Volkswagen ætlar að kynna 34 nýja bíla á næsta ári Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. desember 2019 07:00 Volkswagen setur stefnuna hátt í framtíðarplönum sínum. Vísir/Volkswagen Þýski framleiðandinn ætlar sér að kynna 34 nýja bíla á næsta ári, þar af eru tvær nýjar viðbætur í ID raf-línuna ásamt sex öðrum rafbílum. Ætlunin er að kynna ID 3 á sumarmánuðum ársins 2020. Þar skömmu síðar verður ID Next kynntur til sögunnar, sem á að vera miðlungs stór jepplingur. Hann var kynntur sem ID Crozz á hugmyndastigi. Hann byggir væntanlega á ID 4 grunninum og á að hefja innreið á markaði í Evrópu, Kína og Norður-Ameríku. Aðrir rafbílar sem kynna skal á næsta ári eru t.d. nýr Golf GTE sem á að fara í sölu í sumarbyrjun. Enn hafa ekki verið gerð skil öllum 34 bílunum sem á að setja á markað á næsta ári. Þó hefur Volkswagen sagt að 12 þeirra verði jeppar eða jepplingar. Hér að neðan má sjá myndband af ID 3. Lokatölur eru ekki komnar í hús en Volkswagen reiknar með að vera að skila met hagnaði í ár. Þrátt fyrir að sala hafi dalað undanfarið. Volkswagen hefur aukið hlutdeild sína á minnkandi bílamarkaði í heiminum. Ralf Brandstatter, rekstrarstjóri Volkswagen segir að 2019 „verði mjög gott ár“ hjá framleiðandanum. Brandstatter bætti svo við að „áframhaldandi endurskipulagning á kjarnastarfsemi fyrirtækisins, þar með talin breytt áhersla út í framtíðina og gríðarlegur árangur jepplinga sé lykilatriði í þessum góða árangri.“ Hann vísar þar meðal annars til þess að Volkswagen ætlar að leggja mikla áherslu á rafbíla á næstu árum. Bílar Þýskaland Tengdar fréttir Nýr Golf kynntur Áttunda kynslóðin af Volkswagen Golf mun koma á göturnar á næsta ári. Hann verður einungis í boði í fimm dyra útgáfu og verður þónokkuð uppfærður frá því sem áður hefur sést. 25. október 2019 16:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent
Þýski framleiðandinn ætlar sér að kynna 34 nýja bíla á næsta ári, þar af eru tvær nýjar viðbætur í ID raf-línuna ásamt sex öðrum rafbílum. Ætlunin er að kynna ID 3 á sumarmánuðum ársins 2020. Þar skömmu síðar verður ID Next kynntur til sögunnar, sem á að vera miðlungs stór jepplingur. Hann var kynntur sem ID Crozz á hugmyndastigi. Hann byggir væntanlega á ID 4 grunninum og á að hefja innreið á markaði í Evrópu, Kína og Norður-Ameríku. Aðrir rafbílar sem kynna skal á næsta ári eru t.d. nýr Golf GTE sem á að fara í sölu í sumarbyrjun. Enn hafa ekki verið gerð skil öllum 34 bílunum sem á að setja á markað á næsta ári. Þó hefur Volkswagen sagt að 12 þeirra verði jeppar eða jepplingar. Hér að neðan má sjá myndband af ID 3. Lokatölur eru ekki komnar í hús en Volkswagen reiknar með að vera að skila met hagnaði í ár. Þrátt fyrir að sala hafi dalað undanfarið. Volkswagen hefur aukið hlutdeild sína á minnkandi bílamarkaði í heiminum. Ralf Brandstatter, rekstrarstjóri Volkswagen segir að 2019 „verði mjög gott ár“ hjá framleiðandanum. Brandstatter bætti svo við að „áframhaldandi endurskipulagning á kjarnastarfsemi fyrirtækisins, þar með talin breytt áhersla út í framtíðina og gríðarlegur árangur jepplinga sé lykilatriði í þessum góða árangri.“ Hann vísar þar meðal annars til þess að Volkswagen ætlar að leggja mikla áherslu á rafbíla á næstu árum.
Bílar Þýskaland Tengdar fréttir Nýr Golf kynntur Áttunda kynslóðin af Volkswagen Golf mun koma á göturnar á næsta ári. Hann verður einungis í boði í fimm dyra útgáfu og verður þónokkuð uppfærður frá því sem áður hefur sést. 25. október 2019 16:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent
Nýr Golf kynntur Áttunda kynslóðin af Volkswagen Golf mun koma á göturnar á næsta ári. Hann verður einungis í boði í fimm dyra útgáfu og verður þónokkuð uppfærður frá því sem áður hefur sést. 25. október 2019 16:00