Mikilvægt að kenna börnum að það er í lagi að gráta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. desember 2019 07:00 Viðurkennum tilfinningar er ný vitundarvakning sem Kristín Maríella Friðjónsdóttir kom af stað á samfélagsmiðlum. Vísir/Vilhelm Kristín Maríella Friðjónsdóttir, höfundur barnabókarinnar Stundum græt ég / Stundum hlæ ég, hefur sett af stað vitundarvakningu á samfélagsmiðlum um að viðurkenna allar tilfinningar. Hún setti af stað umræðu á meðal nokkurra einstaklinga um mikilvægi þess að sýna börnum í uppeldi að allar tilfinningar eru samþykktar og að það sé allt í lagi að gráta. Kristín Maríella segir í samtali við Vísi að þessi skipulagða vitundarvakning hafi ákveðnar leikreglur og að dagatal hafi verið sett upp til þess að ákveða hvaða einstaklingur birtir hvaða dag. Mun þetta átak verða áfram áberandi næstu daga og vonar Kristín Maríella að þetta veki fólk til umhugsunar. Notast er við merkingarnar #viðurkennumtilfinningar og #stundumgrætég. Á meðal þeirra einstaklinga sem hafa tekið þátt með því að ræða þetta málefni á Instagram eru Ingileif Friðriksdóttir, Ása Regins, Björgvin Páll Gústafsson, Erna Kristín Stefánsdóttir, Sigmundur Grétar Hermannsson og nú síðast söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Fleiri munu bætast í hópinn næstu daga eins og til dæmis Alda Karen Hjaltalín, Andrea Eyland og Eydís Blöndal. „Það er bara ótrúlegur kraftur í þessu fólki og þetta hefur strax haft mikil áhrif,“ segir Kristín Maríella.Leyfum okkur að gráta Björgvin Páll Gústafsson, sem gaf á dögunum út metsölubókina Án filters, talaði á sínum samfélagsmiðlum einlægt um tilfinningar og grátur. Orð hans snertu við mörgum og hefur þessu verið deilt víða. Björgvin Páll er sjálfur þriggja barna faðir og segir að Kristín Maríella sé ein af sínum fyrirmyndum. „Það þurfa allir að gráta! Þvílíkur heiður að fá að vera hluti af mögnuðum hóp í nauðsynlegu verkefni,“ skrifaði Björgvin Páll undir sína nýjustu mynd á Instagram. „Leyfum okkur að gráta og berum virðingu fyrir tilfinningunum... hvort sem það er gleði, sorg, álag... Ég held með ykkur!“ Í kringum útgáfu bókar sinnar hefur Björgvin Páll nýtt vettvanginn til þess að hvetja fólk til að vera óhrætt við að „taka niður grímuna“ og koma til dyranna eins og það er klætt. Í bókinni segir hann meðal annars frá kvíðakasti sem hann fékk á stórmóti í handbolta. Í kvíðakastinu sem varð kveikjan að bókinni, byrjaði Björgvin Páll að skrifa sem varð að bók sem hefur hjálpað mörgum í svipuðum aðstæðum. View this post on InstagramA post shared by Björgvin Páll Gústavsson (@bjoggi) on Dec 5, 2019 at 4:31am PST„Í seinni tíð hef ég áttað mig á því að grátur er hluti af því að vera manneskja og endurspeglar í raun hæfileika okkar til að tengjast tilfinningum okkar,“ segir Björgvin Páll. „Grátur fyrir mér er hluti af tjáningarferli, samskiptafærni og mennsku okkar og hann býr til mótvægi við hláturinn, alveg eins og regnboginn er jafnvægi sólar og regns. Rétt eins og blómin þurfa regn þurfum við að gráta með reglulegu millibili til að vökva ræturnar og vaxa.“ Björgvin segir að fyrir sér sé staðaímyndin af karlmanni „sá sem kann að sýna tilfinningar og auðmýkt og er ekki hræddur við að vera hann sjálfur gagnvart sjálfum sér og fólkinu í kringum sig.“Allar tilfinningar skalans Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir er sjálf móðir og segir mikilvægt að búa til rými fyrir öll börn til að vera eins og þau eru og til að finna allar tilfinningar á skalanum. „Það eru engin vandamál svo stór að ekki sé hægt að tala um þau og engar tilfinningar svo erfiðar að ekki sé hægt að finna þær.“ Hún bætti svo við að allir hafi rétt á að líða nákvæmlega eins og þeim líður. View this post on InstagramA post shared by Ingileif Friðriksdóttir (@ingileiff) on Nov 10, 2019 at 9:49am PSTHans tilfinningaskjól „Gráturinn tengist allskonar tilfinningum. Góðum og sumum sem eru meira krefjandi. Ég viðurkenni allar tilfinningar. Bæði hjá mér & litlu rauðrófunni minni sem tjáir sig mikið í gegnum tilfinningar,“ skrifaði Erna Kristín á Instagram síðu sína um son sinn. Sjálf segist hún gráta mikið, að minnsta kosti sex sinnum í viku. Hún þakkaði þar Kristínu Maríellu fyrir þetta þarfa átak. „Ég óttast það að einn daginn treysti hann sér ekki til að gráta lengur, vegna pressu frá öðrum. Ég geri mitt allra besta að sýna honum hversu eðlilegt það er að gráta og hafa allskonar tilfinningar. Það er hluti af því að vera manneskja. Ekki allar tilfinningar eru hlátur og gleði. Margar tengjast reiði og sorg. En allar tilfinningar hafa rétt á sér og ég byrjaði strax að kenna honum það. Ég er hans tilfinningaskjól. Faðmur minn tekur við honum alveg eins og hann er. Hvort sem það er hlátur eða grátur. Ég hef alltaf grátið mikið & alltaf upplifað mig sem grenjuskjóðu......nei ég er ekki grenjuskjóða ég er tilfinningalega frjáls manneskja og akkurat þannig el ég upp son minn.“ View this post on InstagramA post shared by(@ernuland) on Dec 4, 2019 at 1:17pm PSTFullorðnir gráta líka „Við höfum alltaf talað við börnin okkar eins og fullorðið fólk. Þau eru jafningjar okkar en við setjum þeim skýr mörk. Við segjum þeim alltaf satt og ræðum um tilfinningar okkar og reynum að útskýra fyrir þeim af hverju okkur líður illa/vel því það er hluti af því að vera lifandi manneskja,“ skrifaði Sigmundur Grétar Hermannsson, betur þekktur sem Simmi smiður, á Instagram. Hann sagði einnig frá einlægu samtali sem hann átti við barnið sitt. „Pabbi grést þú mikið þegar ég var lítil og veik í hjartanu?“„Já mjög mikið. Ég var svo hræddur um þig því þú varst svo veik.“„Varstu þá fullorðinn?“„Já, fullorðnir gráta líka.“ View this post on InstagramA post shared by Sigmundur Grétar Hermannsson (@simmismidur) on Jan 31, 2019 at 12:49pm PSTSkilningurinn mikilvægur Athafnakonan Ása Regins er tveggja barna móðir og er sjálf ein af sex systkinum. „Það má líða illa og okkur líður öllum einhvern tímann illa. Og þegar manni líður illa þarf maður fyrst og fremst skilning,“ sagði Ása. Hún lýsti því á einlægan hátt hvernig móðir hennar var tilfinningalegt skjól fyrir þau systkinin og allar tilfinningar voru alltaf leyfðar.„Ég geri það sama fyrir börnin mín í dag. Þegar manni líður illa þarf maður fyrst og fremst einhvern sem viðurkennir tilfinningarnar – til að komast yfir þær – og líða betur í framhaldinu.“ View this post on InstagramA post shared by Àsa Reginsdóttir (@asaregins) on Nov 7, 2019 at 6:37am PSTTilfinningarnar viðurkenndar Við sögðum frá útgáfu bókar Kristínar Maríellu í síðasta mánuði hér á Vísi en í sögunni er fjallað um það hvernig er hægt að viðurkenna stórar tilfinningar barna og á sama tíma setja þeim skýr mörk með virðingu fyrir tilfinningum. „Þetta er barnabók um tilfinningar. Ég vildi þó ekki aðeins að skrifa barnabók sem fjallaði um tilfinningar heldur bók þar sem tilfinningar eru viðurkenndar og virtar. Sjálfa langaði mig svo að geta lesið bók fyrir börnin mín þar sem tengslamyndandi samskiptamynstri og heilbrigðu viðhorfi til tilfinninga væri miðlað til mín og barnanna minna.“ Bókin er með tveimur kápum og hægt er að lesa hana frá hvorri hlið fyrir sig. Uppsetning bókarinnar er táknræn en þar eru sagðar tvær sögur frá sitthvorri hliðinni og þær mætast síðan í miðri bók. Fjallað er um báða enda tilfinningarófs okkar og andstæðar tilfinningar og tjáning þeirra skoðuð frá ýmsum hliðum.„Allar tilfinningar eiga rétt á sér, þær jákvæðu sem og þær neikvæðu, og tjáning þeirra á alltaf að fá rými, skilning og samkennd. Þetta eru skilaboð sem ég brenn fyrir,“ Nú er bókin komin til landsins og er seld á Kaffi Laugalæk og í völdum Hagkaupsverslunum en er áfram líka til sölu á vefsíðu Kristínar Maríellu, Respectful Mom.Skömmina burt úr uppeldinu Kristín Maríella hefur síðustu ár vakið mikla athygli fyrir umfjöllun sína um RIE uppeldisaðferðina og hefur haldið fjölda námskeiða hér á landi. RIE, Respectful Parenting, eða virðingarríkt tengslauppeldi er uppeldisaðferð sem byggir á virðingu og trausti. Á námskeiðum sínum leggur Kristín sérstaka áherslu á að taka skömm eða „shaming“ út úr uppeldinu, því þannig tilfinningar hafi aldrei neitt gott í för með sér. Á foreldranámskeiðum sínum er Kristín Maríella mjög einlæg og hreinskilin. Þar talar hún meðal annars um erfiðustu augnablikin uppeldi eigin barna og sýnir sem dæmi myndband af gráti sonar síns eftir systkinarifrildi, myndbandið sýnir stórar tilfinningar barnsins og einnig hvernig Kristín Maríella hjálpar honum að vinna úr þessum tilfinningum. Hún segir að það sé aldrei erfitt fyrir sig að ræða svona opinskátt um foreldrahlutverkið og sig sjálfa sem móður.„Það er engin gríma, það eru rosalegar miklar tilfinningar og mikið hrifnæmi.“ Kristín Maríella segir að það sé mikilvægt fyrir foreldra að vera sífellt að halda speglinum á lofti og skoða hvernig hægt sé að bæta sig í samskiptum við börnin sín. Kjarninn í RIE uppeldinu sé að horfa inn á við og vinna í okkur sjálfum. Mynd/Kristín MaríellaFyrir áhugasama eru hér fyrir neðan Instgram reikningar einstaklinganna sem taka þátt í þessari vitundavakningu sem má líka skoða undir merkingunum #viðurkennumtilfinningar og #stundumgrætég á samfélagsmiðlum.@ernuland@thorunnantonia@aldakarenh@kviknar@simmismidur@ingileiff@evadoggrunars@asaregins@eyjablo @respectfulmom@bjoggi Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Fer bara að gráta og skil ekki neitt“ Í Íslandi í dag í gærkvöldi fékk Kjartan Atli Kjartansson að slást í för með Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta, en hann stendur fyrir einskonar vitundarvakningu undir titlinum #ÁnFilters. 6. nóvember 2019 11:30 Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 1. desember 2019 16:00 Allar tilfinningar barna eiga rétt á sér Kristín Maríella gefur út sýna fyrstu barnabók á tveimur tungumálum. 11. október 2019 09:00 „Ég er kominn með algjört ógeð á þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til“ Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur átt mjög viðburðarríkt ár sem endar síðan á því að hann gefur út opinskáa bók fyrir jólin. 21. október 2019 10:00 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Kristín Maríella Friðjónsdóttir, höfundur barnabókarinnar Stundum græt ég / Stundum hlæ ég, hefur sett af stað vitundarvakningu á samfélagsmiðlum um að viðurkenna allar tilfinningar. Hún setti af stað umræðu á meðal nokkurra einstaklinga um mikilvægi þess að sýna börnum í uppeldi að allar tilfinningar eru samþykktar og að það sé allt í lagi að gráta. Kristín Maríella segir í samtali við Vísi að þessi skipulagða vitundarvakning hafi ákveðnar leikreglur og að dagatal hafi verið sett upp til þess að ákveða hvaða einstaklingur birtir hvaða dag. Mun þetta átak verða áfram áberandi næstu daga og vonar Kristín Maríella að þetta veki fólk til umhugsunar. Notast er við merkingarnar #viðurkennumtilfinningar og #stundumgrætég. Á meðal þeirra einstaklinga sem hafa tekið þátt með því að ræða þetta málefni á Instagram eru Ingileif Friðriksdóttir, Ása Regins, Björgvin Páll Gústafsson, Erna Kristín Stefánsdóttir, Sigmundur Grétar Hermannsson og nú síðast söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Fleiri munu bætast í hópinn næstu daga eins og til dæmis Alda Karen Hjaltalín, Andrea Eyland og Eydís Blöndal. „Það er bara ótrúlegur kraftur í þessu fólki og þetta hefur strax haft mikil áhrif,“ segir Kristín Maríella.Leyfum okkur að gráta Björgvin Páll Gústafsson, sem gaf á dögunum út metsölubókina Án filters, talaði á sínum samfélagsmiðlum einlægt um tilfinningar og grátur. Orð hans snertu við mörgum og hefur þessu verið deilt víða. Björgvin Páll er sjálfur þriggja barna faðir og segir að Kristín Maríella sé ein af sínum fyrirmyndum. „Það þurfa allir að gráta! Þvílíkur heiður að fá að vera hluti af mögnuðum hóp í nauðsynlegu verkefni,“ skrifaði Björgvin Páll undir sína nýjustu mynd á Instagram. „Leyfum okkur að gráta og berum virðingu fyrir tilfinningunum... hvort sem það er gleði, sorg, álag... Ég held með ykkur!“ Í kringum útgáfu bókar sinnar hefur Björgvin Páll nýtt vettvanginn til þess að hvetja fólk til að vera óhrætt við að „taka niður grímuna“ og koma til dyranna eins og það er klætt. Í bókinni segir hann meðal annars frá kvíðakasti sem hann fékk á stórmóti í handbolta. Í kvíðakastinu sem varð kveikjan að bókinni, byrjaði Björgvin Páll að skrifa sem varð að bók sem hefur hjálpað mörgum í svipuðum aðstæðum. View this post on InstagramA post shared by Björgvin Páll Gústavsson (@bjoggi) on Dec 5, 2019 at 4:31am PST„Í seinni tíð hef ég áttað mig á því að grátur er hluti af því að vera manneskja og endurspeglar í raun hæfileika okkar til að tengjast tilfinningum okkar,“ segir Björgvin Páll. „Grátur fyrir mér er hluti af tjáningarferli, samskiptafærni og mennsku okkar og hann býr til mótvægi við hláturinn, alveg eins og regnboginn er jafnvægi sólar og regns. Rétt eins og blómin þurfa regn þurfum við að gráta með reglulegu millibili til að vökva ræturnar og vaxa.“ Björgvin segir að fyrir sér sé staðaímyndin af karlmanni „sá sem kann að sýna tilfinningar og auðmýkt og er ekki hræddur við að vera hann sjálfur gagnvart sjálfum sér og fólkinu í kringum sig.“Allar tilfinningar skalans Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir er sjálf móðir og segir mikilvægt að búa til rými fyrir öll börn til að vera eins og þau eru og til að finna allar tilfinningar á skalanum. „Það eru engin vandamál svo stór að ekki sé hægt að tala um þau og engar tilfinningar svo erfiðar að ekki sé hægt að finna þær.“ Hún bætti svo við að allir hafi rétt á að líða nákvæmlega eins og þeim líður. View this post on InstagramA post shared by Ingileif Friðriksdóttir (@ingileiff) on Nov 10, 2019 at 9:49am PSTHans tilfinningaskjól „Gráturinn tengist allskonar tilfinningum. Góðum og sumum sem eru meira krefjandi. Ég viðurkenni allar tilfinningar. Bæði hjá mér & litlu rauðrófunni minni sem tjáir sig mikið í gegnum tilfinningar,“ skrifaði Erna Kristín á Instagram síðu sína um son sinn. Sjálf segist hún gráta mikið, að minnsta kosti sex sinnum í viku. Hún þakkaði þar Kristínu Maríellu fyrir þetta þarfa átak. „Ég óttast það að einn daginn treysti hann sér ekki til að gráta lengur, vegna pressu frá öðrum. Ég geri mitt allra besta að sýna honum hversu eðlilegt það er að gráta og hafa allskonar tilfinningar. Það er hluti af því að vera manneskja. Ekki allar tilfinningar eru hlátur og gleði. Margar tengjast reiði og sorg. En allar tilfinningar hafa rétt á sér og ég byrjaði strax að kenna honum það. Ég er hans tilfinningaskjól. Faðmur minn tekur við honum alveg eins og hann er. Hvort sem það er hlátur eða grátur. Ég hef alltaf grátið mikið & alltaf upplifað mig sem grenjuskjóðu......nei ég er ekki grenjuskjóða ég er tilfinningalega frjáls manneskja og akkurat þannig el ég upp son minn.“ View this post on InstagramA post shared by(@ernuland) on Dec 4, 2019 at 1:17pm PSTFullorðnir gráta líka „Við höfum alltaf talað við börnin okkar eins og fullorðið fólk. Þau eru jafningjar okkar en við setjum þeim skýr mörk. Við segjum þeim alltaf satt og ræðum um tilfinningar okkar og reynum að útskýra fyrir þeim af hverju okkur líður illa/vel því það er hluti af því að vera lifandi manneskja,“ skrifaði Sigmundur Grétar Hermannsson, betur þekktur sem Simmi smiður, á Instagram. Hann sagði einnig frá einlægu samtali sem hann átti við barnið sitt. „Pabbi grést þú mikið þegar ég var lítil og veik í hjartanu?“„Já mjög mikið. Ég var svo hræddur um þig því þú varst svo veik.“„Varstu þá fullorðinn?“„Já, fullorðnir gráta líka.“ View this post on InstagramA post shared by Sigmundur Grétar Hermannsson (@simmismidur) on Jan 31, 2019 at 12:49pm PSTSkilningurinn mikilvægur Athafnakonan Ása Regins er tveggja barna móðir og er sjálf ein af sex systkinum. „Það má líða illa og okkur líður öllum einhvern tímann illa. Og þegar manni líður illa þarf maður fyrst og fremst skilning,“ sagði Ása. Hún lýsti því á einlægan hátt hvernig móðir hennar var tilfinningalegt skjól fyrir þau systkinin og allar tilfinningar voru alltaf leyfðar.„Ég geri það sama fyrir börnin mín í dag. Þegar manni líður illa þarf maður fyrst og fremst einhvern sem viðurkennir tilfinningarnar – til að komast yfir þær – og líða betur í framhaldinu.“ View this post on InstagramA post shared by Àsa Reginsdóttir (@asaregins) on Nov 7, 2019 at 6:37am PSTTilfinningarnar viðurkenndar Við sögðum frá útgáfu bókar Kristínar Maríellu í síðasta mánuði hér á Vísi en í sögunni er fjallað um það hvernig er hægt að viðurkenna stórar tilfinningar barna og á sama tíma setja þeim skýr mörk með virðingu fyrir tilfinningum. „Þetta er barnabók um tilfinningar. Ég vildi þó ekki aðeins að skrifa barnabók sem fjallaði um tilfinningar heldur bók þar sem tilfinningar eru viðurkenndar og virtar. Sjálfa langaði mig svo að geta lesið bók fyrir börnin mín þar sem tengslamyndandi samskiptamynstri og heilbrigðu viðhorfi til tilfinninga væri miðlað til mín og barnanna minna.“ Bókin er með tveimur kápum og hægt er að lesa hana frá hvorri hlið fyrir sig. Uppsetning bókarinnar er táknræn en þar eru sagðar tvær sögur frá sitthvorri hliðinni og þær mætast síðan í miðri bók. Fjallað er um báða enda tilfinningarófs okkar og andstæðar tilfinningar og tjáning þeirra skoðuð frá ýmsum hliðum.„Allar tilfinningar eiga rétt á sér, þær jákvæðu sem og þær neikvæðu, og tjáning þeirra á alltaf að fá rými, skilning og samkennd. Þetta eru skilaboð sem ég brenn fyrir,“ Nú er bókin komin til landsins og er seld á Kaffi Laugalæk og í völdum Hagkaupsverslunum en er áfram líka til sölu á vefsíðu Kristínar Maríellu, Respectful Mom.Skömmina burt úr uppeldinu Kristín Maríella hefur síðustu ár vakið mikla athygli fyrir umfjöllun sína um RIE uppeldisaðferðina og hefur haldið fjölda námskeiða hér á landi. RIE, Respectful Parenting, eða virðingarríkt tengslauppeldi er uppeldisaðferð sem byggir á virðingu og trausti. Á námskeiðum sínum leggur Kristín sérstaka áherslu á að taka skömm eða „shaming“ út úr uppeldinu, því þannig tilfinningar hafi aldrei neitt gott í för með sér. Á foreldranámskeiðum sínum er Kristín Maríella mjög einlæg og hreinskilin. Þar talar hún meðal annars um erfiðustu augnablikin uppeldi eigin barna og sýnir sem dæmi myndband af gráti sonar síns eftir systkinarifrildi, myndbandið sýnir stórar tilfinningar barnsins og einnig hvernig Kristín Maríella hjálpar honum að vinna úr þessum tilfinningum. Hún segir að það sé aldrei erfitt fyrir sig að ræða svona opinskátt um foreldrahlutverkið og sig sjálfa sem móður.„Það er engin gríma, það eru rosalegar miklar tilfinningar og mikið hrifnæmi.“ Kristín Maríella segir að það sé mikilvægt fyrir foreldra að vera sífellt að halda speglinum á lofti og skoða hvernig hægt sé að bæta sig í samskiptum við börnin sín. Kjarninn í RIE uppeldinu sé að horfa inn á við og vinna í okkur sjálfum. Mynd/Kristín MaríellaFyrir áhugasama eru hér fyrir neðan Instgram reikningar einstaklinganna sem taka þátt í þessari vitundavakningu sem má líka skoða undir merkingunum #viðurkennumtilfinningar og #stundumgrætég á samfélagsmiðlum.@ernuland@thorunnantonia@aldakarenh@kviknar@simmismidur@ingileiff@evadoggrunars@asaregins@eyjablo @respectfulmom@bjoggi
Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Fer bara að gráta og skil ekki neitt“ Í Íslandi í dag í gærkvöldi fékk Kjartan Atli Kjartansson að slást í för með Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta, en hann stendur fyrir einskonar vitundarvakningu undir titlinum #ÁnFilters. 6. nóvember 2019 11:30 Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 1. desember 2019 16:00 Allar tilfinningar barna eiga rétt á sér Kristín Maríella gefur út sýna fyrstu barnabók á tveimur tungumálum. 11. október 2019 09:00 „Ég er kominn með algjört ógeð á þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til“ Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur átt mjög viðburðarríkt ár sem endar síðan á því að hann gefur út opinskáa bók fyrir jólin. 21. október 2019 10:00 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
„Fer bara að gráta og skil ekki neitt“ Í Íslandi í dag í gærkvöldi fékk Kjartan Atli Kjartansson að slást í för með Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta, en hann stendur fyrir einskonar vitundarvakningu undir titlinum #ÁnFilters. 6. nóvember 2019 11:30
Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 1. desember 2019 16:00
Allar tilfinningar barna eiga rétt á sér Kristín Maríella gefur út sýna fyrstu barnabók á tveimur tungumálum. 11. október 2019 09:00
„Ég er kominn með algjört ógeð á þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til“ Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur átt mjög viðburðarríkt ár sem endar síðan á því að hann gefur út opinskáa bók fyrir jólin. 21. október 2019 10:00