Ræða áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 11:30 Málfundurinn fer fram í stofu 101 á Háskólatorgi. Vísir/Hanna Það skortir töluvert á rannsóknir á áhrifum sameininga sveitarfélaga segir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vert sé að horfa til reynslu annarra landa í aðdraganda þeirra sameininga sem eru í farvatninu hér á landi. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga sem meðal annars kveður á um fækkun sveitarfélaga og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags miðist við þúsund íbúa árið 2026. Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu.Beint streymi af fundinum er aðgengilegt hér. Á málfundinum fjallar Róbert Ragnarson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf um hugmyndafræðina á bak við heimastjórnir í sameinuðum sveitarfélögum og Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, ræðir kosti og galla valddreifingar innan einstakra sveitarfélaga. „Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt í fyrri sameiningum hér á Íslandi og víðar svo sem er að þegar búið er að sameina að þá í rauninni flytjist öll stjórnsýsla og allt svona bæði raunverulegt og jafnvel táknrænt vald líka yfir í einhverja miðju eða kjarna og sé síðan þar. Þá í rauninni þeir sem eru þá fjær kjarnanum þeir upplifa sig í rauninni áhrifalausa,“ segir Eva Marín. Skoða þurfi hvernig tryggja megi ákveðið sjálfræði svæðisbundinna eininga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það skortir töluvert á rannsóknir á þessu og þess vegna er mjög spennandi að við séum að fara inn í þetta vegna þess að við getum þá svolítið fylgt eftir hvernig þróunin verður og mögulega þá kannski líka lært af reynslu þeirra sem hafa áður gert þetta vegna þess að þetta gengur ekki alltaf fullkomlega. Og það er kannski svolítið mikilvægt að við horfum líka á reynslu annarra þjóða og veltum fyrir okkur hvað við getum lært af þeim,“ Eva Marín. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Það skortir töluvert á rannsóknir á áhrifum sameininga sveitarfélaga segir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vert sé að horfa til reynslu annarra landa í aðdraganda þeirra sameininga sem eru í farvatninu hér á landi. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga sem meðal annars kveður á um fækkun sveitarfélaga og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags miðist við þúsund íbúa árið 2026. Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu.Beint streymi af fundinum er aðgengilegt hér. Á málfundinum fjallar Róbert Ragnarson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf um hugmyndafræðina á bak við heimastjórnir í sameinuðum sveitarfélögum og Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, ræðir kosti og galla valddreifingar innan einstakra sveitarfélaga. „Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt í fyrri sameiningum hér á Íslandi og víðar svo sem er að þegar búið er að sameina að þá í rauninni flytjist öll stjórnsýsla og allt svona bæði raunverulegt og jafnvel táknrænt vald líka yfir í einhverja miðju eða kjarna og sé síðan þar. Þá í rauninni þeir sem eru þá fjær kjarnanum þeir upplifa sig í rauninni áhrifalausa,“ segir Eva Marín. Skoða þurfi hvernig tryggja megi ákveðið sjálfræði svæðisbundinna eininga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það skortir töluvert á rannsóknir á þessu og þess vegna er mjög spennandi að við séum að fara inn í þetta vegna þess að við getum þá svolítið fylgt eftir hvernig þróunin verður og mögulega þá kannski líka lært af reynslu þeirra sem hafa áður gert þetta vegna þess að þetta gengur ekki alltaf fullkomlega. Og það er kannski svolítið mikilvægt að við horfum líka á reynslu annarra þjóða og veltum fyrir okkur hvað við getum lært af þeim,“ Eva Marín.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira