Hannes sem reiður hani á Facebook-vegg Øygards Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2019 14:50 Hannes bombar inn hverri athugasemdinni á fætur annarrar inn á vegg norska hagfræðingsins. Hinn norski Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands, gaf út bók, Í víglínu íslenskra fjármála, sem fjallar um þá upplifun að vera settur bankastjóri tímabundið með lögum sem samþykkt voru í febrúar 2009. Þetta var eftir að Jóhanna Sigurðardóttir, þá forsætisráðherra, lét reka Davíð Oddsson úr bankanum sem hluta af því að taka til hér eftir hrun. Hannes Hólmsteinn Gissurarson var bankaráðsmaður í Seðlabankanum um tíma og þótti ýmsum það skondið þegar Hannes tók sig svo til og skrifaði gagnrýni sem birtist í Morgunblaðinu, hvar téður Davíð er nú ritstjóri. Hannesi þykir lítið til bókarinnar koma og gaf henni tvær stjörnur, fyrir viðleitni. Menn hafa efast um hæfi Hannesar til að fjalla um bókina, meðal annarra Svein Harald sjálfur sem segir á Facebook-síðu sinni að það sé svipað og ef kalkúnn skrifaði gagnrýni um þakkargjörðarhátíðina.Meðal þeirra sem hafði húmor fyrir gagnrýni Hannesar er Viðar Eggertsson leikhúsmaður.Hannes er ekki maður sem lætur neinn eiga neitt inni hjá sér og hann hefur nú ritað harðorð svör á Facebooksíðu hins norska hagfræðings. Þar er hann ekki eins og kalkúnn leiddur til slátrunar heldur miklu fremur sem reiður hani og herskár í hörku hanaati. Hannes hefur nú þegar ritað fjóra pistla þar sem hann veður í Norðmanninn. „Mjög upplýsandi að Øygard skuli líkja mér og nokkrum félaga minna við kalkúna sem leiddir eru til slátrunar svo halda megi veislu. En, við neituðum að láta slátra okkur og stóðum vörð um rétt okkar til að svara gagnrýni. Það sem ég hef einkum við bók Øygard að athuga er að hann les allt of mikið í fund sem haldinn var í ráðherrabústaðnum í mars 2006: Ég hef talað við alla sem viðstaddir voru og þeir hafna allir útgáfu Øygards.“ Þarna er Hannes rétt að hita upp en áhugamenn um ritdeilur gagnrýnandans Hannesar og Øygards höfundar bókarinnar um bankahrunið ættu ekki að láta þessar ritdeilur fram hjá sér fara. Øygard hefur reyndar ekki svarað Hannesi þrátt fyrir fjölmargar athugasemdir Hannesar en það hlýtur að koma að því. Bókmenntir Samfélagsmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Hinn norski Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands, gaf út bók, Í víglínu íslenskra fjármála, sem fjallar um þá upplifun að vera settur bankastjóri tímabundið með lögum sem samþykkt voru í febrúar 2009. Þetta var eftir að Jóhanna Sigurðardóttir, þá forsætisráðherra, lét reka Davíð Oddsson úr bankanum sem hluta af því að taka til hér eftir hrun. Hannes Hólmsteinn Gissurarson var bankaráðsmaður í Seðlabankanum um tíma og þótti ýmsum það skondið þegar Hannes tók sig svo til og skrifaði gagnrýni sem birtist í Morgunblaðinu, hvar téður Davíð er nú ritstjóri. Hannesi þykir lítið til bókarinnar koma og gaf henni tvær stjörnur, fyrir viðleitni. Menn hafa efast um hæfi Hannesar til að fjalla um bókina, meðal annarra Svein Harald sjálfur sem segir á Facebook-síðu sinni að það sé svipað og ef kalkúnn skrifaði gagnrýni um þakkargjörðarhátíðina.Meðal þeirra sem hafði húmor fyrir gagnrýni Hannesar er Viðar Eggertsson leikhúsmaður.Hannes er ekki maður sem lætur neinn eiga neitt inni hjá sér og hann hefur nú ritað harðorð svör á Facebooksíðu hins norska hagfræðings. Þar er hann ekki eins og kalkúnn leiddur til slátrunar heldur miklu fremur sem reiður hani og herskár í hörku hanaati. Hannes hefur nú þegar ritað fjóra pistla þar sem hann veður í Norðmanninn. „Mjög upplýsandi að Øygard skuli líkja mér og nokkrum félaga minna við kalkúna sem leiddir eru til slátrunar svo halda megi veislu. En, við neituðum að láta slátra okkur og stóðum vörð um rétt okkar til að svara gagnrýni. Það sem ég hef einkum við bók Øygard að athuga er að hann les allt of mikið í fund sem haldinn var í ráðherrabústaðnum í mars 2006: Ég hef talað við alla sem viðstaddir voru og þeir hafna allir útgáfu Øygards.“ Þarna er Hannes rétt að hita upp en áhugamenn um ritdeilur gagnrýnandans Hannesar og Øygards höfundar bókarinnar um bankahrunið ættu ekki að láta þessar ritdeilur fram hjá sér fara. Øygard hefur reyndar ekki svarað Hannesi þrátt fyrir fjölmargar athugasemdir Hannesar en það hlýtur að koma að því.
Bókmenntir Samfélagsmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira