Securitas segir upp starfsfólki en nýtir hlutabótaúrræði á uppsagnartímanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. apríl 2020 19:00 Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið svokallaða á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Vinnumálastofnun og Alþýðusamband Íslands segja þessa leið ekki standast lög um hlutaatvinnuleysisbætur. Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna að sama dag og starfsmanni Securitas var sagt upp var honum boðinn samningur um tímabundna lækkun starfshlutfalls úr 100% í 25%. Uppsagnarfrestur samkvæmt uppsagnarbréfi er tveir mánuðir, sem ná yfir sama tímabil og kveðið er á um í samkomulagi um lækkað starfshlutfall. Uppsögnin miðast við 30. mars 2020 og samkomulagið um lækkað starfshlutfall miðast við 1. apríl til 31. maí. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Egill Í uppsagnarbréfinu segir meðal annars að vegna samdráttar í rekstri verði ekki hjá því komist að fækka starfsmönnum þar sem verkefni Securitas á Reykjanesi verði lagt niður. Ekki verði krafist vinnuframlags á uppsagnarfresti. Drífa Snædal, forseti ASÍ segir sambandið hafa fengið ábendingar um sambærileg mál. „Það er ekki hægt að vera í hlutabótaleiðinni á uppsagnafresti, það er alveg ljóst þannig að það ber að hafa það í huga. Ef að fólk fer á hlutabætur fyrst og síðan kemur síðar til uppsagnar þá fer fólk bara á uppsagnarfrestinn eins og hann var áður en að hlutabótaleiðin kom til. Þannig að það er ekki hægt að spila þessum úrræðum saman. Það er ekki hægt að spila uppsögn með hlutabótaleið heldur er það annað hvort,“ segir Drífa. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Vinnumálastofnunar þessa aðferð ekki standast skoðun. Tilgangur hlutabótaúrræðisins sé þvert á móti að viðhalda ráðningarsambandi en ekki að varpa launakostnaði vegna greiðslu uppsagnarfrests yfir á ríkið. Þykir miður ef aðferðin stenst ekki skoðun Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar lögfræðinga hjá Samtökum atvinnulífsins sem hafi talið þessa leið færa. Ef í ljós komi að úrræðið sem fyrirtækið greip til reynist ekki standast lög þyki honum það verulega miður og segir að leitað verði leiða til að bæta úr því. Ómar Svavarsson hefur verið forstjóri Securitas frá árinu 2017.Aðsend Ómar segir stöðuna vissulega vera fordæmalausa og að fyrirtækið hafi leitað allra leiða til að vernda störf eftir fremsta megni. Gripið hafi verið til úrræðisins í góðri trú um að það stæðist lög og reglur. Alls starfa um fimmhundruð manns hjá Securitas. Tólf starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp síðustu mánaðamót og þeim boðið að gera samkomulag um hlutabætur á uppsagnartímanum. Af þeim gerðu átta slíkt samkomulag en fjórir afþökkuðu. Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið svokallaða á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Vinnumálastofnun og Alþýðusamband Íslands segja þessa leið ekki standast lög um hlutaatvinnuleysisbætur. Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna að sama dag og starfsmanni Securitas var sagt upp var honum boðinn samningur um tímabundna lækkun starfshlutfalls úr 100% í 25%. Uppsagnarfrestur samkvæmt uppsagnarbréfi er tveir mánuðir, sem ná yfir sama tímabil og kveðið er á um í samkomulagi um lækkað starfshlutfall. Uppsögnin miðast við 30. mars 2020 og samkomulagið um lækkað starfshlutfall miðast við 1. apríl til 31. maí. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Egill Í uppsagnarbréfinu segir meðal annars að vegna samdráttar í rekstri verði ekki hjá því komist að fækka starfsmönnum þar sem verkefni Securitas á Reykjanesi verði lagt niður. Ekki verði krafist vinnuframlags á uppsagnarfresti. Drífa Snædal, forseti ASÍ segir sambandið hafa fengið ábendingar um sambærileg mál. „Það er ekki hægt að vera í hlutabótaleiðinni á uppsagnafresti, það er alveg ljóst þannig að það ber að hafa það í huga. Ef að fólk fer á hlutabætur fyrst og síðan kemur síðar til uppsagnar þá fer fólk bara á uppsagnarfrestinn eins og hann var áður en að hlutabótaleiðin kom til. Þannig að það er ekki hægt að spila þessum úrræðum saman. Það er ekki hægt að spila uppsögn með hlutabótaleið heldur er það annað hvort,“ segir Drífa. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Vinnumálastofnunar þessa aðferð ekki standast skoðun. Tilgangur hlutabótaúrræðisins sé þvert á móti að viðhalda ráðningarsambandi en ekki að varpa launakostnaði vegna greiðslu uppsagnarfrests yfir á ríkið. Þykir miður ef aðferðin stenst ekki skoðun Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar lögfræðinga hjá Samtökum atvinnulífsins sem hafi talið þessa leið færa. Ef í ljós komi að úrræðið sem fyrirtækið greip til reynist ekki standast lög þyki honum það verulega miður og segir að leitað verði leiða til að bæta úr því. Ómar Svavarsson hefur verið forstjóri Securitas frá árinu 2017.Aðsend Ómar segir stöðuna vissulega vera fordæmalausa og að fyrirtækið hafi leitað allra leiða til að vernda störf eftir fremsta megni. Gripið hafi verið til úrræðisins í góðri trú um að það stæðist lög og reglur. Alls starfa um fimmhundruð manns hjá Securitas. Tólf starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp síðustu mánaðamót og þeim boðið að gera samkomulag um hlutabætur á uppsagnartímanum. Af þeim gerðu átta slíkt samkomulag en fjórir afþökkuðu.
Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira