40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. apríl 2020 12:32 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Vísir/Baldur Hrafnkell 40% stúdenta við Háskóla Íslands eru ekki komnir með vinnu í sumar samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þá segjast um 11% ekki telja sig geta mætt útgjöldum næstu mánaðamót og tæp 20% óttast að missa húsnæði sitt. Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Þetta er meðal niðurstaðna tveggja kannana sem Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur á síðustu vikum sent út til allra stúdenta HÍ og tóku yfir þúsund stúdentar þátt í hvorri könnun. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar um mikla vanlíðan og töluvert atvinnuleysi meðal stúdenta í sumar. „Stúdentar eru ekki að geta nýtt sér nein úrræði stjórnvalda sem hafa komið fram með fjárhagslegri aðstoð. Hlutabótaleiðin er ekki að gagnast mörgum og þeir eru að missa vinnuna og svo eru 40% stúdenta líka ekki komnir með vinnu í sumar en eru ennþá að leita að vinnu. Þannig að þetta sýnir í rauninni bara frekar erfitt ástand, fjárhagslega og á vinnumarkaði, fyrir stúdenta eins og okkur grunaði,“ segir Jóna Þórey. Stúdentaráð hefur sett fram nokkrar kröfur til hins opinbera til að mæta þessari erfiðu stöðu sem blasi við stúdentum. „Stúdentar þurfa náttúrlega réttindi til atvinnuleysisbóta til að grípa þá af því að þeir hafa ekki þann rétt núna í sumar og við erum líka með alls konar aðrar útfærslur og hugmyndir til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta atvinnuleysi sem að virðist stefna í meðal stúdenta,“ segir Jóna Þórey. Gera ýmsar tillögur Kröfur og tillögur stúdenta beinast bæði að ríki og sveitarfélögum. „Bæði kannski að sveitarfélög og ríki ráðist í sameiginlegt átak um fjölgun þekkingardrifinna sumarstarfa, ríkisstofnanir geti sótt um sérstakt fjármagn til ráðninga á sumarnemum þannig að mótframlag ríkisins komi til í gegnum Vinnumálastofnun, nemendum bjóðist styrkur eða laun fyrir að vinna að eigin nýsköpunarverkefnum, við viljum að húsaleigubætur verði hækkaðar tímabundið,“ nefnir Jóna Þórey sem dæmi. Þá leggur Stúdentaráð áherslu á að fjármagn til Háskólans verði tryggt. Hún segir ákvörðun stjórnvalda um aukið fjármagn til Nýsköpunarsjóðs námsmanna vera jákvætt skref, en meira þurfi til. „Þessar auka hundrað milljónir til Nýsköpunarsjóðs námsmanna munu grípa um það bil 110 manns sem að er bara mjög lítill hluti. En það er auðvitað jákvætt að sjá að þarna var vilji alla veganna sýndur að einhverju leyti í verki en þetta var ekki næstum því þær aðgerðir sem að við erum að biðja um eða það öryggi sem að við erum í rauninni að biðja um að stúdentum verði veitt,“ segir Jóna Þórey. „Það verður best gert með því að tryggja þeim rétt til atvinnuleysisbóta, ég held að það sé alveg á hreinu.“ Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
40% stúdenta við Háskóla Íslands eru ekki komnir með vinnu í sumar samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þá segjast um 11% ekki telja sig geta mætt útgjöldum næstu mánaðamót og tæp 20% óttast að missa húsnæði sitt. Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Þetta er meðal niðurstaðna tveggja kannana sem Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur á síðustu vikum sent út til allra stúdenta HÍ og tóku yfir þúsund stúdentar þátt í hvorri könnun. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar um mikla vanlíðan og töluvert atvinnuleysi meðal stúdenta í sumar. „Stúdentar eru ekki að geta nýtt sér nein úrræði stjórnvalda sem hafa komið fram með fjárhagslegri aðstoð. Hlutabótaleiðin er ekki að gagnast mörgum og þeir eru að missa vinnuna og svo eru 40% stúdenta líka ekki komnir með vinnu í sumar en eru ennþá að leita að vinnu. Þannig að þetta sýnir í rauninni bara frekar erfitt ástand, fjárhagslega og á vinnumarkaði, fyrir stúdenta eins og okkur grunaði,“ segir Jóna Þórey. Stúdentaráð hefur sett fram nokkrar kröfur til hins opinbera til að mæta þessari erfiðu stöðu sem blasi við stúdentum. „Stúdentar þurfa náttúrlega réttindi til atvinnuleysisbóta til að grípa þá af því að þeir hafa ekki þann rétt núna í sumar og við erum líka með alls konar aðrar útfærslur og hugmyndir til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta atvinnuleysi sem að virðist stefna í meðal stúdenta,“ segir Jóna Þórey. Gera ýmsar tillögur Kröfur og tillögur stúdenta beinast bæði að ríki og sveitarfélögum. „Bæði kannski að sveitarfélög og ríki ráðist í sameiginlegt átak um fjölgun þekkingardrifinna sumarstarfa, ríkisstofnanir geti sótt um sérstakt fjármagn til ráðninga á sumarnemum þannig að mótframlag ríkisins komi til í gegnum Vinnumálastofnun, nemendum bjóðist styrkur eða laun fyrir að vinna að eigin nýsköpunarverkefnum, við viljum að húsaleigubætur verði hækkaðar tímabundið,“ nefnir Jóna Þórey sem dæmi. Þá leggur Stúdentaráð áherslu á að fjármagn til Háskólans verði tryggt. Hún segir ákvörðun stjórnvalda um aukið fjármagn til Nýsköpunarsjóðs námsmanna vera jákvætt skref, en meira þurfi til. „Þessar auka hundrað milljónir til Nýsköpunarsjóðs námsmanna munu grípa um það bil 110 manns sem að er bara mjög lítill hluti. En það er auðvitað jákvætt að sjá að þarna var vilji alla veganna sýndur að einhverju leyti í verki en þetta var ekki næstum því þær aðgerðir sem að við erum að biðja um eða það öryggi sem að við erum í rauninni að biðja um að stúdentum verði veitt,“ segir Jóna Þórey. „Það verður best gert með því að tryggja þeim rétt til atvinnuleysisbóta, ég held að það sé alveg á hreinu.“
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira