Stjarna Björgvins fjarlægð úr gangstéttinni eftir kröfubréf frá Hollywood Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2019 10:00 Fyrrum stjarna. Vísir/Vilhelm Stjarna Björgvins Halldórssonar, söngvara, sem komið var fyrir í gangstéttinni við Bæjarbíó í Hafnarfirði hefur nú verið fjarlægð. Var það gert eftir að bæjaryfirvöldum barst kröfubréf frá viðskiptaráði Hollywood þar sem vakin var athygli á því að stjarnan væri höfundaréttarvarin. Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær. RÚV greindi fyrst frá. Björgvin var fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlotnaðist sá heiður að fá nafn sitt grafið í stéttina við Bæjarbíó en stjarnan var afhjúpuð í júlí við hátíðlega athöfn. Var hugmyndin að heiðra íslenska tónlistarmenn á svipaðan hátt og gert er í Hollywood á The Walk of Fame. Viðskiptaráð Hollywood hafði fregnir af þessu framtaki og sendi Hafnarfjarðarbæ bréf í ágúst síðastliðnum vegna málsins. Viðskiptaráðið kvartaði undan ólögmætri notkun bæjarins á stjörnunni sem væri varin höfundarrétti. Var þess krafist að hún yrði fjarlægð án tafar.Stjarnan sem nú hefur verið fjarlægð.Á bæjarráðsfundinum í gær var svarbréf bæjarins lagt fram en það er dagsett þann 3. desember. Þar segir að bærinn hafi ekki ætlað sér að notast við vernduð vörumerki eða annað höfundaréttarvarið efni. Jafnframt er tekið fram að bæjaryfirvöld telji að það hafi ekki heldur verið ætlan Bæjarbíós. Þó er vakin athygli á því í svarbréfinu að þótt Hollywood-stjarnan sé varin höfundarrétti í Bandaríkjunum þurfi það ekki að þýða að sá réttur yrði staðfestur fyrir íslenskum eða evrópskum dómstólum. Þannig séu engin dómafordæmi eða bein lagastoð fyrir hendi til að staðfesta það. Bæjarráð virði hins vegar hugverkarétt viðskiptaráðsins í Hollywood og hafi því fjarlægt stjörnuna. Hafnarfjörður Hollywood Tónlist Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Stjarna Björgvins Halldórssonar, söngvara, sem komið var fyrir í gangstéttinni við Bæjarbíó í Hafnarfirði hefur nú verið fjarlægð. Var það gert eftir að bæjaryfirvöldum barst kröfubréf frá viðskiptaráði Hollywood þar sem vakin var athygli á því að stjarnan væri höfundaréttarvarin. Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær. RÚV greindi fyrst frá. Björgvin var fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlotnaðist sá heiður að fá nafn sitt grafið í stéttina við Bæjarbíó en stjarnan var afhjúpuð í júlí við hátíðlega athöfn. Var hugmyndin að heiðra íslenska tónlistarmenn á svipaðan hátt og gert er í Hollywood á The Walk of Fame. Viðskiptaráð Hollywood hafði fregnir af þessu framtaki og sendi Hafnarfjarðarbæ bréf í ágúst síðastliðnum vegna málsins. Viðskiptaráðið kvartaði undan ólögmætri notkun bæjarins á stjörnunni sem væri varin höfundarrétti. Var þess krafist að hún yrði fjarlægð án tafar.Stjarnan sem nú hefur verið fjarlægð.Á bæjarráðsfundinum í gær var svarbréf bæjarins lagt fram en það er dagsett þann 3. desember. Þar segir að bærinn hafi ekki ætlað sér að notast við vernduð vörumerki eða annað höfundaréttarvarið efni. Jafnframt er tekið fram að bæjaryfirvöld telji að það hafi ekki heldur verið ætlan Bæjarbíós. Þó er vakin athygli á því í svarbréfinu að þótt Hollywood-stjarnan sé varin höfundarrétti í Bandaríkjunum þurfi það ekki að þýða að sá réttur yrði staðfestur fyrir íslenskum eða evrópskum dómstólum. Þannig séu engin dómafordæmi eða bein lagastoð fyrir hendi til að staðfesta það. Bæjarráð virði hins vegar hugverkarétt viðskiptaráðsins í Hollywood og hafi því fjarlægt stjörnuna.
Hafnarfjörður Hollywood Tónlist Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira