Bjarni áhyggjufullur en vongóður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2020 10:03 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. Hann segir að frekari viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna ástandsins verði kynntar í lok vikunnar. Bjarni var gestur Í bítinu á Bylgjunni þar sem farið var yfir víðan völl en mestur þunginn fór í að ræða stöðu efnahagsmála hér á landi vegna faraldursins. „Ég vona að það komist til skila að um leið og ég segi að það er ástæða til að hafa áhyggjur af ástandinu að ég hef ofboðslega mikla trú á því að við munum sigrast á því. Þetta er tímabundið ástand en mun hins vegar vara lengur en við vorum að vonast til. Það er orðið ljóst. Þetta mun hafa meiri áhrif um allan heim heldur en maður áður var að vona. Það er slæmt og það mun smitast til Íslands,“ sagði Bjarni. Millistéttin víða um heim myndi til að mynda taka á sig högg, það myndi þýða að hin mikilvægu meðlimir millistéttarinnar myndu ferðast minna og neyta minna, sem myndi til dæmis hafa áhrif á komu ferðamanna til Íslands. Í máli Bjarna kom einnig fram að þegar ríkisstjórnin kynnti fyrsta aðgerðarpakkann fyrir nokkrum vikum hafi ekki verið hægt að sjá fyrir hversu lengi samkomubannið myndi vara. Nú hylli hins vegar undir að víða sé hægt að „kveikja ljósin“ í atvinnulífinu eftir 4. maí eftir að tilkynnt var um tilslakanir á samkomubanninu í gær. Engu að síðu er von á uppfærðum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem á, líkt og fyrri pakkinn, að veita súrefni inn í efnahagslífið. Samfélagið hefði einfaldlega ekki efni á því að bæta ekki frekar við þær að aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í mars. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef við gerum ekkert, höldum að okkur höndum, þá erum við að horfa upp á gríðarleg fjöldagjaldþrot. Það er alveg ljóst í mínum huga. Við munum lama hér stóran hluta af atvinnustarfseminni. Einkaframtakið mun lamast,“ sagði Bjarni. Því þyrfti að bregðast skjótt við og það stæði til. „Ég er meðvitaður um hversu miklu skiptir að við bregðumst skjótt við. Við ætlum að bregðast núna við í þessari viku, við erum að hugsa um undir lok vikunnar að við getum greint frá því sem verða okkar næstu skref. Aðgerðirnar eru einmitt hugsaðar til að geta komið strax til framkvæmda.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bítið Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. Hann segir að frekari viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna ástandsins verði kynntar í lok vikunnar. Bjarni var gestur Í bítinu á Bylgjunni þar sem farið var yfir víðan völl en mestur þunginn fór í að ræða stöðu efnahagsmála hér á landi vegna faraldursins. „Ég vona að það komist til skila að um leið og ég segi að það er ástæða til að hafa áhyggjur af ástandinu að ég hef ofboðslega mikla trú á því að við munum sigrast á því. Þetta er tímabundið ástand en mun hins vegar vara lengur en við vorum að vonast til. Það er orðið ljóst. Þetta mun hafa meiri áhrif um allan heim heldur en maður áður var að vona. Það er slæmt og það mun smitast til Íslands,“ sagði Bjarni. Millistéttin víða um heim myndi til að mynda taka á sig högg, það myndi þýða að hin mikilvægu meðlimir millistéttarinnar myndu ferðast minna og neyta minna, sem myndi til dæmis hafa áhrif á komu ferðamanna til Íslands. Í máli Bjarna kom einnig fram að þegar ríkisstjórnin kynnti fyrsta aðgerðarpakkann fyrir nokkrum vikum hafi ekki verið hægt að sjá fyrir hversu lengi samkomubannið myndi vara. Nú hylli hins vegar undir að víða sé hægt að „kveikja ljósin“ í atvinnulífinu eftir 4. maí eftir að tilkynnt var um tilslakanir á samkomubanninu í gær. Engu að síðu er von á uppfærðum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem á, líkt og fyrri pakkinn, að veita súrefni inn í efnahagslífið. Samfélagið hefði einfaldlega ekki efni á því að bæta ekki frekar við þær að aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í mars. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef við gerum ekkert, höldum að okkur höndum, þá erum við að horfa upp á gríðarleg fjöldagjaldþrot. Það er alveg ljóst í mínum huga. Við munum lama hér stóran hluta af atvinnustarfseminni. Einkaframtakið mun lamast,“ sagði Bjarni. Því þyrfti að bregðast skjótt við og það stæði til. „Ég er meðvitaður um hversu miklu skiptir að við bregðumst skjótt við. Við ætlum að bregðast núna við í þessari viku, við erum að hugsa um undir lok vikunnar að við getum greint frá því sem verða okkar næstu skref. Aðgerðirnar eru einmitt hugsaðar til að geta komið strax til framkvæmda.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bítið Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira