Ábyrg fjármál Reykjavíkur og loftútreikningar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. desember 2019 17:30 Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er til umræðu í dag. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir afgangi í rekstri borgarinnar, bæði A-hluta og samstæðu, þrátt fyrir að á milli umræðna hafi birst spár um meiri samdrátt í efnahagslífinu en áður hafði verið gert ráð fyrir. Meirihlutinn í borgastjórn vill mæta þessum samdrætti hagræðingarkröfu á rekstur og kraftmikla fjárfestingaráætlun sem verður 70% fjármögnuð með eigin fé og 30% með lántökum, þar sem haldið verður áfram með grænar og félagslegar lántökur á hagstæðum vöxtum. Við munum á næsta ári m.a. stíga stór skref til að brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla og fara í metnaðarfulla uppbyggingu íþróttarmannvirkja í Breiðholti og Úlfarsárdal. Fjármögnun Borgarlínu hefur verið tryggð og endurspeglar bæði fjárhagsáætlun 2020 og fimm ára áætlun til 2024 grænar áherslur þessa meirihluta.Einföldum, skýrum og skerpum Á þessu árum hefur meirihlutinn í borgarstjórn unnið að því að einfalda, skýra og skerpa stjórnkerfi borgarinnar, til að tryggja góða stjórnarhætti í öllum okkar rekstri. Við höfum skýrt umboð og ábyrgð, einfaldað boðleiðir og skerpt á hlutverki lykileininga í stjórnsýslu borgarinnar. Við viljum að ákvarðanatakan verði betri og áreiðanlegri. Um mitt þetta ár tók gildi nýtt skipulag Reykjavíkurborgar sem endurspeglar áherslur góðra stjórnarhátta og tekur innkaupamál borgarinnar föstum tökum. Þá var fjármálum borgarinnar og áhættustýringu gert hærra undir höfði til að tryggja agaða og góða fjármálastjórn, þar sem fjármunum er ráðstafað af ráðdeild og hagkvæmni og virkt eftirlit er með fjárfestingum og framkvæmdum. Borgarráð hefur ekki farið varhluta af þessum breytingum. Nú eru viðaukar vegna fjármála lagðir fyrir reglulega til að tryggja góða yfirsýn allra í samræmi við þá ábyrgð sem borgarfulltrúar bera til að hafa eftirlit með fjármálum borgarinnar. Við munum halda áfram á þessari vegferð ábyrgrar fjármálastjórnunar með því að horfa á hvernig megi einfalda, skýra og skerpa stjórnsýslu Reykjavíkur á sama tíma og við viljum þjónustumiðaða, skemmtilega og lifandi borg.Loftútreikningar Sjálfstæðisflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins hélt því fram í Fréttablaðinu í morgun að Viðreisn hafi mistekist að halda uppi merkjum ábyrgrar fjármálastjórnunar, þar sem skuldir borgarinnar hafi aukist um margar Hörpur. Ef eitthvert sannleikskorn væri í þessum loftfimleikum oddvitans í útreikningum, þá gætu fulltrúar Viðreisnar mögulega tekið undir þessi orð. Þess í stað ætlum við að horfa á raunverulegar tölur sem sýna ábyrga fjármálstjórn, afgang af rekstri A-hluta og samstæðunnar í heild, hvernig varlegar verður farið í ný langtímalán og leiguskuldir en síðastliðin tvö ár. Þá verður einnig að hafa í huga að á árunum 2020 til 2024 verða afborganir lána og niðurgreiðsla skulda hærri en nýjar lántökur. Við munum á næsta ári, sem hingað til halda áfram á vegferð ábyrgrar fjármálastjórnunar, borgarbúum til heilla.Höfunduer er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er til umræðu í dag. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir afgangi í rekstri borgarinnar, bæði A-hluta og samstæðu, þrátt fyrir að á milli umræðna hafi birst spár um meiri samdrátt í efnahagslífinu en áður hafði verið gert ráð fyrir. Meirihlutinn í borgastjórn vill mæta þessum samdrætti hagræðingarkröfu á rekstur og kraftmikla fjárfestingaráætlun sem verður 70% fjármögnuð með eigin fé og 30% með lántökum, þar sem haldið verður áfram með grænar og félagslegar lántökur á hagstæðum vöxtum. Við munum á næsta ári m.a. stíga stór skref til að brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla og fara í metnaðarfulla uppbyggingu íþróttarmannvirkja í Breiðholti og Úlfarsárdal. Fjármögnun Borgarlínu hefur verið tryggð og endurspeglar bæði fjárhagsáætlun 2020 og fimm ára áætlun til 2024 grænar áherslur þessa meirihluta.Einföldum, skýrum og skerpum Á þessu árum hefur meirihlutinn í borgarstjórn unnið að því að einfalda, skýra og skerpa stjórnkerfi borgarinnar, til að tryggja góða stjórnarhætti í öllum okkar rekstri. Við höfum skýrt umboð og ábyrgð, einfaldað boðleiðir og skerpt á hlutverki lykileininga í stjórnsýslu borgarinnar. Við viljum að ákvarðanatakan verði betri og áreiðanlegri. Um mitt þetta ár tók gildi nýtt skipulag Reykjavíkurborgar sem endurspeglar áherslur góðra stjórnarhátta og tekur innkaupamál borgarinnar föstum tökum. Þá var fjármálum borgarinnar og áhættustýringu gert hærra undir höfði til að tryggja agaða og góða fjármálastjórn, þar sem fjármunum er ráðstafað af ráðdeild og hagkvæmni og virkt eftirlit er með fjárfestingum og framkvæmdum. Borgarráð hefur ekki farið varhluta af þessum breytingum. Nú eru viðaukar vegna fjármála lagðir fyrir reglulega til að tryggja góða yfirsýn allra í samræmi við þá ábyrgð sem borgarfulltrúar bera til að hafa eftirlit með fjármálum borgarinnar. Við munum halda áfram á þessari vegferð ábyrgrar fjármálastjórnunar með því að horfa á hvernig megi einfalda, skýra og skerpa stjórnsýslu Reykjavíkur á sama tíma og við viljum þjónustumiðaða, skemmtilega og lifandi borg.Loftútreikningar Sjálfstæðisflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins hélt því fram í Fréttablaðinu í morgun að Viðreisn hafi mistekist að halda uppi merkjum ábyrgrar fjármálastjórnunar, þar sem skuldir borgarinnar hafi aukist um margar Hörpur. Ef eitthvert sannleikskorn væri í þessum loftfimleikum oddvitans í útreikningum, þá gætu fulltrúar Viðreisnar mögulega tekið undir þessi orð. Þess í stað ætlum við að horfa á raunverulegar tölur sem sýna ábyrga fjármálstjórn, afgang af rekstri A-hluta og samstæðunnar í heild, hvernig varlegar verður farið í ný langtímalán og leiguskuldir en síðastliðin tvö ár. Þá verður einnig að hafa í huga að á árunum 2020 til 2024 verða afborganir lána og niðurgreiðsla skulda hærri en nýjar lántökur. Við munum á næsta ári, sem hingað til halda áfram á vegferð ábyrgrar fjármálastjórnunar, borgarbúum til heilla.Höfunduer er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun