Vonast til að bændur fái einhverja rafmagnsvirkni í fjósin á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2019 22:31 Mynd af Dalvíkurlínu frá því í dag sem er illa farin. landsnet Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir ágætt ástand í bænum þrátt fyrir rafmagnsleysi. Hitaveita, vatnsveita og fráveita komust í lag og eru virk þannig að ekki eigi að vera nein hús í þéttbýlinu sem ekki séu heit og góð. Óljóst sé hins vegar hvenær rafmagn kemst aftur á enda er Dalvíkurlína illa farin eftir óveðrið. Þá sé gott til þess að vita að fólk á fremsta bæ í Svarfaðardal, þar sem ekki er hitaveita, sé komið til ættingja neðar í dalnum. Þar hafði verið rafmagnslaust síðan í gær og var orðið kalt í húsum. Katrín Sigurjónsdóttir er sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Þegar fréttastofa ræddi við Katrínu í hádeginu í dag hafði hún áhyggjur af kúabændum vegna rafmagnsleysisins þar sem kýrnar eru mjólkaðar með rafknúnum tækjum. Það er meira en að segja það að ætla að handmjólka kýrnar en Katrín segir björgunarsveitina hafa unnið að því hörðum höndum í dag að verða sér úti um varaafl fyrir bændurna. „Mér skildist á þeim núna undir kvöld að þeir sæju fram á að fá stöðvar og einhverja sérþekkingu við það til að tengja og svona þannig að vonandi verða bændur komnir með einhverja rafmagnsvirkni í sín fjós þegar líður á morgundaginn.“ Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð fyrir vinnumenn sem búa og starfa á Dalvík þar sem kalt var orðið heima við hjá þeim. Katrín segir að mennirnir búi í vinnubúðum við Dalvíkurhöfn en þeir starfa við nýbyggingu hátæknifrystihúss Samherja í bænum. Rafmagnsveitumenn hafa líka fengið inni í fjöldahjálparstöðinni sem staðsett er í Dalvíkurskóla. Ekkert skólahald verður í bænum á morgun. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir ágætt ástand í bænum þrátt fyrir rafmagnsleysi. Hitaveita, vatnsveita og fráveita komust í lag og eru virk þannig að ekki eigi að vera nein hús í þéttbýlinu sem ekki séu heit og góð. Óljóst sé hins vegar hvenær rafmagn kemst aftur á enda er Dalvíkurlína illa farin eftir óveðrið. Þá sé gott til þess að vita að fólk á fremsta bæ í Svarfaðardal, þar sem ekki er hitaveita, sé komið til ættingja neðar í dalnum. Þar hafði verið rafmagnslaust síðan í gær og var orðið kalt í húsum. Katrín Sigurjónsdóttir er sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Þegar fréttastofa ræddi við Katrínu í hádeginu í dag hafði hún áhyggjur af kúabændum vegna rafmagnsleysisins þar sem kýrnar eru mjólkaðar með rafknúnum tækjum. Það er meira en að segja það að ætla að handmjólka kýrnar en Katrín segir björgunarsveitina hafa unnið að því hörðum höndum í dag að verða sér úti um varaafl fyrir bændurna. „Mér skildist á þeim núna undir kvöld að þeir sæju fram á að fá stöðvar og einhverja sérþekkingu við það til að tengja og svona þannig að vonandi verða bændur komnir með einhverja rafmagnsvirkni í sín fjós þegar líður á morgundaginn.“ Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð fyrir vinnumenn sem búa og starfa á Dalvík þar sem kalt var orðið heima við hjá þeim. Katrín segir að mennirnir búi í vinnubúðum við Dalvíkurhöfn en þeir starfa við nýbyggingu hátæknifrystihúss Samherja í bænum. Rafmagnsveitumenn hafa líka fengið inni í fjöldahjálparstöðinni sem staðsett er í Dalvíkurskóla. Ekkert skólahald verður í bænum á morgun.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira