Sáttamiðlun notuð í of litlum mæli hér á landi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 21. nóvember 2019 06:00 Málþing um sáttamiðlun verður haldið í dag Vísir/getty „Við erum að fá hingað þennan frábæra sérfræðing frá Skotlandi sem er framkvæmdastjóri Scottish Mediation og hann ætlar að segja okkur hvernig Skotar hafa verið að gera þetta,“ segir Dagný Rut Haraldsdóttir, sáttamiðlari, lögfræðingur og stjórnarmaður Sáttar. Í dag klukkan 15 verður haldið málþing um sáttamiðlun í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar þar sem Graham Boyack mun flytja erindi um innleiðingu sáttamiðlunar í Skotlandi. Sátt, félag um sáttamiðlun heldur málþingið og segir Dagný sáttamiðlun vera að ryðja sér til rúms á Íslandi. „Sáttamiðlun er það kallað þegar hlutlaus þriðji aðili leiðir og stýrir ferli þar sem markmiðið er að hjálpa málsaðilum að ná samkomulagi,“ segir Dagný. „Þetta ferli má nota í hinum ýmsu málum, til dæmis við nágrannaerjur, í viðskiptum og í rauninni á þetta heima alls staðar þar sem fólk á í deilum,“ bætir hún við. Dagný segir mun ódýrara að útkljá ýmis mál með sáttamiðlun en í dómskerfinu. „Þetta kostar okkur miklu minna ef talið er beint í beinum peningum og líka ef við lítum á tíma,“ segir hún. „Svona getum við leyst flókin mál með nokkrum fundum sem taka í mesta lagi nokkrar vikur á móti mörgum mánuðum eða jafnvel árum í dómskerfinu,“ segir hún.Dagný Rut HaraldsdóttirÁrið 2013 var sett í barnalög skyldubundin sáttameðferð við skilnað eða sambúðarslit tveggja aðila sem eiga saman barn. „Með því að setja þetta inn í barnalögin hefur þekkingin og reynslan á sáttamiðlun aukist. Við sjáum að miklu færri mál eru að fara fyrir dómara og í úrskurð hjá sýslumanni,“ segir Dagný. Árið 2014 kom 351 slíkt mál á borð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og þar af fór 261 þeirra í sáttamiðlun. „Þetta hefur gefið góða raun og í rauninni ætti það að vera þannig að ef upp kemur deila þá sé sáttamiðlun fyrsta skrefið sem er reynt en ekki dómskerfið,“ segir Dagný. Hún segir sáttamiðlun eiga við í hinum ýmsu málum, bæði einkamálum og sakamálum. „Íslendingar eru bara alltaf svolítið seinir til, og ef við horfum á löndin í kringum okkur þá er þetta úrræði notað mun meira þar en hér. Á málþinginu munum við heyra hvernig þetta gengur til í Skotlandi en ætla má að Skotar séu um tíu árum á undan okkur í þessu,“ segir hún. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tekur undir orð Dagnýjar og segir að hægt væri að notast við sáttamiðlun í mun meiri mæli en gert er. „Þetta er mjög gott úrræði og það er sorglegt hvað það er lítið notað. Ég held að þetta gæti verið stórgott úrræði í ýmsum sakamálum,“ segir Kolbrún. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
„Við erum að fá hingað þennan frábæra sérfræðing frá Skotlandi sem er framkvæmdastjóri Scottish Mediation og hann ætlar að segja okkur hvernig Skotar hafa verið að gera þetta,“ segir Dagný Rut Haraldsdóttir, sáttamiðlari, lögfræðingur og stjórnarmaður Sáttar. Í dag klukkan 15 verður haldið málþing um sáttamiðlun í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar þar sem Graham Boyack mun flytja erindi um innleiðingu sáttamiðlunar í Skotlandi. Sátt, félag um sáttamiðlun heldur málþingið og segir Dagný sáttamiðlun vera að ryðja sér til rúms á Íslandi. „Sáttamiðlun er það kallað þegar hlutlaus þriðji aðili leiðir og stýrir ferli þar sem markmiðið er að hjálpa málsaðilum að ná samkomulagi,“ segir Dagný. „Þetta ferli má nota í hinum ýmsu málum, til dæmis við nágrannaerjur, í viðskiptum og í rauninni á þetta heima alls staðar þar sem fólk á í deilum,“ bætir hún við. Dagný segir mun ódýrara að útkljá ýmis mál með sáttamiðlun en í dómskerfinu. „Þetta kostar okkur miklu minna ef talið er beint í beinum peningum og líka ef við lítum á tíma,“ segir hún. „Svona getum við leyst flókin mál með nokkrum fundum sem taka í mesta lagi nokkrar vikur á móti mörgum mánuðum eða jafnvel árum í dómskerfinu,“ segir hún.Dagný Rut HaraldsdóttirÁrið 2013 var sett í barnalög skyldubundin sáttameðferð við skilnað eða sambúðarslit tveggja aðila sem eiga saman barn. „Með því að setja þetta inn í barnalögin hefur þekkingin og reynslan á sáttamiðlun aukist. Við sjáum að miklu færri mál eru að fara fyrir dómara og í úrskurð hjá sýslumanni,“ segir Dagný. Árið 2014 kom 351 slíkt mál á borð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og þar af fór 261 þeirra í sáttamiðlun. „Þetta hefur gefið góða raun og í rauninni ætti það að vera þannig að ef upp kemur deila þá sé sáttamiðlun fyrsta skrefið sem er reynt en ekki dómskerfið,“ segir Dagný. Hún segir sáttamiðlun eiga við í hinum ýmsu málum, bæði einkamálum og sakamálum. „Íslendingar eru bara alltaf svolítið seinir til, og ef við horfum á löndin í kringum okkur þá er þetta úrræði notað mun meira þar en hér. Á málþinginu munum við heyra hvernig þetta gengur til í Skotlandi en ætla má að Skotar séu um tíu árum á undan okkur í þessu,“ segir hún. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tekur undir orð Dagnýjar og segir að hægt væri að notast við sáttamiðlun í mun meiri mæli en gert er. „Þetta er mjög gott úrræði og það er sorglegt hvað það er lítið notað. Ég held að þetta gæti verið stórgott úrræði í ýmsum sakamálum,“ segir Kolbrún.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira