Stórt en varfærið skref segir Katrín Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. maí 2020 15:43 Fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu næstu skref, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. Stjórnvöld hafi trú á því að til sé þekking og hæfni sem geti tryggt sóttvarnir í landinu á sama tíma og opnað er á ferðir til og frá Íslandi. Katrín segir þó a Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Á fundinum kom einnig fram að Grænland og Færeyjar hafi verið tekin af lista yfir hááhættusvæði og nýjar reglur um útvíkkaða sóttkví fyrir þá sem hingað koma til starfa í afmörkuð verkefni taka gildi á föstudag. „Mjög stórt skref en varfærið líka,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir fundinn aðspurð um þýðingu þessara áætlana. „Eins og ég fór yfir þá erum við fyrst að horfa til þess að létta á takmörkunum hér innanlands en síðan ráðumst við í þetta skref sem við teljum okkur hafa alla burði til að taka. Bæði vegna þess hvernig okkur hefur gengið að takast á við faraldurinn, vegna þeirra þekkingar sem er til hér í landinu og hefur skapast í þessari baráttu þá höfum við ákveðið að ráðast í þetta,“ sagði Katrín jafnframt. Þá var hún spurð um hvort hún teldi að það að opna á komur erlendra ferðamanna hingað til lands eftir 15. júní myndi þýða fyrir efnahaginn sem tekur hefur á sig mikið högg vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Katrín að enn væri töluverð óvissa um þróun efnahagsins en verið værið að opna á ýmsa möguleika. „Við erum ekki að reikna með mikilli ferðamennsku á þessu ári, ég held að enginn sé að reikna með því en með þessu erum við opna ákveðna möguleika sem geta skipta máli. Við erum að horfa til þess að allt sem við gerum núna, allar þær fjárfestingar sem við erum að ráðast í, stuðningur við ýmsa geira samfélagsins miðar við því að við getum náð viðspyrnu þegar heilbrigðisváin verður að baki,“ sagði Katrín. Sagði hún einnig að stjórnvöld teldu að hér væri þekking og hæfni til staðar sem ætti að geta tryggt sóttvarnir á sama tíma og ferðamenn fara að koma aftur til landsins. „Ástæðan fyrir því að við treystum okkur í þetta skref er að við teljum okkur hafa þá þekkingu og hæfni sem til þarf til þess að geta framkvæmt þetta til að þetta virki þannig að við séum annars vegar að tryggja sóttvarnir í landinu en um leið greiða fyrir ferðum til og frá landinu og það skiptir okkur máli sem eyja hér út í hafi.“ Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. Stjórnvöld hafi trú á því að til sé þekking og hæfni sem geti tryggt sóttvarnir í landinu á sama tíma og opnað er á ferðir til og frá Íslandi. Katrín segir þó a Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Á fundinum kom einnig fram að Grænland og Færeyjar hafi verið tekin af lista yfir hááhættusvæði og nýjar reglur um útvíkkaða sóttkví fyrir þá sem hingað koma til starfa í afmörkuð verkefni taka gildi á föstudag. „Mjög stórt skref en varfærið líka,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir fundinn aðspurð um þýðingu þessara áætlana. „Eins og ég fór yfir þá erum við fyrst að horfa til þess að létta á takmörkunum hér innanlands en síðan ráðumst við í þetta skref sem við teljum okkur hafa alla burði til að taka. Bæði vegna þess hvernig okkur hefur gengið að takast á við faraldurinn, vegna þeirra þekkingar sem er til hér í landinu og hefur skapast í þessari baráttu þá höfum við ákveðið að ráðast í þetta,“ sagði Katrín jafnframt. Þá var hún spurð um hvort hún teldi að það að opna á komur erlendra ferðamanna hingað til lands eftir 15. júní myndi þýða fyrir efnahaginn sem tekur hefur á sig mikið högg vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Katrín að enn væri töluverð óvissa um þróun efnahagsins en verið værið að opna á ýmsa möguleika. „Við erum ekki að reikna með mikilli ferðamennsku á þessu ári, ég held að enginn sé að reikna með því en með þessu erum við opna ákveðna möguleika sem geta skipta máli. Við erum að horfa til þess að allt sem við gerum núna, allar þær fjárfestingar sem við erum að ráðast í, stuðningur við ýmsa geira samfélagsins miðar við því að við getum náð viðspyrnu þegar heilbrigðisváin verður að baki,“ sagði Katrín. Sagði hún einnig að stjórnvöld teldu að hér væri þekking og hæfni til staðar sem ætti að geta tryggt sóttvarnir á sama tíma og ferðamenn fara að koma aftur til landsins. „Ástæðan fyrir því að við treystum okkur í þetta skref er að við teljum okkur hafa þá þekkingu og hæfni sem til þarf til þess að geta framkvæmt þetta til að þetta virki þannig að við séum annars vegar að tryggja sóttvarnir í landinu en um leið greiða fyrir ferðum til og frá landinu og það skiptir okkur máli sem eyja hér út í hafi.“ Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Sjá meira