Stuðningur við sameiningu fjölskyldna í Gíneu Heimsljós kynnir 3. desember 2019 11:00 SOS SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sent styrk til ungmennaheimilis samtakanna í Kankan, stærstu borgar Vestur-Afríkuríkisins Gíneu. Styrknum er ætlað að sameina fjölskyldur á nýjan leik en mörg börn í fátækum ríkjum eins og Gíneu alast upp utan fjölskyldunnar vegna örbirgðar. „Það er mjög algengt í lágtekjuríkjum eins og Gíneu að foreldrar geti ekki séð börnum sínum farborða,“ segir Hans Steinar Bjarnason hjá SOS Barnaþorpunum. „SOS Barnaþorpin fá til sín árlega mörg börn í þeirri stöðu, að eiga líffræðilega foreldra á lífi, sem sjá enga leið til að annast uppeldi þeirra eða mæta grunnþörfum þeirra. Í slíkum tilvikum koma SOS Barnaþorpin til bjargar.“ Hans Steinar segir að styrkurinn sé veittur í þeim tilgangi að gefa ungmennum í Kankan sem hafa alist upp hjá SOS tækifæri til að sameinast fjölskyldum sínum á ný. „Markmiðið er tvíþætt, annars vegar að sameina ungmennin foreldrum sínum eða skyldmönnum og hins vegar að gera ungmennin reiðubúin til að fara út á vinnumarkaðinn og verða sjálfstæð,“ segir hann. Styrkurinn, að upphæð 1,2 milljónir króna, verður meðal annars nýttur í námskeiðahald fyrir foreldra hjá SOS í uppeldisfræðum og til náms- og starfsþjálfunar fyrir ungmennin. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Gínea Þróunarsamvinna Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sent styrk til ungmennaheimilis samtakanna í Kankan, stærstu borgar Vestur-Afríkuríkisins Gíneu. Styrknum er ætlað að sameina fjölskyldur á nýjan leik en mörg börn í fátækum ríkjum eins og Gíneu alast upp utan fjölskyldunnar vegna örbirgðar. „Það er mjög algengt í lágtekjuríkjum eins og Gíneu að foreldrar geti ekki séð börnum sínum farborða,“ segir Hans Steinar Bjarnason hjá SOS Barnaþorpunum. „SOS Barnaþorpin fá til sín árlega mörg börn í þeirri stöðu, að eiga líffræðilega foreldra á lífi, sem sjá enga leið til að annast uppeldi þeirra eða mæta grunnþörfum þeirra. Í slíkum tilvikum koma SOS Barnaþorpin til bjargar.“ Hans Steinar segir að styrkurinn sé veittur í þeim tilgangi að gefa ungmennum í Kankan sem hafa alist upp hjá SOS tækifæri til að sameinast fjölskyldum sínum á ný. „Markmiðið er tvíþætt, annars vegar að sameina ungmennin foreldrum sínum eða skyldmönnum og hins vegar að gera ungmennin reiðubúin til að fara út á vinnumarkaðinn og verða sjálfstæð,“ segir hann. Styrkurinn, að upphæð 1,2 milljónir króna, verður meðal annars nýttur í námskeiðahald fyrir foreldra hjá SOS í uppeldisfræðum og til náms- og starfsþjálfunar fyrir ungmennin. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Gínea Þróunarsamvinna Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent