ASÍ vill samráð um næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. apríl 2020 19:36 Næsti aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar verður kynntur fljótlega eftir helgi. Alþýðusamband Íslands kallar eftir samráði og vill sjá aðgerðir sem miða að því að vernda fólkið í landinu, fremur en að standa vörð um fjármagn. Frá því að Alþingi samþykkti fyrsta stóra aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins hafa verið kynnt nokkur frekari úrræði. Þar á meðal eru aðgerðir sem fela í sér lækkun vaxta og greiðslubyrði á námslánum. Þá hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritað reglugerð sem flýtir stuðningsgreiðslum við sauðfjárrækt um nokkra mánuði og á morgun verður væntanlega gengið frá samningi við Seðlabanka Íslands vegna brúarlána. Ekki liggur endanlega fyrir hvenær næsti aðgerðapakki verður kynntur en stefnt er að því að það verði strax eftir helgi. Alþýðusamband Ísland kynnti í dag sýnar áherslur vegna næsta aðgerðapakka. „Við viljum að það verði áframhald á hlutastarfaleiðinni. Við krefjumst þess að atvinnuleysistryggingarnar verði bættar og hækkaðar. Við viljum líka að það séu verndaðir sérstaklega hópar sem verða fyrir algeru tekjufalli, það er að segja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og þungaðar konur,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Sambandið vinnur nú einnig að tillögum að vernd fyrir heimili, nýsköpun og menntun til að koma í veg fyrir að atvinnuleysi verði meira en nauðsynlegt er. Hún leggur áherslu á samráð verði haft við verkalýðshreyfinguna. „Við væntum þess að við fáum að koma að þessum pakka áður en hann verður kynntur og þá koma okkar athugasemdum á framfæri. Það hefur sýnt sig að úrræði stjórnvalda verða yfirleitt betri með samráði,“ segir Drífa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Næsti aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar verður kynntur fljótlega eftir helgi. Alþýðusamband Íslands kallar eftir samráði og vill sjá aðgerðir sem miða að því að vernda fólkið í landinu, fremur en að standa vörð um fjármagn. Frá því að Alþingi samþykkti fyrsta stóra aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins hafa verið kynnt nokkur frekari úrræði. Þar á meðal eru aðgerðir sem fela í sér lækkun vaxta og greiðslubyrði á námslánum. Þá hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritað reglugerð sem flýtir stuðningsgreiðslum við sauðfjárrækt um nokkra mánuði og á morgun verður væntanlega gengið frá samningi við Seðlabanka Íslands vegna brúarlána. Ekki liggur endanlega fyrir hvenær næsti aðgerðapakki verður kynntur en stefnt er að því að það verði strax eftir helgi. Alþýðusamband Ísland kynnti í dag sýnar áherslur vegna næsta aðgerðapakka. „Við viljum að það verði áframhald á hlutastarfaleiðinni. Við krefjumst þess að atvinnuleysistryggingarnar verði bættar og hækkaðar. Við viljum líka að það séu verndaðir sérstaklega hópar sem verða fyrir algeru tekjufalli, það er að segja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og þungaðar konur,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Sambandið vinnur nú einnig að tillögum að vernd fyrir heimili, nýsköpun og menntun til að koma í veg fyrir að atvinnuleysi verði meira en nauðsynlegt er. Hún leggur áherslu á samráð verði haft við verkalýðshreyfinguna. „Við væntum þess að við fáum að koma að þessum pakka áður en hann verður kynntur og þá koma okkar athugasemdum á framfæri. Það hefur sýnt sig að úrræði stjórnvalda verða yfirleitt betri með samráði,“ segir Drífa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira