Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt eftir uppsögn framkvæmdastjóra Atli Ísleifsson skrifar 16. apríl 2020 08:11 Frá Akureyri. Eyþing eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Vísir/Vilhelm Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eyþings, fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. Eyþing óskaði eftir að trúnaður ríkti um útgjöldin, en þau lögðust á útsvarsgreiðendur í sveitarfélögum innan Eyþings. Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en Pétur Þór ræðir þar uppsögnina í október 2018 og eftirmála hennar. „Ég var kallaður á fund formanns [Hildu Jönu Gísladóttur] og varaformanns [Kristjáns Þórs Magnússonar] Eyþings og ranglega sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu, að því að mér virðist í þeim eina tilgangi að bola mér úr starfi á sem stystum tíma,“ segir Pétur Þór í samtali við blaðið. Pétur Þór tók trúnaðarmann með sér á umræddan fund, þar sem ásakanirnar komu fram og honum gefinn kostur á starfslokasamningi , eða þá fá formlega áminningu og í kjölfarið vera sagt upp. Ekkert minnst á kynferðislega áreitni Pétur Þór segir að lögmaður sinn hafi hins vegar svo fengið bréf sem samstarfskonan hafi sent stjórn í hendurnar og að þar hafi ekkert komið fram um kynferðislega áreitni. Stjórnarmenn Eyþings hafi svo reynt að þræta fyrir að hafa komið með ásakanirnar og hafi frásögn Péturs verið staðfest í vitnaleiðslum fyrir dómi. Hann segir að vissulega hafi komið upp ágreiningur milli hans og umræddrar samstarfskonu en að hann hafi talið það mál að baki. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fyrrverandi formaður Eyþings, hafi hins vegar beðið konuna um að skrifa stjórninni bréf um samstarfsörðugleika við Pétur þannig að stjórnin „hefði eitthvað í höndunum til að koma honum frá“. Kostaði á fjórða tug milljóna Í frétt Morgunblaðsins segir að Pétur hann áætli að uppsögnin hafi í heildina kostað Eyþing á fjórða tug milljóna króna, ef saman er talin dómsáttin, kostnaður vegna þess tíma sem honum var meinað að mæta til vinnu vegna málsins auk áætlaðs kostnaðar vegna vinnu lögmanns Eyþings. Eyþing eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Akureyri Dómsmál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eyþings, fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. Eyþing óskaði eftir að trúnaður ríkti um útgjöldin, en þau lögðust á útsvarsgreiðendur í sveitarfélögum innan Eyþings. Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en Pétur Þór ræðir þar uppsögnina í október 2018 og eftirmála hennar. „Ég var kallaður á fund formanns [Hildu Jönu Gísladóttur] og varaformanns [Kristjáns Þórs Magnússonar] Eyþings og ranglega sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu, að því að mér virðist í þeim eina tilgangi að bola mér úr starfi á sem stystum tíma,“ segir Pétur Þór í samtali við blaðið. Pétur Þór tók trúnaðarmann með sér á umræddan fund, þar sem ásakanirnar komu fram og honum gefinn kostur á starfslokasamningi , eða þá fá formlega áminningu og í kjölfarið vera sagt upp. Ekkert minnst á kynferðislega áreitni Pétur Þór segir að lögmaður sinn hafi hins vegar svo fengið bréf sem samstarfskonan hafi sent stjórn í hendurnar og að þar hafi ekkert komið fram um kynferðislega áreitni. Stjórnarmenn Eyþings hafi svo reynt að þræta fyrir að hafa komið með ásakanirnar og hafi frásögn Péturs verið staðfest í vitnaleiðslum fyrir dómi. Hann segir að vissulega hafi komið upp ágreiningur milli hans og umræddrar samstarfskonu en að hann hafi talið það mál að baki. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fyrrverandi formaður Eyþings, hafi hins vegar beðið konuna um að skrifa stjórninni bréf um samstarfsörðugleika við Pétur þannig að stjórnin „hefði eitthvað í höndunum til að koma honum frá“. Kostaði á fjórða tug milljóna Í frétt Morgunblaðsins segir að Pétur hann áætli að uppsögnin hafi í heildina kostað Eyþing á fjórða tug milljóna króna, ef saman er talin dómsáttin, kostnaður vegna þess tíma sem honum var meinað að mæta til vinnu vegna málsins auk áætlaðs kostnaðar vegna vinnu lögmanns Eyþings. Eyþing eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
Akureyri Dómsmál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira