Renault hættir að selja fólksbíla með sprengihreyfli í Kína Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. apríl 2020 07:00 Renault Twingo á bílasýningunni í Genf. Renault ætlar að draga sig út úr eigendahópi Dongfeng Renault Automotive Company, sem franski framleiðandinn á til helminga við kínverska framleiðandann Dongfeng Motor Group Co. Félögin stóðu saman af sölu Renault bíla í Kína. Rafbílar og atvinnubílar frá Renault verða þó enn til sölu í Kína. Renault hefur verið í samstarfi við Brillianve Jinbei Automotive Company, eGT og Jiangxi Jiangling. „Renault mun halda áfram að veita hágæða þjónustu við 300.000 viðskiptavini sína í gegnum Renault umboð,“ samkvæmt yfirlýsingu frá Renault. Renault hefur eins og margir aðrir framleiðendur fundið verulega fyrir lokunum á verksmiðjum vegna kórónaveirunnar. Verkefni Renault og Dongfeng var rekið með miklu tapi, félagið seldi einungis 18.607 bíla á síðasta ári, en hefði geta slet um 110.000 eintök. Tapið var því um einn og hálfur milljarður yuan eða sem nemur um 30,5 milljörðum íslenskra króna. Bílar Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Renault ætlar að draga sig út úr eigendahópi Dongfeng Renault Automotive Company, sem franski framleiðandinn á til helminga við kínverska framleiðandann Dongfeng Motor Group Co. Félögin stóðu saman af sölu Renault bíla í Kína. Rafbílar og atvinnubílar frá Renault verða þó enn til sölu í Kína. Renault hefur verið í samstarfi við Brillianve Jinbei Automotive Company, eGT og Jiangxi Jiangling. „Renault mun halda áfram að veita hágæða þjónustu við 300.000 viðskiptavini sína í gegnum Renault umboð,“ samkvæmt yfirlýsingu frá Renault. Renault hefur eins og margir aðrir framleiðendur fundið verulega fyrir lokunum á verksmiðjum vegna kórónaveirunnar. Verkefni Renault og Dongfeng var rekið með miklu tapi, félagið seldi einungis 18.607 bíla á síðasta ári, en hefði geta slet um 110.000 eintök. Tapið var því um einn og hálfur milljarður yuan eða sem nemur um 30,5 milljörðum íslenskra króna.
Bílar Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent