Stórhríð vel fram á morgundaginn fyrir norðan Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 21. desember 2019 20:15 Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. Hringveginum var lokað frá Núpsstað vestan Skeiðárársands og austur að Jökulsárlóni vegna óveðurs í dag. Sömu sögu var að segja af Siglufjarðarheiði og vegunum um Öxnadalsheiði og Víkurskarð. Vegurinn um Ljósavatnsskarð var opnaður í dag en klukkan tíu í kvöld verður metið hvort honum verði lokað í nótt vegna snjóflóðahættu.Útlit er fyrir verulega slæmt veður í kvöld og á morgun norðanlands.„Það er eiginlega spáð stórhríðarveðri í nótt, fyrramálið og vel fram á morgundaginn í kringum Akureyri og Þingeyjarsýslunum. Það sem verra er þá er ekki nóg með það að vegirnir haldist meira og minna tepptir, þeir sem hafa verið lokaðir í dag, heldur er hitastigið þannig að það getur hlaðist ísing á línur í byggð, svona rétt ofan við frostmark,“ segir Einar Sveinbjörnson veðurfræðingur.Landsnet og Rarik hafa verið með aukinn viðbúnað vegna veðursins og í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS óttast það aðrafmagnstruflanir gætu orðið næsta sólahringinn vegna veðurs. Staðan á hádegi á morgun.Mynd/Veðurstofan. Höfuðborgarsvæðið fær sinn skerf í kvöld Búast má við að þeir vegir sem hafa verið lokaðir haldist þannig áfram. Höfuðborgarsvæðið mun fá sinn skerf í kvöld „Þó að það hafi verið óskaplega mikil blíða hérna á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga, alveg úr tengslum við veðrið fyrir norðan eða austan þá lítur út fyrir að hér belgi hann sig aðeins með vind, sérstaklega eins og það er alltaf í norðanáttinni, þá verður það vestur í bæ, yfir tíu metrar sekúndu, tólf til fimmtán metrar á sekúndu,“ segir Einar. Á morgun dregur fyrst úr veðrinu fyrir austan. „Íbúar á Austurlandi sjá fram á það að þegar skilin ganga yfir að veðrið skánar mjög mikið og mun lagast um og upp úr hádegi. En á Norðurlandi mun hríðarveðrið halda áfram meira og minna til kvölds sýnist mér,“ segir Einar. Horfurnar fyrir jólin eru þó betri. „Síðan er nú að sjá að veðrið á aðfangadag verði skaplegt og þá ættu samgöngur að ganga greiðlega fyrir sig þó að það verði stöku stað él en það sem skiptir mestu máli er að það er að slökkna á vindinum“ Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um mest allt land og vegum lokað víða Vegagerðin segir að búast megi við því að Hringveginum á Suðausturlandi verði lokað í dag og þá til miðnættis í kvöld en færð fer versnandi víðast hvar á landinu nema suðvesturhorninu. 21. desember 2019 08:05 Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. Hringveginum var lokað frá Núpsstað vestan Skeiðárársands og austur að Jökulsárlóni vegna óveðurs í dag. Sömu sögu var að segja af Siglufjarðarheiði og vegunum um Öxnadalsheiði og Víkurskarð. Vegurinn um Ljósavatnsskarð var opnaður í dag en klukkan tíu í kvöld verður metið hvort honum verði lokað í nótt vegna snjóflóðahættu.Útlit er fyrir verulega slæmt veður í kvöld og á morgun norðanlands.„Það er eiginlega spáð stórhríðarveðri í nótt, fyrramálið og vel fram á morgundaginn í kringum Akureyri og Þingeyjarsýslunum. Það sem verra er þá er ekki nóg með það að vegirnir haldist meira og minna tepptir, þeir sem hafa verið lokaðir í dag, heldur er hitastigið þannig að það getur hlaðist ísing á línur í byggð, svona rétt ofan við frostmark,“ segir Einar Sveinbjörnson veðurfræðingur.Landsnet og Rarik hafa verið með aukinn viðbúnað vegna veðursins og í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS óttast það aðrafmagnstruflanir gætu orðið næsta sólahringinn vegna veðurs. Staðan á hádegi á morgun.Mynd/Veðurstofan. Höfuðborgarsvæðið fær sinn skerf í kvöld Búast má við að þeir vegir sem hafa verið lokaðir haldist þannig áfram. Höfuðborgarsvæðið mun fá sinn skerf í kvöld „Þó að það hafi verið óskaplega mikil blíða hérna á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga, alveg úr tengslum við veðrið fyrir norðan eða austan þá lítur út fyrir að hér belgi hann sig aðeins með vind, sérstaklega eins og það er alltaf í norðanáttinni, þá verður það vestur í bæ, yfir tíu metrar sekúndu, tólf til fimmtán metrar á sekúndu,“ segir Einar. Á morgun dregur fyrst úr veðrinu fyrir austan. „Íbúar á Austurlandi sjá fram á það að þegar skilin ganga yfir að veðrið skánar mjög mikið og mun lagast um og upp úr hádegi. En á Norðurlandi mun hríðarveðrið halda áfram meira og minna til kvölds sýnist mér,“ segir Einar. Horfurnar fyrir jólin eru þó betri. „Síðan er nú að sjá að veðrið á aðfangadag verði skaplegt og þá ættu samgöngur að ganga greiðlega fyrir sig þó að það verði stöku stað él en það sem skiptir mestu máli er að það er að slökkna á vindinum“
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um mest allt land og vegum lokað víða Vegagerðin segir að búast megi við því að Hringveginum á Suðausturlandi verði lokað í dag og þá til miðnættis í kvöld en færð fer versnandi víðast hvar á landinu nema suðvesturhorninu. 21. desember 2019 08:05 Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Gul viðvörun um mest allt land og vegum lokað víða Vegagerðin segir að búast megi við því að Hringveginum á Suðausturlandi verði lokað í dag og þá til miðnættis í kvöld en færð fer versnandi víðast hvar á landinu nema suðvesturhorninu. 21. desember 2019 08:05
Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03