Grafarvogur tilraunahverfi skólasameininga Marta Guðjónsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 08:30 Ekki eru ýkja mörg ár liðin frá því ráðist var í miklar sameiningar skóla í hverfinu sem ollu miklu miklu fjaðrafoki en það var árið 2012. Mikil óvissa og ringulreið skapaðist í skólastarfinu í aðdraganda þeirra róttæku breytinga sem áttu sér stað þá. Þær skólasameiningarnar voru keyrðar í gegn þrátt fyrir mikla andstöðu og varnaðarorð skólasamfélagsins alls, starfsmanna skólanna, fræðimanna í menntamálum, samtökum foreldra og skóla og síðast en ekki síst þeirra 12.000 foreldra sem skrifuðu undir mótmæli við þeim á einungis örfáum dögum. Úttekt fékk falleinkunn Gerð var ítarleg óháð úttekt á þessum sameiningum af ráðgjafafyrirtækinu Intellecta sem staðfesti svo ekki verði um villst að varnaðarorð og gagnrýni á sameiningarnar áttu fullan rétt á sér. Í skemmstu máli fékk sameiningarferlið, undirbúningur og framkvæmd verksins falleinkunn í úttektinni. Viðhorf starfsmanna skólanna til samráðs í þessu ferli lýsti sér best í því að mikill meirihluti þeirra taldi að búið hafi verið að taka ákvarðanir um sameiningarnar áður en samráðsferlið hófst og því hafi ekki verið um raunverulegt samráð að ræða heldur sýndarsamráð. Gömul saga og ný Því miður er sama sagan að endurtaka sig nú. Enginn lærdómur hefur verið dreginn af fyrri sameiningum. Nú aðeins örfáum árum eftir misheppnaðar fyrri skólasameiningar á að keyra í gegn breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi, þrátt fyrir hávær mótmæli foreldra, nemenda og starfsfólks. Sama samráðsleysið er nú uppi á teningnum og um sama sýndarsamráðið er að ræða enn og aftur. Ekkert raunverulegt samráð hefur átt sér stað sem staðfestist í athugasemdum foreldrafélaga og öllum þeim tölvupóstum sem okkur kjörnum fulltrúum hefur borist. Nemendur hafa auk þess bent á að lýðræðisleg aðkoma þeirra að málinu sé ekki virt enda sá einn nemandi sig knúinn til að stíga fram í fjölmiðlum og tjá sín sjónarmið þar. Ekki hefur heldur verið hlustað á þær lausnir sem minnihlutinn í borgarstjórn hefur lagt fram til að koma í veg fyrir lokun Korpuskóla. Við höfum lagt fram ýmsar tillögur í þeim efnum s.s. samrekstur leik- og grunnskóla, fjölgun árganga í skólanum og síðast en ekki síst að þétta byggð í Staðahverfi til að fjölga íbúum hverfisins þannig að þeir innviðir sem til staðar eru nýtist betur og hægt verði að tryggja stöðugleika í skólahaldi í hverfinu til framtíðar. Til samanburðar var Úlfarsárdalur stækkaður til að tryggja sjálfbærni og nauðsynlegan nemendafjölda í skólanum, það sama hefði auðvitað átt gilda um Staðahverfið. Staðarhverfi ekki lengur sjálfbært Ein af megináherslum aðalskipulagsins er sjálfbærni hverfa, einn stærsti þátturinn í því er að þar sé öll nauðsynleg þjónusta til staðar. Skólar og leikskólar spila þar eitt stærsta hlutverkið. Ljóst er að með lokun Korpuskóla er farið gegn meginmarkmiðum aðalskipulagsins um sjálfbærni hverfa og þar af leiðandi getur Staðahverfi ekki talist lengur sjálfbært hverfi. Raddir íbúa skipta meirihlutann engu máli Enn og aftur neitar borgarstjórnarmeirihlutinn að hlusta á raddir íbúa með því að fella tillögu okkar, allra minnihlutaflokkanna í borgarstjórn, um að fresta tillögu að breytingum á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi og fara í víðtækt alvöru samráð við íbúa allra þeirra hverfa Grafarvogs sem ákvörðunin snertir og gefa nemendum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri áður en endanleg ákvörðun var tekin. Hér sannast það til að meirihlutinn hefur endanlega undirstrikað að hann hefur engan lærdóm dregið af fyrri sameiningum og hefur engan áhuga á alvöru samráði heldur bara sýndarsamráði.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ekki eru ýkja mörg ár liðin frá því ráðist var í miklar sameiningar skóla í hverfinu sem ollu miklu miklu fjaðrafoki en það var árið 2012. Mikil óvissa og ringulreið skapaðist í skólastarfinu í aðdraganda þeirra róttæku breytinga sem áttu sér stað þá. Þær skólasameiningarnar voru keyrðar í gegn þrátt fyrir mikla andstöðu og varnaðarorð skólasamfélagsins alls, starfsmanna skólanna, fræðimanna í menntamálum, samtökum foreldra og skóla og síðast en ekki síst þeirra 12.000 foreldra sem skrifuðu undir mótmæli við þeim á einungis örfáum dögum. Úttekt fékk falleinkunn Gerð var ítarleg óháð úttekt á þessum sameiningum af ráðgjafafyrirtækinu Intellecta sem staðfesti svo ekki verði um villst að varnaðarorð og gagnrýni á sameiningarnar áttu fullan rétt á sér. Í skemmstu máli fékk sameiningarferlið, undirbúningur og framkvæmd verksins falleinkunn í úttektinni. Viðhorf starfsmanna skólanna til samráðs í þessu ferli lýsti sér best í því að mikill meirihluti þeirra taldi að búið hafi verið að taka ákvarðanir um sameiningarnar áður en samráðsferlið hófst og því hafi ekki verið um raunverulegt samráð að ræða heldur sýndarsamráð. Gömul saga og ný Því miður er sama sagan að endurtaka sig nú. Enginn lærdómur hefur verið dreginn af fyrri sameiningum. Nú aðeins örfáum árum eftir misheppnaðar fyrri skólasameiningar á að keyra í gegn breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi, þrátt fyrir hávær mótmæli foreldra, nemenda og starfsfólks. Sama samráðsleysið er nú uppi á teningnum og um sama sýndarsamráðið er að ræða enn og aftur. Ekkert raunverulegt samráð hefur átt sér stað sem staðfestist í athugasemdum foreldrafélaga og öllum þeim tölvupóstum sem okkur kjörnum fulltrúum hefur borist. Nemendur hafa auk þess bent á að lýðræðisleg aðkoma þeirra að málinu sé ekki virt enda sá einn nemandi sig knúinn til að stíga fram í fjölmiðlum og tjá sín sjónarmið þar. Ekki hefur heldur verið hlustað á þær lausnir sem minnihlutinn í borgarstjórn hefur lagt fram til að koma í veg fyrir lokun Korpuskóla. Við höfum lagt fram ýmsar tillögur í þeim efnum s.s. samrekstur leik- og grunnskóla, fjölgun árganga í skólanum og síðast en ekki síst að þétta byggð í Staðahverfi til að fjölga íbúum hverfisins þannig að þeir innviðir sem til staðar eru nýtist betur og hægt verði að tryggja stöðugleika í skólahaldi í hverfinu til framtíðar. Til samanburðar var Úlfarsárdalur stækkaður til að tryggja sjálfbærni og nauðsynlegan nemendafjölda í skólanum, það sama hefði auðvitað átt gilda um Staðahverfið. Staðarhverfi ekki lengur sjálfbært Ein af megináherslum aðalskipulagsins er sjálfbærni hverfa, einn stærsti þátturinn í því er að þar sé öll nauðsynleg þjónusta til staðar. Skólar og leikskólar spila þar eitt stærsta hlutverkið. Ljóst er að með lokun Korpuskóla er farið gegn meginmarkmiðum aðalskipulagsins um sjálfbærni hverfa og þar af leiðandi getur Staðahverfi ekki talist lengur sjálfbært hverfi. Raddir íbúa skipta meirihlutann engu máli Enn og aftur neitar borgarstjórnarmeirihlutinn að hlusta á raddir íbúa með því að fella tillögu okkar, allra minnihlutaflokkanna í borgarstjórn, um að fresta tillögu að breytingum á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi og fara í víðtækt alvöru samráð við íbúa allra þeirra hverfa Grafarvogs sem ákvörðunin snertir og gefa nemendum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri áður en endanleg ákvörðun var tekin. Hér sannast það til að meirihlutinn hefur endanlega undirstrikað að hann hefur engan lærdóm dregið af fyrri sameiningum og hefur engan áhuga á alvöru samráði heldur bara sýndarsamráði.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun