Félag atvinnurekenda óttast skort og verðhækkanir við afnám skortkvóta Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. desember 2019 14:12 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félag atvinnurekenda óttast skort og verðhækkanir þegar svokallaður skortkvóti verður afnuminn um áramótin. Margar breytingar á lögum taka gildi þegar nýtt ár gengur í garð sem mun þó meðal annars hafa í för með sér aukið úrval á kjöti í hærri gæðaflokkum í verslunum. Breytingar á fyrirkomulagi við innflutning landbúnaðarvara og afnám leyfisveitingakerfis innan EES taka gildi um áramótin. „Þetta hefur fyrst og fremst þá þýðingu að það verður fáanlegt í kjötborðunum ferskt kjöt sem hefur aldrei verið fryst og þar af leiðandi af betri gæðum. Ég myndi halda að þetta verði fyrst og fremst nautakjöt í hærri gæðaflokkum, kannski villibráð. Við erum ekki að fara að sjá innflutning á fersku kjúklinga- eða svínakjöti en þetta verður meira úrval og meiri gæði fyrir neytandann,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í samtali við fréttastofu í dag. Þá munu verða breytingar á fyrirkomulagi við úthlutun tollkvóta þar sem úthlutunin mun fara fram eftir svokölluðu jafnvægisútboði. Lagabreytingin mun þó ekki hafa áhrif fyrr en á seinni hluta næsta árs. Að öllum líkindum gæti hún leitt til einhverrar lækkunar á útboðsgjaldinu sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollkvóta. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum verið þeirrar skoðunar að það eigi að hætta þessum uppboðum og úthluta þessum kvótum án endurgjalds, það eru til aðferðir til þess. Það væri alvöru kjarabót fyrir neytendur en við eigum eftir að sjá hvernig þetta kemur út. Vonandi þýðir það einhverja lækkun á innfluttum búvörum en reynslan á eftir að leiða þaðí ljós.“ Um áramótin verður afnuminn möguleiki á að gefa út skortkvóta ef vörur vantar á markað. Í staðinn eru teknir upp tímabundnir tollkvóta fyrir ýmsar vörur ýmist allt árið eða nokkra mánuði áárinu. „Við teljum hins vegar mjög slæmt að hafa engan möguleika á að lækka tolla ef það er raunverulegur skortur á vöru. Það mun þýða skort og verðhækkanir af og til. Það gefur líka í sumum tilvikum innlendum framleiðendum til dæmis á lambakjöti þar sem er engin tollfrjáls kvóti til að flytja inn möguleika á að spila með markaðinn og stjórna dálítið framboði og verði, sem við erum mjög gagnrýnin á,“ sagði Ólafur Stephensen. Samkeppnismál Tengdar fréttir Tollar á blómkál lækkaðir næstu þrjá mánuði vegna skorts Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um lækkun tolla á blómkál næstu þrjá mánuði. 2. september 2019 13:03 Félag atvinnurekenda gagnrýnir tollkvótafrumvarp ráðherra Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. 13. ágúst 2019 06:00 Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Reynt að flýta slátrun svo ekki verði skortur á íslensku lambakjöti 2. ágúst 2019 15:09 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Félag atvinnurekenda óttast skort og verðhækkanir þegar svokallaður skortkvóti verður afnuminn um áramótin. Margar breytingar á lögum taka gildi þegar nýtt ár gengur í garð sem mun þó meðal annars hafa í för með sér aukið úrval á kjöti í hærri gæðaflokkum í verslunum. Breytingar á fyrirkomulagi við innflutning landbúnaðarvara og afnám leyfisveitingakerfis innan EES taka gildi um áramótin. „Þetta hefur fyrst og fremst þá þýðingu að það verður fáanlegt í kjötborðunum ferskt kjöt sem hefur aldrei verið fryst og þar af leiðandi af betri gæðum. Ég myndi halda að þetta verði fyrst og fremst nautakjöt í hærri gæðaflokkum, kannski villibráð. Við erum ekki að fara að sjá innflutning á fersku kjúklinga- eða svínakjöti en þetta verður meira úrval og meiri gæði fyrir neytandann,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í samtali við fréttastofu í dag. Þá munu verða breytingar á fyrirkomulagi við úthlutun tollkvóta þar sem úthlutunin mun fara fram eftir svokölluðu jafnvægisútboði. Lagabreytingin mun þó ekki hafa áhrif fyrr en á seinni hluta næsta árs. Að öllum líkindum gæti hún leitt til einhverrar lækkunar á útboðsgjaldinu sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollkvóta. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum verið þeirrar skoðunar að það eigi að hætta þessum uppboðum og úthluta þessum kvótum án endurgjalds, það eru til aðferðir til þess. Það væri alvöru kjarabót fyrir neytendur en við eigum eftir að sjá hvernig þetta kemur út. Vonandi þýðir það einhverja lækkun á innfluttum búvörum en reynslan á eftir að leiða þaðí ljós.“ Um áramótin verður afnuminn möguleiki á að gefa út skortkvóta ef vörur vantar á markað. Í staðinn eru teknir upp tímabundnir tollkvóta fyrir ýmsar vörur ýmist allt árið eða nokkra mánuði áárinu. „Við teljum hins vegar mjög slæmt að hafa engan möguleika á að lækka tolla ef það er raunverulegur skortur á vöru. Það mun þýða skort og verðhækkanir af og til. Það gefur líka í sumum tilvikum innlendum framleiðendum til dæmis á lambakjöti þar sem er engin tollfrjáls kvóti til að flytja inn möguleika á að spila með markaðinn og stjórna dálítið framboði og verði, sem við erum mjög gagnrýnin á,“ sagði Ólafur Stephensen.
Samkeppnismál Tengdar fréttir Tollar á blómkál lækkaðir næstu þrjá mánuði vegna skorts Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um lækkun tolla á blómkál næstu þrjá mánuði. 2. september 2019 13:03 Félag atvinnurekenda gagnrýnir tollkvótafrumvarp ráðherra Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. 13. ágúst 2019 06:00 Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Reynt að flýta slátrun svo ekki verði skortur á íslensku lambakjöti 2. ágúst 2019 15:09 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Tollar á blómkál lækkaðir næstu þrjá mánuði vegna skorts Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um lækkun tolla á blómkál næstu þrjá mánuði. 2. september 2019 13:03
Félag atvinnurekenda gagnrýnir tollkvótafrumvarp ráðherra Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. 13. ágúst 2019 06:00
Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Reynt að flýta slátrun svo ekki verði skortur á íslensku lambakjöti 2. ágúst 2019 15:09