Lektorinn ekki lengur í einangrun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. desember 2019 12:00 Frá aðgerðum lögreglu við heimili Kristjáns Gunnars á Þorláksmessukvöld. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, í gær en aflétti einangrun. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. Lögregla verst allra fregna af málinu og segir það vera á gríðarlega viðkvæmu stigi. Réttargæslumaður einnar kvennanna sem Kristján Gunnar er grunaður um að hafa brotið gegn segir áhyggjuefni að einangrun hafi verið aflétt. Kristján Gunnar var fyrst handtekinn á heimili sínu að Aragötu í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt aðfangadags grunaður um kynferðisbrot og að hafa svipt 24 ára gamla konu frelsi sínu í að minnsta kosti tíu daga. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku en síðan handtekinn aftur á heimili sínu á jólanótt og úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á sunnudag. Hann er grunaður um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum eftir að honum var sleppt úr haldi á aðfangadag.Sjá einnig: Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnar í gær en hann var ekki látinn sæta einangrun áfram. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhaldið rennur út á morgun en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort lögregla muni fara fram á á framlengingu. Sigríður Björk segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu þar sem það sé á gríðarlega viðkvæmu stigi. Farið verði yfir málið og þá gagnrýni sem fram hefur komið þegar það sé tímabært. Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður einnar kvennanna sem Kristján Grunnar er grunaður um að hafa brotið gegn, segist ekki hafa verið upplýst um að hann sé ekki lengur í einangrun. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af því. Það er ekki gott. Það er auðvitað þannig að einangrun skiptir miklu máli í upphafi rannsóknar máls, bæði til að koma í veg fyrir að sakborningur geti haft áhrif á vitni eða aðra samverkamenn og til að sakboringur geti ekki orðið til þess að gögn spillist og ég hefði talið í þessu tilfelli hefði verið mikilvægt að halda honum í einangrun, allavega fyrst um sinn. En eins og ég segi hefur lögregla ekki ennþá upplýst mig og minn umbjóðanda um þetta og það verði verði full ástæða til þess að mínu mati,“ segir Saga Ýrr. Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag 27. desember 2019 19:02 Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag. 27. desember 2019 18:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, í gær en aflétti einangrun. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. Lögregla verst allra fregna af málinu og segir það vera á gríðarlega viðkvæmu stigi. Réttargæslumaður einnar kvennanna sem Kristján Gunnar er grunaður um að hafa brotið gegn segir áhyggjuefni að einangrun hafi verið aflétt. Kristján Gunnar var fyrst handtekinn á heimili sínu að Aragötu í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt aðfangadags grunaður um kynferðisbrot og að hafa svipt 24 ára gamla konu frelsi sínu í að minnsta kosti tíu daga. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku en síðan handtekinn aftur á heimili sínu á jólanótt og úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á sunnudag. Hann er grunaður um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum eftir að honum var sleppt úr haldi á aðfangadag.Sjá einnig: Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnar í gær en hann var ekki látinn sæta einangrun áfram. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhaldið rennur út á morgun en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort lögregla muni fara fram á á framlengingu. Sigríður Björk segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu þar sem það sé á gríðarlega viðkvæmu stigi. Farið verði yfir málið og þá gagnrýni sem fram hefur komið þegar það sé tímabært. Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður einnar kvennanna sem Kristján Grunnar er grunaður um að hafa brotið gegn, segist ekki hafa verið upplýst um að hann sé ekki lengur í einangrun. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af því. Það er ekki gott. Það er auðvitað þannig að einangrun skiptir miklu máli í upphafi rannsóknar máls, bæði til að koma í veg fyrir að sakborningur geti haft áhrif á vitni eða aðra samverkamenn og til að sakboringur geti ekki orðið til þess að gögn spillist og ég hefði talið í þessu tilfelli hefði verið mikilvægt að halda honum í einangrun, allavega fyrst um sinn. En eins og ég segi hefur lögregla ekki ennþá upplýst mig og minn umbjóðanda um þetta og það verði verði full ástæða til þess að mínu mati,“ segir Saga Ýrr.
Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag 27. desember 2019 19:02 Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag. 27. desember 2019 18:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag 27. desember 2019 19:02
Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag. 27. desember 2019 18:30