Út með óþarfa plast Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. maí 2020 08:30 Í byrjun vikunnar mælti ég fyrir frumvarpi á Alþingi sem gengur út á að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið. Lagt er til að frá og með miðju næsta ári verði bannað að setja á markað einnota plastvörur á borð við bómullarpinna, sogrör, hræripinna, diska og hnífapör úr plasti, sem og drykkjarílát, bolla og glös úr frauðplasti. Af hverju þessar plastvörur? Frumvarpið byggir á Evróputilskipun og er henni fyrst og fremst beint að þeim vörum sem finnast helst á ströndum í álfunni. Meirihluti rusls á ströndum í Evrópu er nefnilega plast, helmingurinn einnota. Við erum þannig ekki að banna í blindni hvaða plast sem er - heldur einnota óþarfa sem veldur skaða í náttúrunni. Aðrar vörur eru tiltækar í stað þeirra sem bannaðar verða og undanþágur eru gerðar ef vörur flokkast sem lækningatæki. Af hverju að banna? Er ekki fræðsla nóg? Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil hugarfarsbreyting. Fjöldi fólks og fyrirtækja hefur lagt mikið á sig til þess að draga úr plastnotkun, vegna þess að það veit og skilur að breytinga er þörf. Þótt fræðsla sé mikilvæg og nauðsynleg þá sýna rannsóknir í félags- og umhverfissálfræði samt að hún er ekki nóg til að breyta hegðun. Þannig þarf að breyta kerfinu til að breyta hegðuninni. Kerfið þarf að auðvelda fólki að gera það sem það veit að er rétt og þess vegna er mikilvægt að stíga skref sem þessi. Náttúran má ekki við meiri einnota óþarfa Verði frumvarpið samþykkt verður heldur ekki lengur leyfilegt að afhenda drykki og matvöru á skyndibitastöðum í ílátum úr plasti - án þess að tekið sé fyrir það sérstakt gjald. Þetta er í raun sama ráðstöfun og gerð var með burðarpoka í fyrra, en þá mátti ekki lengur afhenda þá ókeypis. Það getur nefnilega ekki lengur verið auðvelt og ókeypis að nota einnota plast. Náttúran má ekki við því. Hafið má ekki við því. Plastið hverfur ekki – og finnst því víða Plast hefur marga góða kosti. Það er létt og endingargott og við eigum því margt að þakka, t.d. að draga úr matarsóun. En það er líka að stórum hluta gert úr óendurnýjanlegum auðlindum. Það fýkur auðveldlega undan veðri og vindum. Og þegar plast berst út í náttúruna brotnar það ekki niður og hverfur alfarið, heldur verður að sífellt minni ögnum. Þannig hefur plast m.a. fundist á mesta dýpi sjávar, í ísjökum á Norðurpólnum, fjallstindum í Sviss og í fiskum í Amazon. Líka á Íslandi Því miður höfum við fengið staðfestingar á örplastsmengun við Íslandsstrendur, rétt eins og annars staðar í heiminum. Í rannsóknum sem Umhverfisstofnun lét gera árið 2018 fannst örplast í helmingi kræklings sem kannaður var og í maga um 70% fýla. Örplast hefur líka fundist í drykkjarvatni á Íslandi, rétt eins og víða erlendis. Margnota fremur en einnota Auðlindir jarðar eru ekki óþrjótandi. Við megum ekki umgangast þær eins og þær séu það. Með frumvarpinu er stutt við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og notkun margnota vara frekar en einnota. Í raun má segja að frumvarpið nú sé framhald af þeirri vegferð sem við fórum í með einnota burðarpoka í fyrra. Plokkarar segjast þegar sjá mun minna af plastpokum í náttúrunni. Höldum áfram á þessari braut, fyrir náttúruna! Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Alþingi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun vikunnar mælti ég fyrir frumvarpi á Alþingi sem gengur út á að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið. Lagt er til að frá og með miðju næsta ári verði bannað að setja á markað einnota plastvörur á borð við bómullarpinna, sogrör, hræripinna, diska og hnífapör úr plasti, sem og drykkjarílát, bolla og glös úr frauðplasti. Af hverju þessar plastvörur? Frumvarpið byggir á Evróputilskipun og er henni fyrst og fremst beint að þeim vörum sem finnast helst á ströndum í álfunni. Meirihluti rusls á ströndum í Evrópu er nefnilega plast, helmingurinn einnota. Við erum þannig ekki að banna í blindni hvaða plast sem er - heldur einnota óþarfa sem veldur skaða í náttúrunni. Aðrar vörur eru tiltækar í stað þeirra sem bannaðar verða og undanþágur eru gerðar ef vörur flokkast sem lækningatæki. Af hverju að banna? Er ekki fræðsla nóg? Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil hugarfarsbreyting. Fjöldi fólks og fyrirtækja hefur lagt mikið á sig til þess að draga úr plastnotkun, vegna þess að það veit og skilur að breytinga er þörf. Þótt fræðsla sé mikilvæg og nauðsynleg þá sýna rannsóknir í félags- og umhverfissálfræði samt að hún er ekki nóg til að breyta hegðun. Þannig þarf að breyta kerfinu til að breyta hegðuninni. Kerfið þarf að auðvelda fólki að gera það sem það veit að er rétt og þess vegna er mikilvægt að stíga skref sem þessi. Náttúran má ekki við meiri einnota óþarfa Verði frumvarpið samþykkt verður heldur ekki lengur leyfilegt að afhenda drykki og matvöru á skyndibitastöðum í ílátum úr plasti - án þess að tekið sé fyrir það sérstakt gjald. Þetta er í raun sama ráðstöfun og gerð var með burðarpoka í fyrra, en þá mátti ekki lengur afhenda þá ókeypis. Það getur nefnilega ekki lengur verið auðvelt og ókeypis að nota einnota plast. Náttúran má ekki við því. Hafið má ekki við því. Plastið hverfur ekki – og finnst því víða Plast hefur marga góða kosti. Það er létt og endingargott og við eigum því margt að þakka, t.d. að draga úr matarsóun. En það er líka að stórum hluta gert úr óendurnýjanlegum auðlindum. Það fýkur auðveldlega undan veðri og vindum. Og þegar plast berst út í náttúruna brotnar það ekki niður og hverfur alfarið, heldur verður að sífellt minni ögnum. Þannig hefur plast m.a. fundist á mesta dýpi sjávar, í ísjökum á Norðurpólnum, fjallstindum í Sviss og í fiskum í Amazon. Líka á Íslandi Því miður höfum við fengið staðfestingar á örplastsmengun við Íslandsstrendur, rétt eins og annars staðar í heiminum. Í rannsóknum sem Umhverfisstofnun lét gera árið 2018 fannst örplast í helmingi kræklings sem kannaður var og í maga um 70% fýla. Örplast hefur líka fundist í drykkjarvatni á Íslandi, rétt eins og víða erlendis. Margnota fremur en einnota Auðlindir jarðar eru ekki óþrjótandi. Við megum ekki umgangast þær eins og þær séu það. Með frumvarpinu er stutt við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og notkun margnota vara frekar en einnota. Í raun má segja að frumvarpið nú sé framhald af þeirri vegferð sem við fórum í með einnota burðarpoka í fyrra. Plokkarar segjast þegar sjá mun minna af plastpokum í náttúrunni. Höldum áfram á þessari braut, fyrir náttúruna! Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun