borgarafundurinn verður í beinu framhaldi af fréttum á Stöð 2 kl. 18:55 á fimmtudagskvöld og stendur í 90 mínútur. Fólki gefst kostur á að spyrja Víði, Þórólf, Ölmu, Katrínu og Ásgeir spurninga sem því liggur á hjarta vegna kórónufaraldursins.

Hægt er að senda spurningar á fréttastofu í gegnum Vísi og með pósti á [email protected] bæði fyrir fundinn og meðan á honum stendur, eða með því að setja athugasemd við þessa frétt.

Til þess að auka ekki líkur á smiti með því að efna til fjöldasamkomu þá verður þetta rafrænn fundur og spurningar verða ekki bornar fram úr sal.

Borgarafundurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 og er sendur út samtímis á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×