Kröfu Eimskips hafnað í fordæmalausu samkeppnismáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2019 14:37 Frá athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Eimskips um að aflétt yrði haldi Samkeppniseftirlitsins á gögnum sem handlögð voru í húsleit eftirlitsins hjá Eimskipum í desember 2013 og júní 2014. Krafan var sömuleiðis að þeim afritum yrði eytt. Samkeppniseftirlitið hefur frá árinu 2013 haft meint ólögmætt samráð Eimskips og Samskips til rannsóknar. Beinist rannsóknin að því hvort fyrirtækin hafi haft með sér samráð á mörkuðum fyrir sjóflutninga, flutningsmiðlun og landflutninga og brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum. Tvisvar í húsleit eftir ábendingar Í tengslum við rannsóknina gerði Samkeppniseftirlitið húsleit hjá fyrirtækjunum 10. september 2013 og aftur hjá Eimskipi 4. júní 2014. Hófst þessi rannsókn í kjölfar ábendinga frá bæði viðskiptavinum og keppinautum Eimskips og Samskipa að því er segir í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þann 1. júlí 2019 krafðist Eimskip þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um það annars vegar að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins við Samskip væri ólögmæt og að henni skyldi hætt og hins vegar að aflétt yrði haldi sem hafði verið lagt á gögn fyrirtækisins við húsleit hjá því 10. desember 2013 og 4. júní 2014 og að afritum gagnanna yrði eytt. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði kröfunni frá í október síðastliðnum og tveimur vikum síðar staðfesti Landsréttur úrskurðinn. Eftir stóð krafa Eimskips um að aflétt yrði haldi sem hafði verið lagt á gögn fyrirtækisins og að afritum slíkra gagna yrði eytt. Seinni frestur til andmæla Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að eftirlitið hafi haft möguleg brot fyrirtækjanna til samfelldrar rannsóknar og er hún vel á veg komin. Meðal annars hefur Samkeppniseftirlitið gefið fyrirtækjunum kost á að tjá sig um frummat eftirlitsins og þau gögn sem það byggir á, en eftirlitið gætir andmælaréttar fyrirtækja í málum af þessu tagi með því að gefa út svokallað andmælaskjal. „Eimskipi og Samskipum hefur verið gefið tækifæri til að nýta andmælarétt sinn í tveimur áföngum. Fyrra andmælaskjalið var birt fyrirtækjunum þann 6. júní 2018 og þeim boðið að koma að athugasemdum og sjónarmiðum sínum á framfæri. Hvorugt fyrirtækjanna nýtti sér þann rétt sinn. Síðara andmælaskjalið var birt félögunum í lok síðustu viku. Hafa fyrirtækjunum nú verið gefnir endanlegir frestir til að koma athugasemdum og sjónarmiðum sínum á framfæri,“ segir í tilkynningunni. Málið sætir forgangi hjá Samkeppniseftirlitinu. Er umfang rannsóknarinnar, þar á meðal undirliggjandi gagnamagn, án fordæma við rannsókn samkeppnismála hér á landi. Dómsmál Samkeppnismál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Eimskips um að aflétt yrði haldi Samkeppniseftirlitsins á gögnum sem handlögð voru í húsleit eftirlitsins hjá Eimskipum í desember 2013 og júní 2014. Krafan var sömuleiðis að þeim afritum yrði eytt. Samkeppniseftirlitið hefur frá árinu 2013 haft meint ólögmætt samráð Eimskips og Samskips til rannsóknar. Beinist rannsóknin að því hvort fyrirtækin hafi haft með sér samráð á mörkuðum fyrir sjóflutninga, flutningsmiðlun og landflutninga og brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum. Tvisvar í húsleit eftir ábendingar Í tengslum við rannsóknina gerði Samkeppniseftirlitið húsleit hjá fyrirtækjunum 10. september 2013 og aftur hjá Eimskipi 4. júní 2014. Hófst þessi rannsókn í kjölfar ábendinga frá bæði viðskiptavinum og keppinautum Eimskips og Samskipa að því er segir í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þann 1. júlí 2019 krafðist Eimskip þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um það annars vegar að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins við Samskip væri ólögmæt og að henni skyldi hætt og hins vegar að aflétt yrði haldi sem hafði verið lagt á gögn fyrirtækisins við húsleit hjá því 10. desember 2013 og 4. júní 2014 og að afritum gagnanna yrði eytt. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði kröfunni frá í október síðastliðnum og tveimur vikum síðar staðfesti Landsréttur úrskurðinn. Eftir stóð krafa Eimskips um að aflétt yrði haldi sem hafði verið lagt á gögn fyrirtækisins og að afritum slíkra gagna yrði eytt. Seinni frestur til andmæla Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að eftirlitið hafi haft möguleg brot fyrirtækjanna til samfelldrar rannsóknar og er hún vel á veg komin. Meðal annars hefur Samkeppniseftirlitið gefið fyrirtækjunum kost á að tjá sig um frummat eftirlitsins og þau gögn sem það byggir á, en eftirlitið gætir andmælaréttar fyrirtækja í málum af þessu tagi með því að gefa út svokallað andmælaskjal. „Eimskipi og Samskipum hefur verið gefið tækifæri til að nýta andmælarétt sinn í tveimur áföngum. Fyrra andmælaskjalið var birt fyrirtækjunum þann 6. júní 2018 og þeim boðið að koma að athugasemdum og sjónarmiðum sínum á framfæri. Hvorugt fyrirtækjanna nýtti sér þann rétt sinn. Síðara andmælaskjalið var birt félögunum í lok síðustu viku. Hafa fyrirtækjunum nú verið gefnir endanlegir frestir til að koma athugasemdum og sjónarmiðum sínum á framfæri,“ segir í tilkynningunni. Málið sætir forgangi hjá Samkeppniseftirlitinu. Er umfang rannsóknarinnar, þar á meðal undirliggjandi gagnamagn, án fordæma við rannsókn samkeppnismála hér á landi.
Dómsmál Samkeppnismál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira