Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. desember 2019 16:00 „Við lögðum ekkert upp með að fara að byggja okkur hús,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir hlæjandi sem flutti ásamt sambýlismanni sínum Orra Helgasyni og tveimur börnum þeirra til Balí fyrir ári. Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Kristín Maríella er ástríðufullur uppeldisfrömuður, hefur á undanförnum árum byggt upp fyrirtæki til að miðla hugmyndafræði um „virðingarríkt uppeldi“, á ensku Respectful parenting. Hún stofnaði Mæðratips á sínum tíma, miðlar uppeldisaðferð á Instagram og hefur haldið námskeið fyrir þúsundir foreldra. Kristín og Orri bjuggu rösk fjögur ár í Singapúr og höfðu margsinnis farið þaðan til Balí í frí, enda stutt á milli. Þau segjast hafa ákveðið fljótt að þau færu ekki frá Asíu án þess að prófa að búa á Balí. Það eru einhverjir töfrar við Balí, segja þau. Í október í fyrra flutti Kristín svo með börnin og leigði hús á Balí. Orri flaug á milli fyrstu mánuðina á meðan hann lauk sínum vinnuskyldum í Singapúr. Fyrstu mánuðina leigðu þau hús í bænum Canggu og leið afskaplega vel í því húsi. „Okkur leið svo vel þarna,“ segir Kristín, „í raun og veru var bara alltaf eins og maður væri að koma inn í sína sveit.“Draumalífið á Balí.Húsið var hins vegar lítið og þarfnaðist viðhalds. Orri var mótfallinn því að fara að byggja en þegar þau voru búin að leita lengi að rétta húsinu til að leigja til frambúðar kom fasteignasalinn eitt sinn heim til þeirra í leiguhúsnæðið. „Og þegar hún kom til okkar í fyrsta skiptið, þá sagði hún, já, nú veit ég af hverju þið finnið ekkert hús, þið eigið að vera hér, Balí er ekkert að fara að leyfa ykkur að finna eitthvert annað hús. Hérna eigið þið bara að vera,“ segir Orri. Þá kviknaði hugmyndin að endurbyggja þetta hús, og þau voru á kafi í þeim framkvæmdum þegar Lóa og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður heimsóttu þau til Balí. Í myndskeiðinu sem hér fylgir sjáum við þau í innkaupaleiðangri til Ubud, handverksbæjar Balí, þar sem þau eru að leita að ýmsu sem vantar í nýja húsið. En í þættinum fylgjumst við með framgangi framkvæmdanna. Þátturinn er fjórði í röðinni af 8 þáttum þar sem Lóa Pind heimsækir ásamt myndatökumanni, fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Þetta er síðasti þáttur fyrir jól en fjórir verða sýndir eftir jól. Í þáttunum sem eftir eru heimsækja þau Íslendinga sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast, m.a. flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
„Við lögðum ekkert upp með að fara að byggja okkur hús,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir hlæjandi sem flutti ásamt sambýlismanni sínum Orra Helgasyni og tveimur börnum þeirra til Balí fyrir ári. Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Kristín Maríella er ástríðufullur uppeldisfrömuður, hefur á undanförnum árum byggt upp fyrirtæki til að miðla hugmyndafræði um „virðingarríkt uppeldi“, á ensku Respectful parenting. Hún stofnaði Mæðratips á sínum tíma, miðlar uppeldisaðferð á Instagram og hefur haldið námskeið fyrir þúsundir foreldra. Kristín og Orri bjuggu rösk fjögur ár í Singapúr og höfðu margsinnis farið þaðan til Balí í frí, enda stutt á milli. Þau segjast hafa ákveðið fljótt að þau færu ekki frá Asíu án þess að prófa að búa á Balí. Það eru einhverjir töfrar við Balí, segja þau. Í október í fyrra flutti Kristín svo með börnin og leigði hús á Balí. Orri flaug á milli fyrstu mánuðina á meðan hann lauk sínum vinnuskyldum í Singapúr. Fyrstu mánuðina leigðu þau hús í bænum Canggu og leið afskaplega vel í því húsi. „Okkur leið svo vel þarna,“ segir Kristín, „í raun og veru var bara alltaf eins og maður væri að koma inn í sína sveit.“Draumalífið á Balí.Húsið var hins vegar lítið og þarfnaðist viðhalds. Orri var mótfallinn því að fara að byggja en þegar þau voru búin að leita lengi að rétta húsinu til að leigja til frambúðar kom fasteignasalinn eitt sinn heim til þeirra í leiguhúsnæðið. „Og þegar hún kom til okkar í fyrsta skiptið, þá sagði hún, já, nú veit ég af hverju þið finnið ekkert hús, þið eigið að vera hér, Balí er ekkert að fara að leyfa ykkur að finna eitthvert annað hús. Hérna eigið þið bara að vera,“ segir Orri. Þá kviknaði hugmyndin að endurbyggja þetta hús, og þau voru á kafi í þeim framkvæmdum þegar Lóa og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður heimsóttu þau til Balí. Í myndskeiðinu sem hér fylgir sjáum við þau í innkaupaleiðangri til Ubud, handverksbæjar Balí, þar sem þau eru að leita að ýmsu sem vantar í nýja húsið. En í þættinum fylgjumst við með framgangi framkvæmdanna. Þátturinn er fjórði í röðinni af 8 þáttum þar sem Lóa Pind heimsækir ásamt myndatökumanni, fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Þetta er síðasti þáttur fyrir jól en fjórir verða sýndir eftir jól. Í þáttunum sem eftir eru heimsækja þau Íslendinga sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast, m.a. flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15