Dagur hjúkrunar – takk hjúkrunarfræðingar Guðný Friðriksdóttir skrifar 12. maí 2020 08:00 Í dag, 12. maí höldum við upp á Alþjóðlegan dag hjúkrunar, en þá fögnum við og beinum ljósinu að óeigingjörnu starfi hjúkrunarfræðinga um allan heim. Þema ársins í ár er „A Voice to Lead – Nursing the World to Health“ sem gæti útlagst „leiðandi í að efla heilsu fólks.“ Sennilega hefur starf hjúkrunarfræðinga aldrei verið eins mikið í brennidepli og um þessar mundir á tímum COVID-19 og þetta þema mjög viðeigandi. Þrátt fyrir gríðarlegt álag hefur einurð hjúkrunarfræðinga, menntun og hæfni gert þeim kleift að takast á við ótrúlegar áskoranir í nýjum veruleika. Hjúkrunarfræðingar, líkt og aðrir heilbrigðis- og umönnunaraðilar, hafa tekist á við óvissuna um veiruna og sinnt starfi sínu með umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi þrátt fyrir þá hættu sem þeir gætu lagt bæði sig og fjölskyldur sínar í. Starfið hefur í kjölfarið fengið meiri athygli og faglegt mikilvægi þess komið enn betur í ljós. Þá má búast við að framlag hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisumræðunni eftir COVID-19 verði mikilvægt, en sú reynsla sem hefur áunnist kallar eflaust fram nýjar hugmyndir og verklag þar sem sérkunnátta hjúkrunarfræðinga mun vega mikið. Í skýrslu sem heilbrigðisráðuneytið gaf út í apríl á þessu ári (Tillögur til fjölgunar útskrifaðra hjúkrunarfræðinga, apríl 2020) kom fram að nýta þurfi mun betur þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustunni en nú er gert. Rannsóknir hafi sýnt að fjöldi hjúkrunarfræðinga og bætt mönnun í hjúkrun hafi bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og afdrif sjúklinga. Starfsframlag hjúkrunarfræðinga í COVID-19 faraldrinum hafi undirstrikað mikilvægi og fjölhæfni hjúkrunarfræðinga og hversu vel þekking þeirra nýtist á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar og því sé nauðsynlegt að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum umtalsvert. Samkvæmt sömu skýrslu kemur fram að árið 2019 hafi 59 hjúkrunarfræðinemar frá HÍ og 56 hjúkrunarfræðinemar frá HA útskrifast, en einnig að færri hafi komist að en viljað vegna aðgangstakmarkana.* Þetta gefur von um að tækifæri séu til staðar fyrir öflugri mönnun í stéttinni. En viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað í samfélaginu og aðgerða er þörf til að námið og starfið verði eftirsóknarverðara, hvað þá að hjúkrunarfræðingar haldist í starfi eftir útskrift. Vitað er að fyrir löngu er kominn tími til að bæta laun hjúkrunarfræðinga og starfsskilyrði þeirra. Öryggi heilbrigðiskerfisins okkar er háð því að hjúkrunarfræðingar og störf fleiri aðila innan heilbrigðis- og umönnunarstéttarinnar njóti sannmælis og verði metin að verðleikum. Það verður að tryggja að þeir njóti góðs af þjálfun sinni og þeirri stöðugu framþróun í menntun sem þeir afla sér til að efla hæfni sína og styrkja hlutverk sitt. Sífellt meiri sérhæfing og aukin ábyrgð hjúkrunarfræðinga verður að vera tekin með í reikninginn í allri umræðu um starfið, fyrir öflugara heilbrigðiskerfi til langframa. Við förum inn í sumarið full þakklætis til heilbrigðis- og umönnunaraðila fyrir þeirra þrotlausa og óeigingjarna starf á óvissutímum og fyrir að standa vaktina svo aðrir geti verið rólegri. Ég óska þess að þetta þakklæti sem við upplifum í dag verði ofarlega í huga í núverandi kjaraviðræðum, nú þegar öldurnar lægir og við byggjum okkur upp í kjölfar COVID-19. Á Degi hjúkrunar óska ég öllum hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn. Takk fyrir að hafa helgað ykkur þessu starfi, fyrir vandaða og faglega umönnun undir sífellt meiri þrýstingi. Takk kærlega. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Sjá meira
Í dag, 12. maí höldum við upp á Alþjóðlegan dag hjúkrunar, en þá fögnum við og beinum ljósinu að óeigingjörnu starfi hjúkrunarfræðinga um allan heim. Þema ársins í ár er „A Voice to Lead – Nursing the World to Health“ sem gæti útlagst „leiðandi í að efla heilsu fólks.“ Sennilega hefur starf hjúkrunarfræðinga aldrei verið eins mikið í brennidepli og um þessar mundir á tímum COVID-19 og þetta þema mjög viðeigandi. Þrátt fyrir gríðarlegt álag hefur einurð hjúkrunarfræðinga, menntun og hæfni gert þeim kleift að takast á við ótrúlegar áskoranir í nýjum veruleika. Hjúkrunarfræðingar, líkt og aðrir heilbrigðis- og umönnunaraðilar, hafa tekist á við óvissuna um veiruna og sinnt starfi sínu með umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi þrátt fyrir þá hættu sem þeir gætu lagt bæði sig og fjölskyldur sínar í. Starfið hefur í kjölfarið fengið meiri athygli og faglegt mikilvægi þess komið enn betur í ljós. Þá má búast við að framlag hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisumræðunni eftir COVID-19 verði mikilvægt, en sú reynsla sem hefur áunnist kallar eflaust fram nýjar hugmyndir og verklag þar sem sérkunnátta hjúkrunarfræðinga mun vega mikið. Í skýrslu sem heilbrigðisráðuneytið gaf út í apríl á þessu ári (Tillögur til fjölgunar útskrifaðra hjúkrunarfræðinga, apríl 2020) kom fram að nýta þurfi mun betur þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustunni en nú er gert. Rannsóknir hafi sýnt að fjöldi hjúkrunarfræðinga og bætt mönnun í hjúkrun hafi bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og afdrif sjúklinga. Starfsframlag hjúkrunarfræðinga í COVID-19 faraldrinum hafi undirstrikað mikilvægi og fjölhæfni hjúkrunarfræðinga og hversu vel þekking þeirra nýtist á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar og því sé nauðsynlegt að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum umtalsvert. Samkvæmt sömu skýrslu kemur fram að árið 2019 hafi 59 hjúkrunarfræðinemar frá HÍ og 56 hjúkrunarfræðinemar frá HA útskrifast, en einnig að færri hafi komist að en viljað vegna aðgangstakmarkana.* Þetta gefur von um að tækifæri séu til staðar fyrir öflugri mönnun í stéttinni. En viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað í samfélaginu og aðgerða er þörf til að námið og starfið verði eftirsóknarverðara, hvað þá að hjúkrunarfræðingar haldist í starfi eftir útskrift. Vitað er að fyrir löngu er kominn tími til að bæta laun hjúkrunarfræðinga og starfsskilyrði þeirra. Öryggi heilbrigðiskerfisins okkar er háð því að hjúkrunarfræðingar og störf fleiri aðila innan heilbrigðis- og umönnunarstéttarinnar njóti sannmælis og verði metin að verðleikum. Það verður að tryggja að þeir njóti góðs af þjálfun sinni og þeirri stöðugu framþróun í menntun sem þeir afla sér til að efla hæfni sína og styrkja hlutverk sitt. Sífellt meiri sérhæfing og aukin ábyrgð hjúkrunarfræðinga verður að vera tekin með í reikninginn í allri umræðu um starfið, fyrir öflugara heilbrigðiskerfi til langframa. Við förum inn í sumarið full þakklætis til heilbrigðis- og umönnunaraðila fyrir þeirra þrotlausa og óeigingjarna starf á óvissutímum og fyrir að standa vaktina svo aðrir geti verið rólegri. Ég óska þess að þetta þakklæti sem við upplifum í dag verði ofarlega í huga í núverandi kjaraviðræðum, nú þegar öldurnar lægir og við byggjum okkur upp í kjölfar COVID-19. Á Degi hjúkrunar óska ég öllum hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn. Takk fyrir að hafa helgað ykkur þessu starfi, fyrir vandaða og faglega umönnun undir sífellt meiri þrýstingi. Takk kærlega. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN).
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun