Tjón Landsnets áætlað 3 - 400 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2019 18:35 Tjón Landsnets vegna veðurofsans hleypur á þrjú til fjögur hundruð milljónum króna. Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik eru þar ekki talin hús sem hafa verið rýmd og sumarbústaðir. 360 heimili og fyrirtæki á Norðurlandi voru enn án rafmagns í byrjun dags vegna þeirra skemmda sem urðu á flutnings- og dreifikerfi raforku í veðurofsanum í vikunni. Fyrir tilstuðlan viðgerða og varaafls var sá fjöldi kominn niður í fimm heimili nú fyrir fréttir búist að svo verði til morguns. Hjá Landsneti hafa viðgerðir á byggðalínunni svokölluðu staðið yfir síðustu daga og verkið gengið þokkalega vel. „Í gær gátum við tengt Breiðadalslínu á Vestfjörðum við kerfið. Sem þýddi að þá var hægt að taka Vestfirði af varaafli. Í gær vorum við líka með fjörutíu manns í vinnu við Dalvíkurlínu sem var línan sem fór verst út í þessu veðri. Við notuðum daginn við að hreinsa ísingu af línunum og taka brakið af brotnu staurunum og byrjuðum í dag að reisa nýja staura,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Varðskipið Þór hefur séð Dalvíkurbyggð fyrir varafli. Búist er við að skipið verði þar í nokkra daga í viðbót því viðgerðir á Dalvíkurlínu munu taka nokkra daga. „Við erum að vonast til að línan verði komin í rekstur á miðvikudag í næstu viku.“ Flogið var yfir Kópaskerslínu, Húsavíkurlínu og Laxárlínu í dag til að meta tjónið og verður farið í þær eftir Dalvíkurlínuna. „En það eru góðar fréttir af Kópaskerslínu. Við gátum tengt hluta af henni við kerfið í dag. Við það losna þrjár varaaflsvélar sem er hægt að nota einhversstaðar annarsstaðar þar sem þörf er á.“Er Landsnet farið að áætla tjónið af þessum ofsa? „Það er ljóst að þetta er mikið tjón og við reiknum með að þetta hlaupi á 3 – 400 milljónum þegar uppi er staðið.“ Atburðir vikunnar sýna að styrkja þurfi kerfið. „Við höfum talað lengi fyrir því hjá Landsneti. Við erum með Byggðalínu sem er að verða hálfrar aldar gömul. Það er ljóst að það þarf að fara í styrkingar og gera það eins fljótt og mögulegt er.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Tjón Landsnets vegna veðurofsans hleypur á þrjú til fjögur hundruð milljónum króna. Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik eru þar ekki talin hús sem hafa verið rýmd og sumarbústaðir. 360 heimili og fyrirtæki á Norðurlandi voru enn án rafmagns í byrjun dags vegna þeirra skemmda sem urðu á flutnings- og dreifikerfi raforku í veðurofsanum í vikunni. Fyrir tilstuðlan viðgerða og varaafls var sá fjöldi kominn niður í fimm heimili nú fyrir fréttir búist að svo verði til morguns. Hjá Landsneti hafa viðgerðir á byggðalínunni svokölluðu staðið yfir síðustu daga og verkið gengið þokkalega vel. „Í gær gátum við tengt Breiðadalslínu á Vestfjörðum við kerfið. Sem þýddi að þá var hægt að taka Vestfirði af varaafli. Í gær vorum við líka með fjörutíu manns í vinnu við Dalvíkurlínu sem var línan sem fór verst út í þessu veðri. Við notuðum daginn við að hreinsa ísingu af línunum og taka brakið af brotnu staurunum og byrjuðum í dag að reisa nýja staura,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Varðskipið Þór hefur séð Dalvíkurbyggð fyrir varafli. Búist er við að skipið verði þar í nokkra daga í viðbót því viðgerðir á Dalvíkurlínu munu taka nokkra daga. „Við erum að vonast til að línan verði komin í rekstur á miðvikudag í næstu viku.“ Flogið var yfir Kópaskerslínu, Húsavíkurlínu og Laxárlínu í dag til að meta tjónið og verður farið í þær eftir Dalvíkurlínuna. „En það eru góðar fréttir af Kópaskerslínu. Við gátum tengt hluta af henni við kerfið í dag. Við það losna þrjár varaaflsvélar sem er hægt að nota einhversstaðar annarsstaðar þar sem þörf er á.“Er Landsnet farið að áætla tjónið af þessum ofsa? „Það er ljóst að þetta er mikið tjón og við reiknum með að þetta hlaupi á 3 – 400 milljónum þegar uppi er staðið.“ Atburðir vikunnar sýna að styrkja þurfi kerfið. „Við höfum talað lengi fyrir því hjá Landsneti. Við erum með Byggðalínu sem er að verða hálfrar aldar gömul. Það er ljóst að það þarf að fara í styrkingar og gera það eins fljótt og mögulegt er.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03