„Ég get ekki borið ábyrgð á hegðun þingmanna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. apríl 2020 21:20 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Egill Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi forseta Alþingis harkalega og sagði hann ábyrgan fyrir því að of margir þingmenn væru saman komnir í þingsalnum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, veltir fyrir sér hvort forseti hafi hleypt fundinum viljandi í uppnám til að verja ráðherra fyrir óþægilegum fyrirspurnum stjórnarandstöðunnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir það ekki vera „greiðasemi við stjórnarandstöðuna“ að gefa henni tækifæri til að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu með fyrirspurnum til ráðherra. Níu mál voru á dagskrá þingfundar í morgun. Óundirbúnar fyrirspurnir, umræða um störf þingsins og sjö mál frá ríkisstjórninni sem ekki tengjast kórónuveirufaraldrinum. Líkt og Vísir hefur greint frá í dag lýsti stjórnarandstaðan óánægju með að forseti hafi sett þessi mál ríkisstjórnarinnar, sem sum hver eru umdeild, á dagskrá fundarins. Þannig hafi forseti stuðlað að því að fleiri þingmenn væru saman komnir í þingsalnum en æskilegt væri með tilliti til sóttvarnasjónarmiða. Sjá einnig: Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur „Ég var að vonast til þess að við gætum þá frekar rætt um ágreining um einstök dagskrármál þegar að þeim væri komið og fundurinn gæti hafist með eðlilegum hætti,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. „Ég vildi allra síst sitja undir því að ég væri persónulega orðinn ábyrgur fyrir því að Alþingi gæti ekki lengur uppfyllt sóttvarnarfjarlægðarmörk og annað því um líkt. Mér fannst erfitt að sitja undir slíkum ásökunum og ég tel þær ekki sanngjarnar í minn garð. Því ég get ekki borið ábyrgð á hegðum þingmanna inni í þingsalnum ef þeir flykkjast þangað inn og setjast hver hjá öðrum,“ segir Steingrímur en ítarlegra viðtal við hann er að finna í spilaranum hér að neðan. Forseti þingsins fundaði mið þingflokksformönnum í dag til að fara betur yfir stöðuna. Hann Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir viðbrögð Steingríms í morgun, með því að slíta þingfundinum án þess að leyfa óundirbúnar fyrirspurnir og umræðu um störf þingsins, hafa verið fáránleg. „Það að koma öðrum málum á dagskrá, við aðstæður þar sem að við eigum þess ekki kost að eiga almennilega pólitíska umræðu um þau mál, það er eitthvað sem við þurfum að taka samtal utan þingsalar um hvernig við gerum og hvort við gerum. En ekki með einhverju boðvaldi forseta og upphlaupi af hans hálfu eins og varð í morgun,“ segir Hanna Katrín. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa miklar áhyggjur af því lýðræðislega sjónarmiði sem sé í húfi. „Mér finnst óþægilegt að hlusta á hversu lítið forseti þings, með þessa miklu þingreynslu, hversu lítils hann metur vigt þingsins og hlutverk þingsins þegar kemur að þessum lýðræðislegu þáttum. Að veita aðhald og spyrja spurninga,“ segir Helga Vala. „Að hleypa hérna upp fundi eins og forseti ákvað að gera í morgun með því að setja á dagskrá mál er varðar veggjöld, sem er bara mjög umdeilt mál í öllum flokkum. Ég sé ekki af hverju það var svona mikill vilji til ágreinings hjá forseta, kannski var það til þess að hlífa ráðherrum við erfiðum spurningum. Mögulega var það þannig, mögulega var forseti beðinn um það að setja þetta mál á dagskrá til þess að það yrði ekki þingfundur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Þingfundi var slitið eftir tæpar fjórar mínútur. 16. apríl 2020 12:35 Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi forseta Alþingis harkalega og sagði hann ábyrgan fyrir því að of margir þingmenn væru saman komnir í þingsalnum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, veltir fyrir sér hvort forseti hafi hleypt fundinum viljandi í uppnám til að verja ráðherra fyrir óþægilegum fyrirspurnum stjórnarandstöðunnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir það ekki vera „greiðasemi við stjórnarandstöðuna“ að gefa henni tækifæri til að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu með fyrirspurnum til ráðherra. Níu mál voru á dagskrá þingfundar í morgun. Óundirbúnar fyrirspurnir, umræða um störf þingsins og sjö mál frá ríkisstjórninni sem ekki tengjast kórónuveirufaraldrinum. Líkt og Vísir hefur greint frá í dag lýsti stjórnarandstaðan óánægju með að forseti hafi sett þessi mál ríkisstjórnarinnar, sem sum hver eru umdeild, á dagskrá fundarins. Þannig hafi forseti stuðlað að því að fleiri þingmenn væru saman komnir í þingsalnum en æskilegt væri með tilliti til sóttvarnasjónarmiða. Sjá einnig: Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur „Ég var að vonast til þess að við gætum þá frekar rætt um ágreining um einstök dagskrármál þegar að þeim væri komið og fundurinn gæti hafist með eðlilegum hætti,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. „Ég vildi allra síst sitja undir því að ég væri persónulega orðinn ábyrgur fyrir því að Alþingi gæti ekki lengur uppfyllt sóttvarnarfjarlægðarmörk og annað því um líkt. Mér fannst erfitt að sitja undir slíkum ásökunum og ég tel þær ekki sanngjarnar í minn garð. Því ég get ekki borið ábyrgð á hegðum þingmanna inni í þingsalnum ef þeir flykkjast þangað inn og setjast hver hjá öðrum,“ segir Steingrímur en ítarlegra viðtal við hann er að finna í spilaranum hér að neðan. Forseti þingsins fundaði mið þingflokksformönnum í dag til að fara betur yfir stöðuna. Hann Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir viðbrögð Steingríms í morgun, með því að slíta þingfundinum án þess að leyfa óundirbúnar fyrirspurnir og umræðu um störf þingsins, hafa verið fáránleg. „Það að koma öðrum málum á dagskrá, við aðstæður þar sem að við eigum þess ekki kost að eiga almennilega pólitíska umræðu um þau mál, það er eitthvað sem við þurfum að taka samtal utan þingsalar um hvernig við gerum og hvort við gerum. En ekki með einhverju boðvaldi forseta og upphlaupi af hans hálfu eins og varð í morgun,“ segir Hanna Katrín. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa miklar áhyggjur af því lýðræðislega sjónarmiði sem sé í húfi. „Mér finnst óþægilegt að hlusta á hversu lítið forseti þings, með þessa miklu þingreynslu, hversu lítils hann metur vigt þingsins og hlutverk þingsins þegar kemur að þessum lýðræðislegu þáttum. Að veita aðhald og spyrja spurninga,“ segir Helga Vala. „Að hleypa hérna upp fundi eins og forseti ákvað að gera í morgun með því að setja á dagskrá mál er varðar veggjöld, sem er bara mjög umdeilt mál í öllum flokkum. Ég sé ekki af hverju það var svona mikill vilji til ágreinings hjá forseta, kannski var það til þess að hlífa ráðherrum við erfiðum spurningum. Mögulega var það þannig, mögulega var forseti beðinn um það að setja þetta mál á dagskrá til þess að það yrði ekki þingfundur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Þingfundi var slitið eftir tæpar fjórar mínútur. 16. apríl 2020 12:35 Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
„Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Þingfundi var slitið eftir tæpar fjórar mínútur. 16. apríl 2020 12:35
Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12