Innlent

Óveðursvakt á Bylgjunni í kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgunarsveitarfólk við störf á Keilugranda í Vesturbæ Reykjavíkur í dag.
Björgunarsveitarfólk við störf á Keilugranda í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm

Óveðursvakt verður á Bylgjunni í kvöld í umsjón Þorgeirs Ástvaldssonar með fulltyngi fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vaktin hefst strax að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast kl. 18:30.

Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður stendur vaktina fyrir hlustendur Bylgjunnar fram eftir kvöldi, Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður segir fréttir af Norðvesturlandi, Tryggvi Páll Tryggvason verður á Akureyri og á fréttastofunni verður hefðbundin fréttavakt.

„Fréttastofan hefur í allan dag sagt fréttir af veðurhamnum víðs vegar um landið á Vísi og í fréttatímum Bylgjunnar á heila tímanum. Bylgjan er vinsælasta útvarpsstöð landsins og ljóst að margir reiða sig á fréttaflutning fréttastofunnar, ekki síst þegar almannavarnaástand ríkir líkt og nú,“ segir Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Hér er hægt að hlusta á Bylgjuna á Vísi.

Við hvetjum hlustendur Bylgjunnar til að senda okkur veðurtengd fréttaskot, myndir og myndbönd á [email protected].

Fylgst verður með gangi mála í Veðurvaktinni á Vísi í allt kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×