Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2020 19:17 Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili á Ísafirði eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. Sjá einnig: Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Tíu úr bakvarðarsveit var flogið vestur á firði á mánudag í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Neyðarástand hafði myndast á Bergi eftir að íbúar og starfsmenn sýktust af kórónuveirunni. „Það var í gær og í nótt sem við fengum ábendingar um að ekki væri allt með felldu. Við fórum og töluðum við lögregluna í morgun og þetta var niðurstaðan,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Lögreglan sleppti konunni úr haldi eftir yfirheyrslu í dag. Konan lýtur reglum um sóttkví. Framvísaði erlendum gögnum um starfsréttindi Samkvæmt heimildum fréttastofu framvísaði konan erlendum gögnum um starfsréttindi. Var hún send í veirupróf eftir handtökuna. Vegna gruns um að hún hefði haft rangt við var gripið til varúðarráðstafana ef hún skyldi hafa borið smit. Tekið var sýni á hjúkrunarheimilinu Bergi. Málið hefur reynst afar þungbært. „Við höfum veitt starfsfólkinu úr bakvarðarsveitinni áfallahjálp og erum enn þá að átta okkur á stöðunni núna. Við höldum mjög góðu sambandi við bæði íbúa náttúrlega og íbúa á hjúkrunarheimilinu og aðstandendur þeirra. Það verða allir upplýstir eftir að við vitum meira hvernig er í pottinn búið. Lögreglan með rannsóknina núna á frumstigi. Hjá okkur er bara að bregðast við þessum aðstæðum sem hafa komið upp,“ segir Gylfi. Deildi sameiginlegum rýmum með öðrum úr bakvarðasveitinni Konan deildi vistarverum með öðrum úr bakvarðarsveitinni. „Við höfum flutt allar aðrar úr bakvarðarsveitinni í farsóttahúsið á Ísafirði. Sem er hluti af þessum öryggisráðstöfunum sem við höfum farið út í þau deildu sameiginlegum rýmum á gistiheimilinu í Bolungarvík þar sem þau voru. Hjúkrunarfræðingar á leiðinni vestur Þrír hjúkrunarfræðingar eru á leið vestur til aðstoðar á Bergi. „Við höfum kallað eftir fleiri hjúkrunarfræðingum, það eru hjúkrunarfræðingar á leiðinni til öryggis til að styðja við og hjálpa okkur við með skipulagningu og allt utan um haldið sem fylgir þessu.“ Búast má við niðurstöðu úr veiruprófi konunnar á næstu dögum. Gylfi segir að verkferlar verði skoðaðir við val úr bakvarðarsveit. „Auðvitað þarf maður að skoða verkferla sem eru notaðir en í þessu tilviki verður að líta til þess að það var verið að safna saman í bakvarðarsveit með mjög skömmum fyrirvara við fordæmalausar aðstæður. Við höfum alltaf treyst á fólk og gerðum allt sem sneri að þessum starfsmanni í góðri trú. Jú, maður þarf alltaf að vera á varðbergi. En ég held að allir skilji hvernig aðstæðurnar voru í þessu tilviki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili á Ísafirði eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. Sjá einnig: Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Tíu úr bakvarðarsveit var flogið vestur á firði á mánudag í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Neyðarástand hafði myndast á Bergi eftir að íbúar og starfsmenn sýktust af kórónuveirunni. „Það var í gær og í nótt sem við fengum ábendingar um að ekki væri allt með felldu. Við fórum og töluðum við lögregluna í morgun og þetta var niðurstaðan,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Lögreglan sleppti konunni úr haldi eftir yfirheyrslu í dag. Konan lýtur reglum um sóttkví. Framvísaði erlendum gögnum um starfsréttindi Samkvæmt heimildum fréttastofu framvísaði konan erlendum gögnum um starfsréttindi. Var hún send í veirupróf eftir handtökuna. Vegna gruns um að hún hefði haft rangt við var gripið til varúðarráðstafana ef hún skyldi hafa borið smit. Tekið var sýni á hjúkrunarheimilinu Bergi. Málið hefur reynst afar þungbært. „Við höfum veitt starfsfólkinu úr bakvarðarsveitinni áfallahjálp og erum enn þá að átta okkur á stöðunni núna. Við höldum mjög góðu sambandi við bæði íbúa náttúrlega og íbúa á hjúkrunarheimilinu og aðstandendur þeirra. Það verða allir upplýstir eftir að við vitum meira hvernig er í pottinn búið. Lögreglan með rannsóknina núna á frumstigi. Hjá okkur er bara að bregðast við þessum aðstæðum sem hafa komið upp,“ segir Gylfi. Deildi sameiginlegum rýmum með öðrum úr bakvarðasveitinni Konan deildi vistarverum með öðrum úr bakvarðarsveitinni. „Við höfum flutt allar aðrar úr bakvarðarsveitinni í farsóttahúsið á Ísafirði. Sem er hluti af þessum öryggisráðstöfunum sem við höfum farið út í þau deildu sameiginlegum rýmum á gistiheimilinu í Bolungarvík þar sem þau voru. Hjúkrunarfræðingar á leiðinni vestur Þrír hjúkrunarfræðingar eru á leið vestur til aðstoðar á Bergi. „Við höfum kallað eftir fleiri hjúkrunarfræðingum, það eru hjúkrunarfræðingar á leiðinni til öryggis til að styðja við og hjálpa okkur við með skipulagningu og allt utan um haldið sem fylgir þessu.“ Búast má við niðurstöðu úr veiruprófi konunnar á næstu dögum. Gylfi segir að verkferlar verði skoðaðir við val úr bakvarðarsveit. „Auðvitað þarf maður að skoða verkferla sem eru notaðir en í þessu tilviki verður að líta til þess að það var verið að safna saman í bakvarðarsveit með mjög skömmum fyrirvara við fordæmalausar aðstæður. Við höfum alltaf treyst á fólk og gerðum allt sem sneri að þessum starfsmanni í góðri trú. Jú, maður þarf alltaf að vera á varðbergi. En ég held að allir skilji hvernig aðstæðurnar voru í þessu tilviki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira