Dagur íslenskrar tónlistar: „Einn af hornsteinum samfélags okkar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2019 14:30 Fjölmargir létu sjá sig í Iðnó í dag. Mengi, Gerður G. Bjarklind, Bjarni Benediktsson og Icelandair voru viðurkennd fyrir stuðning við íslenska tónlist. Samtónn Gerður G. Bjarklind hlaut heiðursverðlaun SAMTÓNS á Degi íslenskrar tónlistar í Iðnó í dag en sérstök athöfn var í beinni á Vísi klukkan hálf tólf fyrir hádegi. SAMTÓNN, Samtök rétthafa íslenskrar tónlistar, standa árlega fyrir Degi íslenskrar tónlistar og veita verðlaun þeim sem þykja hafa skarað fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð, atfylgi og almennum stuðningi við íslenska tónlist. Gerður hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar um áratuga skeið, m.a. fyrir vandaða og innihaldsríka dagsrárgerð. Gerði var óskað innilega til hamingju með þann verðskuldaða heiður sem þessi verðlaun spegla. Þá voru í dag einnig afhent Hvatningarverðlaun SAMTÓNS. Það var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem hlaut þau fyrir að vera fyrsti ráðherra heims til að viðurkenna höfundarrétt til jafns við annan eignarétt. Jafnframt var tekið til þess að Bjarni studdi dyggilega við stofnun Endurgreiðslusjóðs hljóðrita, þann fyrsta sinnar tegundar í heiminum, stofnun nýs Hljóðritasjóðstil viðhalds hljóðritunar- og útgáfustarfi á Íslandi, sem og endurreisn Innheimtumiðstöðvar IHMsem tryggir höfundum greiðslur fyrir eintakagerð af höfundarvörðu efni. Hér að neðan má sjá útsendinguna í heild sinni. Endurspeglar virðingu fyrir starfi listafólks „Ég er þakklátur fyrir þessa viðurkenningu. Þetta er árangur sem hefur náðst vegna góðs samstarfs ólíkra geira, listafólks, fjármálaráðuneytisins og Alþingis. Þetta samstarf og niðurstaða þess endurspeglar virðingu fyrir starfi íslensks listafólks og vilja ríkisvaldsins til að gera ekki upp á milli ólíkra greina eignaréttarins, hvort sem um er að ræða hugverk eða tréverk,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar tók við verðlaununum. Einnig voru veitt Útflutningsverðlaun SAMTÓNS en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tók á móti Útflutningsverðlaununum fyrir viðvarandi stuðning við íslenska tónlist og tónlistarfólk, m.a. á vettvangi Músíktilrauna, Reykjavíkur - Loftbrúar, In Flight Entertainment - IFE - og Iceland Airwaves. Bjarni Gaukur veitti Nýsköpunarverðlaununum móttöku. „Við erum þakklát fyrir þann heiður sem Icelandair er sýndur með þessum verðlaunum. Við höfum ávallt lagt mikla áherslu á að styðja við íslenska menningu og þar hefur íslensk tónlist spilað veigamikið hlutverk. Kjarninn í stefnu félagsins er að koma hinum sanna íslenska anda á framfæri alþjóðlega – og hann endurspeglast svo sannarlega í íslenskri tónlist og okkar hæfileikaríka tónlistarfólki,“ sagði Bogi. Það var athafnamaðurinn Bjarni Gaukur sem veitti Nýsköpunarverðlaununum móttöku fyrir að hafa komið á fót og tryggt áralanga starfsemi tónleika- og listhússins MENGIs við Óðinsgötu, þar sem lögð er sérstök og aðdáunarverð rækt við framsækna tónlist og menningu. „Að hljóta þessa viðurkenningu eru óvæntar en ánægjulegar fréttir sem hvetja okkur sem að Mengi stöndum til dáða. Tónlist, sem og aðrar listir, er einn af hornsteinum samfélags okkar og mikilvægt að við hlúum að henni. Það höfum við reynt að gera síðustu 6 ár og munum halda því ótrauð áfram,“ sagði Bjarni Gaukur Sigurðsson, stofnandi Mengis. Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá athöfninni. Raggi Bjarna og Eyþór Ingi tóku lagið.Flottir félagarnir. Eyþór Ingi og Ragnar Bjarnason.Matthildur og Auðunn Lúthersson komu fram.Gerður G. Bjarklind fékk verðlaun í hádeginu. Hana má sjá hér til vinstri.Andrea Jónsdóttir lét sig ekki vanta.Fjölmiðlarnir voru allir mættir. Gunnar Hansson og Guðrún Gunnarsdóttir þar á meðal.Jakob Frímann stjórnaði dagskránni.Birna Ósk Hansdóttir og Logi Pedro hjá 101 Radio.Steinunn Camilla Stones mætti.Auður kom fram og negldi lagið Enginn eins og þú.Setið var til borðs.Högni Egilsson einbeittur að fylgjast með. Með honum er Sölvi Blöndal.Bjarni Ben og Svanhildur Hólm með símann á lofti.Gerður mjög sátt með sitt. Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Gerður G. Bjarklind hlaut heiðursverðlaun SAMTÓNS á Degi íslenskrar tónlistar í Iðnó í dag en sérstök athöfn var í beinni á Vísi klukkan hálf tólf fyrir hádegi. SAMTÓNN, Samtök rétthafa íslenskrar tónlistar, standa árlega fyrir Degi íslenskrar tónlistar og veita verðlaun þeim sem þykja hafa skarað fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð, atfylgi og almennum stuðningi við íslenska tónlist. Gerður hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar um áratuga skeið, m.a. fyrir vandaða og innihaldsríka dagsrárgerð. Gerði var óskað innilega til hamingju með þann verðskuldaða heiður sem þessi verðlaun spegla. Þá voru í dag einnig afhent Hvatningarverðlaun SAMTÓNS. Það var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem hlaut þau fyrir að vera fyrsti ráðherra heims til að viðurkenna höfundarrétt til jafns við annan eignarétt. Jafnframt var tekið til þess að Bjarni studdi dyggilega við stofnun Endurgreiðslusjóðs hljóðrita, þann fyrsta sinnar tegundar í heiminum, stofnun nýs Hljóðritasjóðstil viðhalds hljóðritunar- og útgáfustarfi á Íslandi, sem og endurreisn Innheimtumiðstöðvar IHMsem tryggir höfundum greiðslur fyrir eintakagerð af höfundarvörðu efni. Hér að neðan má sjá útsendinguna í heild sinni. Endurspeglar virðingu fyrir starfi listafólks „Ég er þakklátur fyrir þessa viðurkenningu. Þetta er árangur sem hefur náðst vegna góðs samstarfs ólíkra geira, listafólks, fjármálaráðuneytisins og Alþingis. Þetta samstarf og niðurstaða þess endurspeglar virðingu fyrir starfi íslensks listafólks og vilja ríkisvaldsins til að gera ekki upp á milli ólíkra greina eignaréttarins, hvort sem um er að ræða hugverk eða tréverk,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar tók við verðlaununum. Einnig voru veitt Útflutningsverðlaun SAMTÓNS en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tók á móti Útflutningsverðlaununum fyrir viðvarandi stuðning við íslenska tónlist og tónlistarfólk, m.a. á vettvangi Músíktilrauna, Reykjavíkur - Loftbrúar, In Flight Entertainment - IFE - og Iceland Airwaves. Bjarni Gaukur veitti Nýsköpunarverðlaununum móttöku. „Við erum þakklát fyrir þann heiður sem Icelandair er sýndur með þessum verðlaunum. Við höfum ávallt lagt mikla áherslu á að styðja við íslenska menningu og þar hefur íslensk tónlist spilað veigamikið hlutverk. Kjarninn í stefnu félagsins er að koma hinum sanna íslenska anda á framfæri alþjóðlega – og hann endurspeglast svo sannarlega í íslenskri tónlist og okkar hæfileikaríka tónlistarfólki,“ sagði Bogi. Það var athafnamaðurinn Bjarni Gaukur sem veitti Nýsköpunarverðlaununum móttöku fyrir að hafa komið á fót og tryggt áralanga starfsemi tónleika- og listhússins MENGIs við Óðinsgötu, þar sem lögð er sérstök og aðdáunarverð rækt við framsækna tónlist og menningu. „Að hljóta þessa viðurkenningu eru óvæntar en ánægjulegar fréttir sem hvetja okkur sem að Mengi stöndum til dáða. Tónlist, sem og aðrar listir, er einn af hornsteinum samfélags okkar og mikilvægt að við hlúum að henni. Það höfum við reynt að gera síðustu 6 ár og munum halda því ótrauð áfram,“ sagði Bjarni Gaukur Sigurðsson, stofnandi Mengis. Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá athöfninni. Raggi Bjarna og Eyþór Ingi tóku lagið.Flottir félagarnir. Eyþór Ingi og Ragnar Bjarnason.Matthildur og Auðunn Lúthersson komu fram.Gerður G. Bjarklind fékk verðlaun í hádeginu. Hana má sjá hér til vinstri.Andrea Jónsdóttir lét sig ekki vanta.Fjölmiðlarnir voru allir mættir. Gunnar Hansson og Guðrún Gunnarsdóttir þar á meðal.Jakob Frímann stjórnaði dagskránni.Birna Ósk Hansdóttir og Logi Pedro hjá 101 Radio.Steinunn Camilla Stones mætti.Auður kom fram og negldi lagið Enginn eins og þú.Setið var til borðs.Högni Egilsson einbeittur að fylgjast með. Með honum er Sölvi Blöndal.Bjarni Ben og Svanhildur Hólm með símann á lofti.Gerður mjög sátt með sitt.
Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira