Þurrasti nóvember í áratugi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2019 11:00 Meðalhiti í Reykjavík í nóvember var 2,4 stig og er það 1,2 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. vísir/vilhelm Nýliðinn nóvembermánuður var óvenju hægviðrasamur og tíðin hagstæð samkvæmt samantekt á vef Veðurstofu Íslands. Óvenju þurrt var um norðanvert landið og var mánuðurinn víða um land þurrasti nóvembermánuður um áratugaskeið. Kaldast var á Norðausturlandi en hlýrra vestan til á landinu. Meðalhiti í Reykjavík í mánuðinum var 2,4 stig og er það 1,2 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -0,8 stig, -0,5 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -1,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi og í Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 2,0 stig. Hvað úrkomuna varðar þá voru allmörg þurrkamet slegin. Á Akureyri mældist úrkoma aðeins 4,6 mm sem eru tæp 10% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Þetta er næstþurrasti nóvembermánuður frá upphafi samfelldra úrkomumælinga á Akureyri 1927. Þurrara var í nóvember 1952 þegar úrkoman mældist 3,0 mm.Fleiri sólskinsstundir í Reykjavík en í meðalári Í Reykjavík mældist úrkoman 73,1 mm sem er jafnt meðallagi áranna 1961 til 1990. Úrkoman í Stykkishólmi mældist 36,1 mm sem er um helmingur af meðaltali áranna 1961 til 1990. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri á Akureyri voru aðeins 3, átta færri en í meðalári. Í Reykjavík mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 13 daga, jafnmargir og í meðalári. Þá mældust sólskinsstundir í Reykjavík 49,2, sem er 10,6 stundum fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 18,0, sem er 3,7 stundum fleiri en í meðalári. Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 11 mánuði ársins var 6,3 stig sem er 1,6 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en 0,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 6. til 7. sæti á lista 149 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna ellefu 4,8 stig. Það er 1,1 stigi ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 25.sæti á lista 139 ára. Úrkoma í Reykjavík hefur verið 11% umfram meðallag og 15% umfram meðallag á Akureyri. Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira
Nýliðinn nóvembermánuður var óvenju hægviðrasamur og tíðin hagstæð samkvæmt samantekt á vef Veðurstofu Íslands. Óvenju þurrt var um norðanvert landið og var mánuðurinn víða um land þurrasti nóvembermánuður um áratugaskeið. Kaldast var á Norðausturlandi en hlýrra vestan til á landinu. Meðalhiti í Reykjavík í mánuðinum var 2,4 stig og er það 1,2 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -0,8 stig, -0,5 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -1,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi og í Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 2,0 stig. Hvað úrkomuna varðar þá voru allmörg þurrkamet slegin. Á Akureyri mældist úrkoma aðeins 4,6 mm sem eru tæp 10% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Þetta er næstþurrasti nóvembermánuður frá upphafi samfelldra úrkomumælinga á Akureyri 1927. Þurrara var í nóvember 1952 þegar úrkoman mældist 3,0 mm.Fleiri sólskinsstundir í Reykjavík en í meðalári Í Reykjavík mældist úrkoman 73,1 mm sem er jafnt meðallagi áranna 1961 til 1990. Úrkoman í Stykkishólmi mældist 36,1 mm sem er um helmingur af meðaltali áranna 1961 til 1990. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri á Akureyri voru aðeins 3, átta færri en í meðalári. Í Reykjavík mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 13 daga, jafnmargir og í meðalári. Þá mældust sólskinsstundir í Reykjavík 49,2, sem er 10,6 stundum fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 18,0, sem er 3,7 stundum fleiri en í meðalári. Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 11 mánuði ársins var 6,3 stig sem er 1,6 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en 0,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 6. til 7. sæti á lista 149 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna ellefu 4,8 stig. Það er 1,1 stigi ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 25.sæti á lista 139 ára. Úrkoma í Reykjavík hefur verið 11% umfram meðallag og 15% umfram meðallag á Akureyri.
Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira