Fækkunin í kirkjunni mest af yngri kynslóð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. nóvember 2019 08:00 Síðustu tíu árin hefur meðlimum kirkjunnar á aldrinum 0 til 17 ára fækkað um tíu þúsund. Fréttablaðið/ERNIR Meðlimum í þjóðkirkjunni hefur fækkað um tæplega tuttugu þúsund á áratug. Greiðendum sóknargjalda í þjóðkirkjunni hefur hins vegar aðeins fækkað um tæp tíu þúsund en greiðsla þeirra hefst við 16 ára aldur. Á síðustu tíu árum hefur meðlimum kirkjunnar á aldrinum 0 til 17 ára fækkað um tíu þúsund. Þeir voru 68.790 árið 2010 en eru í ár 54.248. Langstærstur hluti þessarar fækkunar hefur færst yfir á þá sem eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða eru með skráninguna „ótilgreint“ í þjóðskrá. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um hve mjög hefur dregið úr skráningum í þjóðkirkjuna við fæðingu en hlutfall þeirra barna sem skráð eru við fæðingu fór fyrst niður fyrir 50 prósent á síðasta ári. Langmesta aukningin undanfarinn áratug er hins vegar meðal þeirra sem skráðir eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga og eru með ótilgreinda skráningu í trúfélög samkvæmt þjóðskrá. Hlutfall þessara hópa var tæplega tíu prósent landsmanna árið 2010 en er nú komið upp í 20 prósent. Þau trú- og lífsskoðunarfélög sem mest hafa bætt við sig í meðlimafjölda undanfarin tíu ár eru Kaþólska kirkjan, Ásatrúarfélagið og Siðmennt. Fjöldi meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum ræður fjárhæð sóknargjalda þeirra úr ríkissjóði. Sóknargjöld hvers árs miðast við skráningu í félög eins og hún er 1. desember árið á undan. Þannig miðast greiðsla sóknargjalda til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga árið 2020 við fjölda meðlima í hverju og einu þeirra eins og hann er 1. desember næstkomandi, sem er á morgun. Í sérstöku viðbótarsamkomulagi ríkisins við þjóðkirkjuna sem ríkisstjórnin undirritaði í haust, um greiðslur ríkisins til kirkjunnar, er sérstaklega kveðið á um að hvorugur samningsaðila geti borið fyrir sig fjölgun eða fækkun á meðlimum þjóðkirkjunnar sem leiða kunni af mögulegum breytingum á lögum eða reglum um skráningu í trúfélög eða á framkvæmd skráninga. Með samkomulaginu skuldbindur ríkið sig til að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju, fyrir utan sóknargjöld. Um leið er horfið frá því fyrirkomulagi að ríkið greiði tilteknum fjölda starfsmanna kirkjunnar laun og fer kirkjan nú með sjálfdæmi um starfsmannamál sín. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Meðlimum í þjóðkirkjunni hefur fækkað um tæplega tuttugu þúsund á áratug. Greiðendum sóknargjalda í þjóðkirkjunni hefur hins vegar aðeins fækkað um tæp tíu þúsund en greiðsla þeirra hefst við 16 ára aldur. Á síðustu tíu árum hefur meðlimum kirkjunnar á aldrinum 0 til 17 ára fækkað um tíu þúsund. Þeir voru 68.790 árið 2010 en eru í ár 54.248. Langstærstur hluti þessarar fækkunar hefur færst yfir á þá sem eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða eru með skráninguna „ótilgreint“ í þjóðskrá. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um hve mjög hefur dregið úr skráningum í þjóðkirkjuna við fæðingu en hlutfall þeirra barna sem skráð eru við fæðingu fór fyrst niður fyrir 50 prósent á síðasta ári. Langmesta aukningin undanfarinn áratug er hins vegar meðal þeirra sem skráðir eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga og eru með ótilgreinda skráningu í trúfélög samkvæmt þjóðskrá. Hlutfall þessara hópa var tæplega tíu prósent landsmanna árið 2010 en er nú komið upp í 20 prósent. Þau trú- og lífsskoðunarfélög sem mest hafa bætt við sig í meðlimafjölda undanfarin tíu ár eru Kaþólska kirkjan, Ásatrúarfélagið og Siðmennt. Fjöldi meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum ræður fjárhæð sóknargjalda þeirra úr ríkissjóði. Sóknargjöld hvers árs miðast við skráningu í félög eins og hún er 1. desember árið á undan. Þannig miðast greiðsla sóknargjalda til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga árið 2020 við fjölda meðlima í hverju og einu þeirra eins og hann er 1. desember næstkomandi, sem er á morgun. Í sérstöku viðbótarsamkomulagi ríkisins við þjóðkirkjuna sem ríkisstjórnin undirritaði í haust, um greiðslur ríkisins til kirkjunnar, er sérstaklega kveðið á um að hvorugur samningsaðila geti borið fyrir sig fjölgun eða fækkun á meðlimum þjóðkirkjunnar sem leiða kunni af mögulegum breytingum á lögum eða reglum um skráningu í trúfélög eða á framkvæmd skráninga. Með samkomulaginu skuldbindur ríkið sig til að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju, fyrir utan sóknargjöld. Um leið er horfið frá því fyrirkomulagi að ríkið greiði tilteknum fjölda starfsmanna kirkjunnar laun og fer kirkjan nú með sjálfdæmi um starfsmannamál sín.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira