Gular viðvaranir, spillibloti og allt að 40 m/s Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2019 07:01 Vindaspáin klukkan 21 í kvöld. Gular viðvaranir taka gildi á Norðurlandi eystra klukkan 18. Skjáskot/veðurstofa íslands Gular stormviðvaranir eru í gildi fyrir austanvert landið í kvöld og víða má búast við hviðum allt að 40 m/s. Þá má gera ráð fyrir umhleypingasömu veðri næstu daga en hvassviðri og væta tekur á móti Íslendingum á nýja árinu sem er handan við hornið. Eins og spár standa núna taka viðvaranir fyrst gildi á Suðausturlandi klukkan þrjú síðdegis en þar má búast við suðvestanstormi, 15-23 m/s og hviðum allt að 35 m/s. Hið sama er uppi á teningnum á Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi en þar gengur veðrið þó yfir örlítið seinna. Einna hvassast gæti orðið á Norðurlandi eystra, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu og á Tröllaskaga, þar sem vindhviður gætu farið upp í 40 m/s. Ökumenn fyrir austan eru hvattir til að fara varlega og þá er því beint til íbúa að huga að lausamunum utandyra. Upplýsingar um viðvaranir Veðurstofu má finna hér. Spillibloti fyrir norðan Snjó tekur nú upp um mestallt land, einkum þó sunnan- og austantil þar sem gætir mestrar vætu í bland við vind og nokkurn hita. Töluvert kaldara verður þó lengst af fyrir norðan og því gætu einhverjir sagt að þar gætti svokallaðs „spilliblota“, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. „[…] en það orð er stundum notað þegar blotnar í snjó og frýs svo aftur án þess að mikinn snjó taki upp.“ Þá segir að líklega verði mánudagurinn 30. desember einna kaldastur af þeim dögum sem eftir eru af árinu. Nýja árið muni svo taka á móti Íslendingum með hvassri suðlægri átt og vætu, einkum þó sunnan- og vestantil á landinu. „Því má segja að umhleypingarnar sem nú standa yfir munu endast eitthvað fram yfir áramót,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða slydda með köflum, snjókoma á Vestfjörðum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast við S-ströndina. Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og slydda eða rigning með köflum, en snjókoma um tíma N- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig. Á mánudag: Vestlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða él, þurrt fyrir austan. Hiti kringum frostmark, en vægt frost til landsins. Á þriðjudag (gamlársdagur): Sunan- og suðvestanátt með rigningu, en þurrt NA-lands. Hlýnandi veður í bili. Á miðvikudag (nýársdagur): Sunnanátt og rigning S- og V-til. Fremur hlýtt. Á fimmtudag: Snýst líklega til norðlægrar áttar með snjókomu eða éljum fyrir norðan og frystir. Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Gular stormviðvaranir eru í gildi fyrir austanvert landið í kvöld og víða má búast við hviðum allt að 40 m/s. Þá má gera ráð fyrir umhleypingasömu veðri næstu daga en hvassviðri og væta tekur á móti Íslendingum á nýja árinu sem er handan við hornið. Eins og spár standa núna taka viðvaranir fyrst gildi á Suðausturlandi klukkan þrjú síðdegis en þar má búast við suðvestanstormi, 15-23 m/s og hviðum allt að 35 m/s. Hið sama er uppi á teningnum á Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi en þar gengur veðrið þó yfir örlítið seinna. Einna hvassast gæti orðið á Norðurlandi eystra, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu og á Tröllaskaga, þar sem vindhviður gætu farið upp í 40 m/s. Ökumenn fyrir austan eru hvattir til að fara varlega og þá er því beint til íbúa að huga að lausamunum utandyra. Upplýsingar um viðvaranir Veðurstofu má finna hér. Spillibloti fyrir norðan Snjó tekur nú upp um mestallt land, einkum þó sunnan- og austantil þar sem gætir mestrar vætu í bland við vind og nokkurn hita. Töluvert kaldara verður þó lengst af fyrir norðan og því gætu einhverjir sagt að þar gætti svokallaðs „spilliblota“, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. „[…] en það orð er stundum notað þegar blotnar í snjó og frýs svo aftur án þess að mikinn snjó taki upp.“ Þá segir að líklega verði mánudagurinn 30. desember einna kaldastur af þeim dögum sem eftir eru af árinu. Nýja árið muni svo taka á móti Íslendingum með hvassri suðlægri átt og vætu, einkum þó sunnan- og vestantil á landinu. „Því má segja að umhleypingarnar sem nú standa yfir munu endast eitthvað fram yfir áramót,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða slydda með köflum, snjókoma á Vestfjörðum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast við S-ströndina. Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og slydda eða rigning með köflum, en snjókoma um tíma N- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig. Á mánudag: Vestlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða él, þurrt fyrir austan. Hiti kringum frostmark, en vægt frost til landsins. Á þriðjudag (gamlársdagur): Sunan- og suðvestanátt með rigningu, en þurrt NA-lands. Hlýnandi veður í bili. Á miðvikudag (nýársdagur): Sunnanátt og rigning S- og V-til. Fremur hlýtt. Á fimmtudag: Snýst líklega til norðlægrar áttar með snjókomu eða éljum fyrir norðan og frystir.
Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira