Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2020 13:39 Herjólfsdalur þar sem Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram um Verslunarmannahelgina ár hvert. Breyting gæti orðið á í ár. Vísir/SigurjónÓ Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Ráðherra segir mikilvægt að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar hafi þetta bak við eyrað. Fyrstu skrefin í átt að því að aflétta samkomubanni og aðgerðum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn voru kynnt í dag á sérstökum blaðamannafundi. Fjöldamörk samkomubannsins verða meðal annars hækkuð úr 20 í 50 manns en nánar má lesa um hvaða takmörkunum verður aflétt fyrst um sinn hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni og Ölmu Möller, landlækni.Vísir/Vilhelm Skrefin taka gildi 4. maí en á fundinum var heilbrigðisráðherra spurð út í hvað tæki við þegar fram liggja stundir, meðal annars með tilliti til fjöldasamkoma og hátíðarhalda í sumar þar sem búast má við að fjöldi fólks komi saman. Þannig kemur fram í minnisblaði sóttvarnarlæknis, sem aðgerðirnar sem kynntar voru í dag byggja á, að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns að minnsta kosti út ágúst. Sú tillaga er þó ekki hluti af þeim afléttingum sem taka gildi 4. maí. „Þetta er það sem sóttvarnarlæknir er að hugsa um og leggja til. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir þá að undirbúa stóra viðburði að hafa það bak við eyrað,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra aðspurð um þetta atriði. Sagði hún að þrátt fyrir að ekki væri tímabært að ræða nákvæmlega hvað yrði hluti af frekar afléttingum samkomubannsis í sumar væri þessi fjöldatakmörkun á stóra viðburði á meðal þess sem sóttvarnarlæknir gerði ráð fyrir að leggja til við ráðherra. „Honum fannst samt eðlilegt og ekki síst í ljósi þess að það eru margir að skipuleggja stórar samkomur að láta þetta fylgja í minnisblaðinu sem svona útgangspunkt sem hann er að vinna út frá nákvæmnlega núna að hann telur líklegt að hann muni leggja á mitt borð þegar fram líða stundir,“ sagði Svandís. Ljóst er að ef sett verður tvö þúsund manna fjöldatakmörkun á stóra viðburði í sumar munu hátíðarhöld um Verslunarmannahelgina, svo sem Þjóðhátíð í Eyjum, og stór íþróttamót fyrir krakka, ekki geta farið fram í óbreyttri mynd frá fyrri árum. „Ég held að fólk ætti strax að byrja að hugsa út fyrir boxið hvernig er hægt að gera sér glaðan með fleiri og minni hópum,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Ráðherra segir mikilvægt að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar hafi þetta bak við eyrað. Fyrstu skrefin í átt að því að aflétta samkomubanni og aðgerðum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn voru kynnt í dag á sérstökum blaðamannafundi. Fjöldamörk samkomubannsins verða meðal annars hækkuð úr 20 í 50 manns en nánar má lesa um hvaða takmörkunum verður aflétt fyrst um sinn hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni og Ölmu Möller, landlækni.Vísir/Vilhelm Skrefin taka gildi 4. maí en á fundinum var heilbrigðisráðherra spurð út í hvað tæki við þegar fram liggja stundir, meðal annars með tilliti til fjöldasamkoma og hátíðarhalda í sumar þar sem búast má við að fjöldi fólks komi saman. Þannig kemur fram í minnisblaði sóttvarnarlæknis, sem aðgerðirnar sem kynntar voru í dag byggja á, að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns að minnsta kosti út ágúst. Sú tillaga er þó ekki hluti af þeim afléttingum sem taka gildi 4. maí. „Þetta er það sem sóttvarnarlæknir er að hugsa um og leggja til. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir þá að undirbúa stóra viðburði að hafa það bak við eyrað,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra aðspurð um þetta atriði. Sagði hún að þrátt fyrir að ekki væri tímabært að ræða nákvæmlega hvað yrði hluti af frekar afléttingum samkomubannsis í sumar væri þessi fjöldatakmörkun á stóra viðburði á meðal þess sem sóttvarnarlæknir gerði ráð fyrir að leggja til við ráðherra. „Honum fannst samt eðlilegt og ekki síst í ljósi þess að það eru margir að skipuleggja stórar samkomur að láta þetta fylgja í minnisblaðinu sem svona útgangspunkt sem hann er að vinna út frá nákvæmnlega núna að hann telur líklegt að hann muni leggja á mitt borð þegar fram líða stundir,“ sagði Svandís. Ljóst er að ef sett verður tvö þúsund manna fjöldatakmörkun á stóra viðburði í sumar munu hátíðarhöld um Verslunarmannahelgina, svo sem Þjóðhátíð í Eyjum, og stór íþróttamót fyrir krakka, ekki geta farið fram í óbreyttri mynd frá fyrri árum. „Ég held að fólk ætti strax að byrja að hugsa út fyrir boxið hvernig er hægt að gera sér glaðan með fleiri og minni hópum,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira