Rúmlega 40% einstaklinga á hrakhólum vegna átaka eru börn Heimsljós kynnir 21. nóvember 2019 14:39 Ljósmynd á forsíðu skýrslunnar. IDMC Að minnsta kosti sautján milljónir barna yngri en átján ára voru á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis víðs vegar um heiminn um síðustu áramót, að því er fram kemur í úttekt eftirlitsstofnunarinnar Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) sem gefin var út í dag. Úttektin er gerð í tilefni af Alþjóðadegi barna í gær. Af þessum átján milljónum barna voru rúmlega fimm milljónir þeirra yngri en fimm ára.Skýrslan er sú fyrsta þar sem reynt er að meta fjölda barna á hrakhólum í heiminum sem flýja átök og ofbeldi. Hún leiðir í ljós að helmingur barnanna býr í Afríku sunnan Sahara, eða 8,2 milljónir. Í átta þjóðríkjum eru börn á hrakhólum fleiri en ein milljón, flest í Sýrlandi, 2,2 milljónir, en hinar þjóðirnar eru Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Kólumbía, Sómalía, Afganistan, Nígería og Jemen. „Að því gefnu að liðlega 40 prósent allra einstaklinga á vergangi vegna átaka og ofbeldis eru yngri en átján ára, sýnir að allar aðgerðir til þess að afstýra eða bregðast við stöðu þessa hóps, ættu að beinast að börnum. Engu að síður kemur á daginn að börn eru að mestu leyti ósýnileg í tölfræðigögnum og gleymast oftast í umræðu um stefnumótun þegar fjallað er um þá sem eru á hrakhólum í eigin landi,“ segir Alexandra Bilak, framkvæmdastjóri IDMC. Til viðbótar við tölur um aldur og staðsetningu barna á vergangi eru dregnir fram í skýrslunni fjölmargir skaðlegir þættir sem geta verið fylgifiskar þeirrar stöðu, meðal annars hvað varðar öryggi barnanna, heilsu og menntun. Í frétt frá IDMC er nefnt sem dæmi að í könnun miðstöðvarinnar í Eþíópíu árið 2019 hafi komið fram skýr einkenni um sálræna vanlíðan hjá börnum. Kennarar í búðum flóttafólks hafi greint frá því að nemendur kæmust auðveldlega í uppnám og brygðust oft við aðstæðum á býsna árásargjarnan hátt, auk þess sem yfirlið vegna streitu væru þekkt meðal barna. „Börn á flótta eru í sérstaklega mikilli hættu þegar kemur að misnotkun, vanrækslu, veikindum og fátækt,“ segir Alexandra Bilak. Í skýrslunni er að finna upplýsingar um stefnumótun einstakra ríkja um börn á vergangi ásamt tillögum um það hvernig best færi á því að veita þeim stuðning og vernd. Skýrslan nær til 53 ríkja í öllum heimsálfunum fimm. Hún nær hins vegar ekki til milljóna annarra sem eru á hrakhólum vegna náttúruhamfara, loftslagsbreytinga eða af öðrum ástæðum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Að minnsta kosti sautján milljónir barna yngri en átján ára voru á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis víðs vegar um heiminn um síðustu áramót, að því er fram kemur í úttekt eftirlitsstofnunarinnar Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) sem gefin var út í dag. Úttektin er gerð í tilefni af Alþjóðadegi barna í gær. Af þessum átján milljónum barna voru rúmlega fimm milljónir þeirra yngri en fimm ára.Skýrslan er sú fyrsta þar sem reynt er að meta fjölda barna á hrakhólum í heiminum sem flýja átök og ofbeldi. Hún leiðir í ljós að helmingur barnanna býr í Afríku sunnan Sahara, eða 8,2 milljónir. Í átta þjóðríkjum eru börn á hrakhólum fleiri en ein milljón, flest í Sýrlandi, 2,2 milljónir, en hinar þjóðirnar eru Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Kólumbía, Sómalía, Afganistan, Nígería og Jemen. „Að því gefnu að liðlega 40 prósent allra einstaklinga á vergangi vegna átaka og ofbeldis eru yngri en átján ára, sýnir að allar aðgerðir til þess að afstýra eða bregðast við stöðu þessa hóps, ættu að beinast að börnum. Engu að síður kemur á daginn að börn eru að mestu leyti ósýnileg í tölfræðigögnum og gleymast oftast í umræðu um stefnumótun þegar fjallað er um þá sem eru á hrakhólum í eigin landi,“ segir Alexandra Bilak, framkvæmdastjóri IDMC. Til viðbótar við tölur um aldur og staðsetningu barna á vergangi eru dregnir fram í skýrslunni fjölmargir skaðlegir þættir sem geta verið fylgifiskar þeirrar stöðu, meðal annars hvað varðar öryggi barnanna, heilsu og menntun. Í frétt frá IDMC er nefnt sem dæmi að í könnun miðstöðvarinnar í Eþíópíu árið 2019 hafi komið fram skýr einkenni um sálræna vanlíðan hjá börnum. Kennarar í búðum flóttafólks hafi greint frá því að nemendur kæmust auðveldlega í uppnám og brygðust oft við aðstæðum á býsna árásargjarnan hátt, auk þess sem yfirlið vegna streitu væru þekkt meðal barna. „Börn á flótta eru í sérstaklega mikilli hættu þegar kemur að misnotkun, vanrækslu, veikindum og fátækt,“ segir Alexandra Bilak. Í skýrslunni er að finna upplýsingar um stefnumótun einstakra ríkja um börn á vergangi ásamt tillögum um það hvernig best færi á því að veita þeim stuðning og vernd. Skýrslan nær til 53 ríkja í öllum heimsálfunum fimm. Hún nær hins vegar ekki til milljóna annarra sem eru á hrakhólum vegna náttúruhamfara, loftslagsbreytinga eða af öðrum ástæðum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent