Nýrri slökkviliðsmenn upplifi sig ekki sem hluta af liðinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. desember 2019 21:00 Slökkviliðsmenn sem ráðnir voru í Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á síðustu þremur árum eru þeir sem eru óánægðastir samkvæmt trúnaðarmanni. Þeir gangi aðrar vaktir og upplifi sig ekki sem hluta af liðinu. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýsa slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnu. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Trúnaðarmaður slökkviliðsmanna telur óánægjuna fyrst og fremst snúast um breytt vaktakerfi sem slökkviliðið tók upp árið 2015 og gildir einungis fyrir þá starfsmenn sem hófu störf eftir þann tíma. Umræddar vaktir eru bæði styttri og óreglulegri.„Þetta er blandað kerfi af tólf tíma kerfi sem við erum með og svo átta tíma kerfi. Þetta eru margir komu- og brottfarartímar og líka launamunur sem getur verið allt að hundrað þúsund krónur, eftir því hvar þú stendur í kerfinu,“ segir Bjarni Ingimarsson trúnaðarmaður.Um sextíu manns séu á þessum vöktum. „Flestir eru náttúrulega ósáttir, reiðir og pirraðir, yfir þessu kerfi og hvernig það er uppsett,“ segir Bjarni.Þeir upplifi sig ekki sem hluta af liðinu þar sem þeir gangi ekki fastar vaktir eins og aðrir starfsmenn.Þá segir Bjarni að það skorti upplýsingaflæði til starfsmanna, sérstaklega þeirra sem séu á blönduðum vöktum.„Þeim finnst þeir ekki vera að fá sömu samskipti. Þau þekkja reyndar ekki yfirstjórnina jafnvel og við sem byrjuðum áður fyrr. Við fórum bara upp á skrifstofu og spjölluðum við slökkviliðsstjóra eða varaslökkviliðsstjóra ef þannig bar við. Þannig er það ekki í dag og þá kannski verða samskiptin stirðari,“ segir Bjarni.Hann er þó sannfærður um að óánægjan hafi engin áhrif á störf slökkviliðsmanna.„Það sýnir það að þeir starfsmenn sem byrjuðu 2015 eru enn þá í starfi hjá okkur þrátt fyrir óánægjuna. Það sýnir áhugann á starfinu og það kristallast í þeirri góðu þjónustu sem við veitum okkar skjólstæðingum,“ segir Bjarni Ingimarsson, trúnaðarmaður slökkviliðsmanna. Slökkvilið Vinnumarkaður Tengdar fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. 5. desember 2019 22:18 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Slökkviliðsmenn sem ráðnir voru í Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á síðustu þremur árum eru þeir sem eru óánægðastir samkvæmt trúnaðarmanni. Þeir gangi aðrar vaktir og upplifi sig ekki sem hluta af liðinu. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýsa slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnu. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Trúnaðarmaður slökkviliðsmanna telur óánægjuna fyrst og fremst snúast um breytt vaktakerfi sem slökkviliðið tók upp árið 2015 og gildir einungis fyrir þá starfsmenn sem hófu störf eftir þann tíma. Umræddar vaktir eru bæði styttri og óreglulegri.„Þetta er blandað kerfi af tólf tíma kerfi sem við erum með og svo átta tíma kerfi. Þetta eru margir komu- og brottfarartímar og líka launamunur sem getur verið allt að hundrað þúsund krónur, eftir því hvar þú stendur í kerfinu,“ segir Bjarni Ingimarsson trúnaðarmaður.Um sextíu manns séu á þessum vöktum. „Flestir eru náttúrulega ósáttir, reiðir og pirraðir, yfir þessu kerfi og hvernig það er uppsett,“ segir Bjarni.Þeir upplifi sig ekki sem hluta af liðinu þar sem þeir gangi ekki fastar vaktir eins og aðrir starfsmenn.Þá segir Bjarni að það skorti upplýsingaflæði til starfsmanna, sérstaklega þeirra sem séu á blönduðum vöktum.„Þeim finnst þeir ekki vera að fá sömu samskipti. Þau þekkja reyndar ekki yfirstjórnina jafnvel og við sem byrjuðum áður fyrr. Við fórum bara upp á skrifstofu og spjölluðum við slökkviliðsstjóra eða varaslökkviliðsstjóra ef þannig bar við. Þannig er það ekki í dag og þá kannski verða samskiptin stirðari,“ segir Bjarni.Hann er þó sannfærður um að óánægjan hafi engin áhrif á störf slökkviliðsmanna.„Það sýnir það að þeir starfsmenn sem byrjuðu 2015 eru enn þá í starfi hjá okkur þrátt fyrir óánægjuna. Það sýnir áhugann á starfinu og það kristallast í þeirri góðu þjónustu sem við veitum okkar skjólstæðingum,“ segir Bjarni Ingimarsson, trúnaðarmaður slökkviliðsmanna.
Slökkvilið Vinnumarkaður Tengdar fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. 5. desember 2019 22:18 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. 5. desember 2019 22:18