Boðar fullt frelsi í nafnagift Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2019 19:30 Sú tillaga Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að leggja niður mannanafnanefnd kemur til vegna þess að í frumvarpi sem nú er til umsagnar í samráðsgátt eru áform um fullt frelsi til nafngiftar. „Það er mín skoðun að réttur fólks til að ráða sínu nafni og barna sinna eigi að vera ríkari en réttur samfélagsins til að takmarka þann rétt. Ég er að leggja fram ákveðin áform um fullt frelsi í þessum málum og þigg allar ábendingar um þá gerð,“ segir Áslaug Arna. Þetta þýðir að upptaka ættarnafna verður leyfð, að ekki þurfi að vera hefð fyrir nafninu og það þurfi ekki að fylgja reglum íslenskunnar. Nöfn verði þá í raun undanskilin íslenskri stafsetningu þótt krafa sé um að nöfnin fylgi latneska stafrófinu. Því gætum við séð nöfn eins og Swanhildur, Cesar og Zigrún.En hvað með nöfn eins og Gardína, Sveppur og Djöfull? „Ég hef litlar áhyggjur af því að fólk ráðist í þannig nafnabreytingar. Það hefur sýnt sig í öðrum löndum að það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Aftur á móti ef þetta eru þannig nöfn sem eru gegn hagsmunum barns þá ætti það að vera á borði barnaverndaryfirvalda, það er verið að skoða þetta í þessari frumvarpsgerð,“ segir Áslaug Arna en til greina kemur að starfsmaður á Þjóðskrá verði með það hlutverk að meta og tilkynna slíkar öfgar. Áslaug segir frelsi í nafnagiftum vera hjartans mál fyrir suma. „Ég hef talað við fólk sem líður illa eða lendir í vandræðum því það getur ekki breytt eftirnafni eða fornafni vegna þessara reglna. Að auki held ég að þær séu ekki í samhengi við almenn viðhorf í samfélaginu.“ Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. 30. nóvember 2019 12:57 Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 30. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Sú tillaga Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að leggja niður mannanafnanefnd kemur til vegna þess að í frumvarpi sem nú er til umsagnar í samráðsgátt eru áform um fullt frelsi til nafngiftar. „Það er mín skoðun að réttur fólks til að ráða sínu nafni og barna sinna eigi að vera ríkari en réttur samfélagsins til að takmarka þann rétt. Ég er að leggja fram ákveðin áform um fullt frelsi í þessum málum og þigg allar ábendingar um þá gerð,“ segir Áslaug Arna. Þetta þýðir að upptaka ættarnafna verður leyfð, að ekki þurfi að vera hefð fyrir nafninu og það þurfi ekki að fylgja reglum íslenskunnar. Nöfn verði þá í raun undanskilin íslenskri stafsetningu þótt krafa sé um að nöfnin fylgi latneska stafrófinu. Því gætum við séð nöfn eins og Swanhildur, Cesar og Zigrún.En hvað með nöfn eins og Gardína, Sveppur og Djöfull? „Ég hef litlar áhyggjur af því að fólk ráðist í þannig nafnabreytingar. Það hefur sýnt sig í öðrum löndum að það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Aftur á móti ef þetta eru þannig nöfn sem eru gegn hagsmunum barns þá ætti það að vera á borði barnaverndaryfirvalda, það er verið að skoða þetta í þessari frumvarpsgerð,“ segir Áslaug Arna en til greina kemur að starfsmaður á Þjóðskrá verði með það hlutverk að meta og tilkynna slíkar öfgar. Áslaug segir frelsi í nafnagiftum vera hjartans mál fyrir suma. „Ég hef talað við fólk sem líður illa eða lendir í vandræðum því það getur ekki breytt eftirnafni eða fornafni vegna þessara reglna. Að auki held ég að þær séu ekki í samhengi við almenn viðhorf í samfélaginu.“
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. 30. nóvember 2019 12:57 Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 30. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. 30. nóvember 2019 12:57
Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 30. nóvember 2019 11:14