Segir misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega Stefán Ó. Jónsson og Atli Ísleifsson skrifa 8. desember 2019 14:15 Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins. vísir/vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segir aukna misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega og kallar eftir auknum stuðningi við kennara og foreldra, til að efla námsárangur barna. Breytingar á kjarasamningum kennara gætu aðstoðað í þeim efnum, að mati formanns Samtaka sjálfstæðra skóla. Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnun, en niðurstöður hennar voru kynntar í liðinni viku. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við frá aldamótum. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla og Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, tóku þátt í umræðum á Sprengisandi fyrr í dag. Hlusta má á umræðurnar í heild sinni að neðan. Alvarlegar niðurstöður Sara Dögg telur niðurstöður könnunarinnar alvarlegar og vill horfa til breytinga á kjarasamningum kennara, sem hún segir stýra starfi kennara of mikið. „Mér eiginlega bara brá. Það eru rosalega íþyngjandi ákvæði í þessum kjarasamningi um hvað kennari má og hvað hann má ekki. Undarleg, fyrir árið 2019, ákvæði í kjarasamningi hvað kennari á að gera milli kennslustunda, við hverja hann á að tala – það er skilgreint í kjarasamningum. Mér finnst þetta orðið stórskrýtið.“ Sara Dögg Svanhildardóttir. Ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöðurnar Þó svo að formaður Kennarasambandsins sé ekki sammála Söru Dögg í þessum efnum segir hann ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöður Pisa-könnunarinnar. „Við skulum bara orða þetta eins og það er. Það er allt of stór hluti íslensku þjóðarinnar og alltof stór hluti barna, er illa læs,“ segir Ragnar Þór Pétursson sem segir að leggja þurfi sérstaka áherslu á dýpra læsi. „Þegar kemur að læsi á flókin hugtök á þennan fágætari orðaforða og tæknilegri og flóknari orðaforða, þar liggur vandamálið.“ Efla kennara og foreldra Ragnar Þór segir vandan þó fjölþættan. „Það þarf að bera virðingu fyrir flækjustiginu og efla þá sem þurfa að taka á þessum vanda, sem á endanum eru kennararnir og foreldrarnir í sameiningu með stuðningi allra hinna.“ Jafnframt sé mikilvægt að sporna við aukinni misskiptingu í menntakerfinu. „Þessi félagslega skipting sem við erum farin að sjá sem er að verða óhugnanlega mikil milli ríkra og fátækra, milli landshluta og höfuðborgarsvæðis. Þetta er grundvallarspurning um um hvers konar samfélag við viljum vera og við þurfum að taka á því,“ segir Ragnar Þór. Skóla - og menntamál Sprengisandur PISA-könnun Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. 11. nóvember 2019 19:54 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Formaður Kennarasambands Íslands segir aukna misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega og kallar eftir auknum stuðningi við kennara og foreldra, til að efla námsárangur barna. Breytingar á kjarasamningum kennara gætu aðstoðað í þeim efnum, að mati formanns Samtaka sjálfstæðra skóla. Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnun, en niðurstöður hennar voru kynntar í liðinni viku. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við frá aldamótum. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla og Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, tóku þátt í umræðum á Sprengisandi fyrr í dag. Hlusta má á umræðurnar í heild sinni að neðan. Alvarlegar niðurstöður Sara Dögg telur niðurstöður könnunarinnar alvarlegar og vill horfa til breytinga á kjarasamningum kennara, sem hún segir stýra starfi kennara of mikið. „Mér eiginlega bara brá. Það eru rosalega íþyngjandi ákvæði í þessum kjarasamningi um hvað kennari má og hvað hann má ekki. Undarleg, fyrir árið 2019, ákvæði í kjarasamningi hvað kennari á að gera milli kennslustunda, við hverja hann á að tala – það er skilgreint í kjarasamningum. Mér finnst þetta orðið stórskrýtið.“ Sara Dögg Svanhildardóttir. Ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöðurnar Þó svo að formaður Kennarasambandsins sé ekki sammála Söru Dögg í þessum efnum segir hann ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöður Pisa-könnunarinnar. „Við skulum bara orða þetta eins og það er. Það er allt of stór hluti íslensku þjóðarinnar og alltof stór hluti barna, er illa læs,“ segir Ragnar Þór Pétursson sem segir að leggja þurfi sérstaka áherslu á dýpra læsi. „Þegar kemur að læsi á flókin hugtök á þennan fágætari orðaforða og tæknilegri og flóknari orðaforða, þar liggur vandamálið.“ Efla kennara og foreldra Ragnar Þór segir vandan þó fjölþættan. „Það þarf að bera virðingu fyrir flækjustiginu og efla þá sem þurfa að taka á þessum vanda, sem á endanum eru kennararnir og foreldrarnir í sameiningu með stuðningi allra hinna.“ Jafnframt sé mikilvægt að sporna við aukinni misskiptingu í menntakerfinu. „Þessi félagslega skipting sem við erum farin að sjá sem er að verða óhugnanlega mikil milli ríkra og fátækra, milli landshluta og höfuðborgarsvæðis. Þetta er grundvallarspurning um um hvers konar samfélag við viljum vera og við þurfum að taka á því,“ segir Ragnar Þór.
Skóla - og menntamál Sprengisandur PISA-könnun Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. 11. nóvember 2019 19:54 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31
Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. 11. nóvember 2019 19:54