Myndir sýna muninn á Kringlunni í miðju samkomubanni og eftir 4. maí Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2020 23:06 Myndin til vinstri er tekin á fyrsta degi samkomubanns, 16. mars. Myndin til hægri er tekin í dag, 7. maí. Vísir/Vilhelm Samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á Íslandi 16. mars síðastliðinn og var svo hert 24. mars. Og Íslendingar héldu sig svo sannarlega heima, í það minnsta fyrst um sinn. Þetta sýna til dæmis myndir sem Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók í vettvangsferð um Kringluna fyrstu daga samkomubanns og aftur í lok mars þegar það stóð sem hæst. Nær enginn sást á ferli og víða voru verslanir, veitingastaðir og önnur þjónusta lokuð. Fyrstu tilslakanir á kórónuveiruaðgerðum stjórnvalda tóku svo gildi mánudaginn 4. maí. Þar með voru fjöldamörk samkomubanns hækkuð úr 20 í 50 og ýmis starfsemi gat opnað dyr sínar á ný. Og þessar tilslakanir virðast hafa skilað sér í ásókn í Kringluna. Þegar Vilhelm gerði sér aftur ferð þangað í dag var töluvert líflegra um að lítast en í mars. Það rímar ágætlega við kaupæðið sem nú virðist grípa Íslendinga en verslunarmenn hafa margir aldrei selt jafnmikið af hinum ýmsu vörum og einmitt núna. Myndir frá Kringluheimsóknum Vilhelms, þar sem Kringlan sést í miðju samkomubanni og svo eftir tilslakanir, má finna hér að neðan. Ákveðið var að girða Stjörnutorg af. Myndin er tekin í lok mars, rétt eftir að samkomubann var hert.Vísir/Vilhelm Tómlegt um að litast í samkomubanni.Vísir/vilhelm Fyrsti dagur samkomubanns, 16. mars. Og ekki hræða á ferli.Vísir/vilhelm Lítið um að vera í rúllustigunum.Vísir/vilhelm Fáir á ferli.Vísir/vilhelm Verslunum var víða lokað á meðan hert samkomubann var í gildi.Vísir/vilhelm Og hér má sjá Kringluna eftir að fyrsta skrefi veiruaðgerða var aflétt á mánudag. Talsvert meira um að vera en í mars.Vísir/vilhelm Bílastæði troðfull.Vísir/vilhelm Gangarnir ekki jafntómlegir að sjá.Vísir/Vilhelm Verslanir opnaðar á nýjan leik.Vísir/vilhelm Fólk þarf greinilega að versla.Vísir/vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Reykjavík Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á Íslandi 16. mars síðastliðinn og var svo hert 24. mars. Og Íslendingar héldu sig svo sannarlega heima, í það minnsta fyrst um sinn. Þetta sýna til dæmis myndir sem Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók í vettvangsferð um Kringluna fyrstu daga samkomubanns og aftur í lok mars þegar það stóð sem hæst. Nær enginn sást á ferli og víða voru verslanir, veitingastaðir og önnur þjónusta lokuð. Fyrstu tilslakanir á kórónuveiruaðgerðum stjórnvalda tóku svo gildi mánudaginn 4. maí. Þar með voru fjöldamörk samkomubanns hækkuð úr 20 í 50 og ýmis starfsemi gat opnað dyr sínar á ný. Og þessar tilslakanir virðast hafa skilað sér í ásókn í Kringluna. Þegar Vilhelm gerði sér aftur ferð þangað í dag var töluvert líflegra um að lítast en í mars. Það rímar ágætlega við kaupæðið sem nú virðist grípa Íslendinga en verslunarmenn hafa margir aldrei selt jafnmikið af hinum ýmsu vörum og einmitt núna. Myndir frá Kringluheimsóknum Vilhelms, þar sem Kringlan sést í miðju samkomubanni og svo eftir tilslakanir, má finna hér að neðan. Ákveðið var að girða Stjörnutorg af. Myndin er tekin í lok mars, rétt eftir að samkomubann var hert.Vísir/Vilhelm Tómlegt um að litast í samkomubanni.Vísir/vilhelm Fyrsti dagur samkomubanns, 16. mars. Og ekki hræða á ferli.Vísir/vilhelm Lítið um að vera í rúllustigunum.Vísir/vilhelm Fáir á ferli.Vísir/vilhelm Verslunum var víða lokað á meðan hert samkomubann var í gildi.Vísir/vilhelm Og hér má sjá Kringluna eftir að fyrsta skrefi veiruaðgerða var aflétt á mánudag. Talsvert meira um að vera en í mars.Vísir/vilhelm Bílastæði troðfull.Vísir/vilhelm Gangarnir ekki jafntómlegir að sjá.Vísir/Vilhelm Verslanir opnaðar á nýjan leik.Vísir/vilhelm Fólk þarf greinilega að versla.Vísir/vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Reykjavík Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira