Köld vatnsgusa í andlit foreldra barna á biðlista á Seltjarnarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2019 15:27 Óhætt er að segja að gusti um bæjarstjórnina á Seltjarnarnesi sem hefur gripið til töluverðs niðurskurðar undanfarið til viðbótar við önnur erfið mál á sviði barnaverndar og menntamála. Vísir/Vilhelm Óhætt er að segja að foreldrar barna á Seltjarnarnesi sem bíða eftir daggæslu- eða leikskólaplássi fyrir börnin sín finnist jólagjöfin frá bænum súr þetta árið. Þeim barst bréf í vikunni þar sem þeim er tilkynnt að frá og með áramótum leggist af heimgreiðslur til foreldranna. Í bréfinu er vístað til þessað fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2020 hafi verið samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 11. desember. Jafnhliða samþykktinni falli samþykkt um heimgreiðslur til foreldra barna á biðlista eftir daggæslu eða leikskólaplássi úr gildi. Greiðslur leggist af frá og með 1. janúar. Mánaðarleg heimgreiðsla til hjóna/sambúðarfólks með börn sem eru að bíða eftir plássi var samþykkt á Nesinu í mars 2018. Þær miðuðust við niðurgreiðslu sem annars færi til dagforeldris og námu 66 þúsundunum króna. Fyrirvarinn afar lítill Ljóst er af umræðum í hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi að tíðindin koma sem köld vatnsgusa í andlit foreldranna sem hafi í sumum tilfellum verið byrjaðir að skipuleggja fjárhag næsta árs. Þá sé fyrirvari upp á tvær vikur hlægilega lítill. Eitt foreldri lýsir því að hafa fengið umsókn um heimgreiðslu samþykkt fyrir nokkrum dögum og ekkert hafi verið minnst á fyrirhugaðar breytingar. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sem er í minnihlutanum úti á Nesi, segir niðurstöðuna alveg óþolandi og hluta af niðurskurðaráætlun bæjarins fyrir næsta ár. „Það eru líka komin bréf til okkar sem eru með barn hjá dagforeldri um að mótframlög bæjarins eigi að lækka um tæpar 20 þúsund krónur á mánuði,“ segir Guðmundur Ari. Samræma viðbrögð „Foreldrar ungra barna sem eignuðust þau á „vitlausum“ tíma ársins og komast því ekki inn í leikskólann fyrr en ári seinna eru greinilega þau sem eiga að leggja harðast að sér til að borga fyrir taprekstur bæjarins.“ Kaldhæðnin í þessu sé líka sú að þessar aðgerðir komi frá Sjálfstæðisflokknum sem hafi lofað að byggja leikskóla fyrir öll börn á Nesinu frá 1 árs aldri og taka tvisvar á ári inn í skólann. Foreldrar barnanna virðast ætla að samræma viðbrögð í málinu og hafa stofnað Facebook-hóp til að ræða málin sín á milli. Börn og uppeldi Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30 Biðja stjórnendur og kennara afsökunar Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi segjast bera traust til stjórnenda og kennara Grunnskóla Seltjarnarness. Þeir segjast harma misskilning sem hafi orðið vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og biðjast afsökunar. 3. desember 2019 19:12 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Óhætt er að segja að foreldrar barna á Seltjarnarnesi sem bíða eftir daggæslu- eða leikskólaplássi fyrir börnin sín finnist jólagjöfin frá bænum súr þetta árið. Þeim barst bréf í vikunni þar sem þeim er tilkynnt að frá og með áramótum leggist af heimgreiðslur til foreldranna. Í bréfinu er vístað til þessað fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2020 hafi verið samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 11. desember. Jafnhliða samþykktinni falli samþykkt um heimgreiðslur til foreldra barna á biðlista eftir daggæslu eða leikskólaplássi úr gildi. Greiðslur leggist af frá og með 1. janúar. Mánaðarleg heimgreiðsla til hjóna/sambúðarfólks með börn sem eru að bíða eftir plássi var samþykkt á Nesinu í mars 2018. Þær miðuðust við niðurgreiðslu sem annars færi til dagforeldris og námu 66 þúsundunum króna. Fyrirvarinn afar lítill Ljóst er af umræðum í hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi að tíðindin koma sem köld vatnsgusa í andlit foreldranna sem hafi í sumum tilfellum verið byrjaðir að skipuleggja fjárhag næsta árs. Þá sé fyrirvari upp á tvær vikur hlægilega lítill. Eitt foreldri lýsir því að hafa fengið umsókn um heimgreiðslu samþykkt fyrir nokkrum dögum og ekkert hafi verið minnst á fyrirhugaðar breytingar. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sem er í minnihlutanum úti á Nesi, segir niðurstöðuna alveg óþolandi og hluta af niðurskurðaráætlun bæjarins fyrir næsta ár. „Það eru líka komin bréf til okkar sem eru með barn hjá dagforeldri um að mótframlög bæjarins eigi að lækka um tæpar 20 þúsund krónur á mánuði,“ segir Guðmundur Ari. Samræma viðbrögð „Foreldrar ungra barna sem eignuðust þau á „vitlausum“ tíma ársins og komast því ekki inn í leikskólann fyrr en ári seinna eru greinilega þau sem eiga að leggja harðast að sér til að borga fyrir taprekstur bæjarins.“ Kaldhæðnin í þessu sé líka sú að þessar aðgerðir komi frá Sjálfstæðisflokknum sem hafi lofað að byggja leikskóla fyrir öll börn á Nesinu frá 1 árs aldri og taka tvisvar á ári inn í skólann. Foreldrar barnanna virðast ætla að samræma viðbrögð í málinu og hafa stofnað Facebook-hóp til að ræða málin sín á milli.
Börn og uppeldi Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30 Biðja stjórnendur og kennara afsökunar Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi segjast bera traust til stjórnenda og kennara Grunnskóla Seltjarnarness. Þeir segjast harma misskilning sem hafi orðið vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og biðjast afsökunar. 3. desember 2019 19:12 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30
Biðja stjórnendur og kennara afsökunar Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi segjast bera traust til stjórnenda og kennara Grunnskóla Seltjarnarness. Þeir segjast harma misskilning sem hafi orðið vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og biðjast afsökunar. 3. desember 2019 19:12