„Þú ferð ekki á Esjuna á degi tvö þótt þú hafir gert það áður en þú veiktist“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2020 21:30 Magdalena Ásgeirsdóttir formaður læknaráðs Reykjalundar íhugar stöðu sína eftir vendingar á stofnuninni, Fjölmargir sem veikst hafa hastarlega af Covid-19 eru lengi að ná sér og glíma jafnvel við eftirköst sjúkdómsins. Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, ráðleggur fólki að fara alls ekki of geyst af stað, það geti seinkað bataferlinu. Viðkomandi einstaklingar þurfi ekki að láta koma sér á óvart að upplifa mikla þreytu eftir veikindin, enda geti veiran verið hættuleg eins og dæmin sanna. Magdalena sinnir í störfum sínum þeim allra veikustu. Um tuttugu skjólstæðingar hennar hafa leitað til Reykjalundar í endurhæfingu eftir að hafa verið þungt haldnir á gjörgæslu vegna Covid-19. Magdalena var beðin um almennar ráðleggingar til fólks í samfélaginu sem hefur fengið sjúkdóminn, mögulega hastarlega, en þó ekki þurft að leggjast inn á spítala. „Fyrst og fremst er ekki gott að ætla sér um of. Fólk sem upplifir þreytu í kjölfar veikindanna áttar sig á því að það er allt önnur þreytutilfinning en almenn þreyta eftir áhlaup sem fólk er vant að gera, fjallgöngur eða lotuvinna. Þetta er mikið þyngri þreyta,“ segir Magdalena. Mun betra sé að gefa líkamanum góðan tíma til að ná sér. „Frekar á að skammta sér minni verkefni. Fara í styttri göngutúra og fleiri. Þú ferð ekki á Esjuna á degi tvö þótt þú hafir gert það áður en þú veiktist. Það þarf að fara sér hægt, eins og ég sagði áðan, en að vera í þeirri virkni sem það þolir og veitir vellíðan – en ekki vanlíðan.“ Ekki sé hægt að þjálfa út úr sér þreytuna. „Hún þarf bara að fá að líða úr manni en með ákveðinni virkni, að fara á fætur og gera aðeins það sem þú ræður við.“ Magdalena bendir á að fólk sem fær öndunarfærasýkingar á borð við lungnabólgu sé yfirleitt lengi að ná sér. „Varðandi lungnabólguna þá sjáum við náttúrulega ekki í okkur lungun nema beita læknisfræðilegum myndgreiningum. En ef maður ímyndar sér lærbrot, þá vita allir að þú mátt ekki stíga í fótinn í ákveðinn vikufjölda af því að hann er að gróa og það sama gildir um innri líffæri. Þau þurfa sinn tíma í gróandann. Þótt batinn sé hafinn þá er hann ekki orðinn fullkominn fyrr en eftir einhverjar vikur.“ Alma Möller, landlæknir, sagði á upplýsingafundi í gær að margir hefðu haft samband og lýst yfir áhyggjum vegna langvinnra einkenna eftir Covid-19. Fólkið væri ýmst með höfuðverk, vöðvaverki og glímdi við mikla þreytu svo fátt eitt sé nefnt. „Þetta eru þekktir fylgifiskar alvarlegra veirusýkinga og í raun engin sértæk meðferð við en þetta gengur yfir með tímanum. Ef fólk hefur áhyggjur og vill leita sér aðstoðar þá er Covidgöngudeildin að fylgja eftir skilgreindum hópi fólks og ef þessir einstaklingar falla ekki þar undir þá er þeim bent á heisugæsluna og heilsugæslan mun fá stuðning af göngudeildinni eins og þarf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dauðans angist og gjörgæslumartraðir eftir Covid-19 Reykjalundur hefur síðustu þrjár vikurnar sinnt fólki sem lá á gjörgæsludeild Landspítalans. Það hefur þurft á sálrænni aðstoð að halda eftir átakanlega lífsreynslu. 7. maí 2020 13:38 Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. 27. apríl 2020 20:00 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Fjölmargir sem veikst hafa hastarlega af Covid-19 eru lengi að ná sér og glíma jafnvel við eftirköst sjúkdómsins. Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, ráðleggur fólki að fara alls ekki of geyst af stað, það geti seinkað bataferlinu. Viðkomandi einstaklingar þurfi ekki að láta koma sér á óvart að upplifa mikla þreytu eftir veikindin, enda geti veiran verið hættuleg eins og dæmin sanna. Magdalena sinnir í störfum sínum þeim allra veikustu. Um tuttugu skjólstæðingar hennar hafa leitað til Reykjalundar í endurhæfingu eftir að hafa verið þungt haldnir á gjörgæslu vegna Covid-19. Magdalena var beðin um almennar ráðleggingar til fólks í samfélaginu sem hefur fengið sjúkdóminn, mögulega hastarlega, en þó ekki þurft að leggjast inn á spítala. „Fyrst og fremst er ekki gott að ætla sér um of. Fólk sem upplifir þreytu í kjölfar veikindanna áttar sig á því að það er allt önnur þreytutilfinning en almenn þreyta eftir áhlaup sem fólk er vant að gera, fjallgöngur eða lotuvinna. Þetta er mikið þyngri þreyta,“ segir Magdalena. Mun betra sé að gefa líkamanum góðan tíma til að ná sér. „Frekar á að skammta sér minni verkefni. Fara í styttri göngutúra og fleiri. Þú ferð ekki á Esjuna á degi tvö þótt þú hafir gert það áður en þú veiktist. Það þarf að fara sér hægt, eins og ég sagði áðan, en að vera í þeirri virkni sem það þolir og veitir vellíðan – en ekki vanlíðan.“ Ekki sé hægt að þjálfa út úr sér þreytuna. „Hún þarf bara að fá að líða úr manni en með ákveðinni virkni, að fara á fætur og gera aðeins það sem þú ræður við.“ Magdalena bendir á að fólk sem fær öndunarfærasýkingar á borð við lungnabólgu sé yfirleitt lengi að ná sér. „Varðandi lungnabólguna þá sjáum við náttúrulega ekki í okkur lungun nema beita læknisfræðilegum myndgreiningum. En ef maður ímyndar sér lærbrot, þá vita allir að þú mátt ekki stíga í fótinn í ákveðinn vikufjölda af því að hann er að gróa og það sama gildir um innri líffæri. Þau þurfa sinn tíma í gróandann. Þótt batinn sé hafinn þá er hann ekki orðinn fullkominn fyrr en eftir einhverjar vikur.“ Alma Möller, landlæknir, sagði á upplýsingafundi í gær að margir hefðu haft samband og lýst yfir áhyggjum vegna langvinnra einkenna eftir Covid-19. Fólkið væri ýmst með höfuðverk, vöðvaverki og glímdi við mikla þreytu svo fátt eitt sé nefnt. „Þetta eru þekktir fylgifiskar alvarlegra veirusýkinga og í raun engin sértæk meðferð við en þetta gengur yfir með tímanum. Ef fólk hefur áhyggjur og vill leita sér aðstoðar þá er Covidgöngudeildin að fylgja eftir skilgreindum hópi fólks og ef þessir einstaklingar falla ekki þar undir þá er þeim bent á heisugæsluna og heilsugæslan mun fá stuðning af göngudeildinni eins og þarf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dauðans angist og gjörgæslumartraðir eftir Covid-19 Reykjalundur hefur síðustu þrjár vikurnar sinnt fólki sem lá á gjörgæsludeild Landspítalans. Það hefur þurft á sálrænni aðstoð að halda eftir átakanlega lífsreynslu. 7. maí 2020 13:38 Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. 27. apríl 2020 20:00 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Dauðans angist og gjörgæslumartraðir eftir Covid-19 Reykjalundur hefur síðustu þrjár vikurnar sinnt fólki sem lá á gjörgæsludeild Landspítalans. Það hefur þurft á sálrænni aðstoð að halda eftir átakanlega lífsreynslu. 7. maí 2020 13:38
Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. 27. apríl 2020 20:00