Heltist úr lestinni og lýsir yfir stuðningi við Guðmund Franklín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2020 12:28 Kristján Örn, til hægri í efri röð, er hættur við framboð. Magnús Ingibergur, til vinstri í efri röð, sem er sömuleiðis hættur að safna undirskriftum. Kristján Örn Elíasson, sem hafði boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands, hefur ákveðið að hætta við framboðið. Hann segist í stuttri yfirlýsingu styðja framboð Guðmundar Franklíns Jónssonar. „Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í þessari vegferð og segi við þá að spillingin hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins og löggæslu á Íslandi verður tekin hálstaki og snúin niður á öðrum vettvangi,“ segir Kristján. Orðalag Kristjáns Arnar um hvernig breytingunum á að koma fram vekur athygli en Kristján hlaut dóm í héraði fyrir að hafa snúið niður öryggisvörð í Landsbankanum árið 2017 þar sem hann krafðist þess að fá að ræða við Landsbankastjórann. Málið býður áfrýjunar í Landsrétti. Kristján Örn er sextugur markaðsfræðingur og alþjóðlegur skákdómari. Hann tilgreindi óánægju með stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið sem aðalástæðu framboðsins. Hann taldi sig þó hafa farið of seint af stað í undirskriftasöfnunina. Hann var ánægður með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en sagðist í viðtali við Fréttablaðið á dögunum ekki sjá Guðna Th. Jóhannesson beita 26. greininni eins og Ólafur Ragnar hafi gert þegar til þurfti. Magnús Ingibergur Jónsson hafði sömuleiðis tilkynnt að hann væri hættur við framboð. Fjórir eru að safna undirskriftum þegar þetta er skrifað; Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson. Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti, hefur náð tilskyldum fjölda undirskrifta. Guðni og Guðmundur hafa skilað inn undirskriftarlistum í Suðvesturkjördæmi en hægt verður að skila listum í öðrum kjördæmum í vikunni. Frestur til að skila inn framboði er til 23. maí. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Kristján Örn Elíasson, sem hafði boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands, hefur ákveðið að hætta við framboðið. Hann segist í stuttri yfirlýsingu styðja framboð Guðmundar Franklíns Jónssonar. „Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í þessari vegferð og segi við þá að spillingin hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins og löggæslu á Íslandi verður tekin hálstaki og snúin niður á öðrum vettvangi,“ segir Kristján. Orðalag Kristjáns Arnar um hvernig breytingunum á að koma fram vekur athygli en Kristján hlaut dóm í héraði fyrir að hafa snúið niður öryggisvörð í Landsbankanum árið 2017 þar sem hann krafðist þess að fá að ræða við Landsbankastjórann. Málið býður áfrýjunar í Landsrétti. Kristján Örn er sextugur markaðsfræðingur og alþjóðlegur skákdómari. Hann tilgreindi óánægju með stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið sem aðalástæðu framboðsins. Hann taldi sig þó hafa farið of seint af stað í undirskriftasöfnunina. Hann var ánægður með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en sagðist í viðtali við Fréttablaðið á dögunum ekki sjá Guðna Th. Jóhannesson beita 26. greininni eins og Ólafur Ragnar hafi gert þegar til þurfti. Magnús Ingibergur Jónsson hafði sömuleiðis tilkynnt að hann væri hættur við framboð. Fjórir eru að safna undirskriftum þegar þetta er skrifað; Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson. Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti, hefur náð tilskyldum fjölda undirskrifta. Guðni og Guðmundur hafa skilað inn undirskriftarlistum í Suðvesturkjördæmi en hægt verður að skila listum í öðrum kjördæmum í vikunni. Frestur til að skila inn framboði er til 23. maí.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira