Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 27. nóvember 2019 07:31 Birgir Jónsson tók við stjórnartaumunum í vor og hefur síðan þá látið til sín taka. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Íslandspóstur er að komast á réttan kjöl. Það hefur um árabil verið rekið með tapi en árangurinn af stórfelldum hagræðingaraðgerðum á þessu ári er nú að koma í ljós. Rekstrarhagnaður á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur margfaldast miðað við sama tímabil í fyrra og útlit er fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári. Forstjóri Íslandspósts segir að þegar búið sé að leysa úr skuldavanda Íslandspósts geti fyrirtækið byrjað að skila hagnaði og orðið eitt arðbærasta póstfyrirtækið á Norðurlöndum. „Maður verður að spara lýsingarorðin en þetta er öflugur viðsnúningur. Það var búið að hagræða töluvert í rekstri Póstsins á liðnum árum en þær aðgerðir sneru fyrst og fremst að því að skerða þjónustu með því að fækka dreifingardögum og stytta opnunartíma. Núna erum við hins vegar að ná þessum viðsnúningi með því að taka til í rekstrinum en á sama tíma stórauka þjónustu við viðskiptavini,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, í samtali við Markaðinn. Hann var ráðinn forstjóri í maí og tók þá við mikil endurskipulagning. Íslandspóstur sagði upp 43 starfsmönnum í sumar en alls hefur stöðugildum fækkað um 15 prósent. Fækkað var í framkvæmdastjórn um tvo og samhliða varð mikil endurnýjun í stjórnendastöðum. Pósturinn flutti síðan nýlega í minna og ódýrara skrifstofuhúsnæði og þremur dreifingarstöðum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað. Þá var gripið til þess að flokka póst á því svæði sem hann á að fara á en áður var til dæmis bréf sem var póstlagt á Egilsstöðum sent til Reykjavíkur í flokkun og svo aftur austur. Endurskipulagning hefur skilað því að á fyrstu tíu mánuðum ársins var EBITDA Íslandspósts, rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta, 410 milljónir króna samanborið við 95 milljónir á síðasta ári. Þannig varð rífleg fjórföldun á rekstrarhagnaði þrátt fyrir að veltan hefði dregist lítillega saman á milli ára.„Það jákvæða við það þegar fyrirtæki lendir í ógöngum eins og Pósturinn gerði er að umboðið til breytinga er svo sterkt. Það hefur verið mjög ánægjulegt að sjá alla starfsmenn, allt stjórnendateymið og stjórnina vera á sama máli um hvað þurfi að gera og um að það sem var gert áður gekk ekki upp. Það er mikill samtakamáttur og þá er hægt að breyta miklu,“ segir Birgir. Íslandspóstur gerir ráð fyrir 625 milljóna króna tapi á þessu ári vegna einskiptiskostnaðar við endurskipulagninguna. Á næsta ári er hins vegar áætlað að afkoman verði við núllið og EBITDA verði 625 milljónir. Fyrirtækið glímir við þunga afborgunarbyrði og mikla skuldsetningu eftir ýmis fjárfestingarverkefni síðustu ára og segir Birgir að nú sé stóra verkefnið að létta byrðina. „Ef þú horfir á EBITDA sem hlutfall af heildartekjum þá gerum við ráð fyrir að það verði um 8 prósent á næsta ári. Ef við setja það síðan í norrænt samhengi þá verður Íslandspóstur eitt arðbærasta póstfyrirtækið á Norðurlöndum. Við erum skuldsett og það er vandi sem við erum að taka á en ég sé alveg fyrir mér að í framtíðinni verði hægt að skila hagnaði.“ Íslandspóstur lokaði sem fyrr segir þremur dreifingarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og þannig losnuðu fasteignir sem verða seldar til að greiða niður skuldir. Sala fasteigna muni nema um 400 milljónum króna og fara beint inn á lánin að sögn Birgis. Þá hafa öll dótturfélög Póstsins verið seld eða eru á lokametrum í söluferli. Um áramótin mun Pósturinn ekki eiga nein dótturfélög í rekstri. „Þessi félög eru ekki stórir bitar og salan snýst því meira um að draga okkur út úr ábyrgðum og því að setja inn pening í félögin. Við erum líka að skapa frið um Póstinn með því að bregðast við þeirri gagnrýni að Pósturinn hafi verið með umsvif á mörkuðum sem tengjast ekki kjarnastarfseminni með beinum hætti,“ segir Birgir. Spurður hvort stærstu hagræðingaraðgerðirnar séu að baki svarar Birgir játandi en tekur fram að Íslandspóstur muni stöðugt leita leiða til að gera reksturinn skilvirkari. „Í venjulegum fyrirtækjum er svona verkefnum aldrei lokið. Við erum stanslaust að leita leiða til að gera hlutina með skilvirkari og ódýrari hætti. En ég á ekki von á eins stórum höggum og hafa verið á þessu ári. Þetta verða meiri fínstillingar.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Íslandspóstur er að komast á réttan kjöl. Það hefur um árabil verið rekið með tapi en árangurinn af stórfelldum hagræðingaraðgerðum á þessu ári er nú að koma í ljós. Rekstrarhagnaður á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur margfaldast miðað við sama tímabil í fyrra og útlit er fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári. Forstjóri Íslandspósts segir að þegar búið sé að leysa úr skuldavanda Íslandspósts geti fyrirtækið byrjað að skila hagnaði og orðið eitt arðbærasta póstfyrirtækið á Norðurlöndum. „Maður verður að spara lýsingarorðin en þetta er öflugur viðsnúningur. Það var búið að hagræða töluvert í rekstri Póstsins á liðnum árum en þær aðgerðir sneru fyrst og fremst að því að skerða þjónustu með því að fækka dreifingardögum og stytta opnunartíma. Núna erum við hins vegar að ná þessum viðsnúningi með því að taka til í rekstrinum en á sama tíma stórauka þjónustu við viðskiptavini,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, í samtali við Markaðinn. Hann var ráðinn forstjóri í maí og tók þá við mikil endurskipulagning. Íslandspóstur sagði upp 43 starfsmönnum í sumar en alls hefur stöðugildum fækkað um 15 prósent. Fækkað var í framkvæmdastjórn um tvo og samhliða varð mikil endurnýjun í stjórnendastöðum. Pósturinn flutti síðan nýlega í minna og ódýrara skrifstofuhúsnæði og þremur dreifingarstöðum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað. Þá var gripið til þess að flokka póst á því svæði sem hann á að fara á en áður var til dæmis bréf sem var póstlagt á Egilsstöðum sent til Reykjavíkur í flokkun og svo aftur austur. Endurskipulagning hefur skilað því að á fyrstu tíu mánuðum ársins var EBITDA Íslandspósts, rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta, 410 milljónir króna samanborið við 95 milljónir á síðasta ári. Þannig varð rífleg fjórföldun á rekstrarhagnaði þrátt fyrir að veltan hefði dregist lítillega saman á milli ára.„Það jákvæða við það þegar fyrirtæki lendir í ógöngum eins og Pósturinn gerði er að umboðið til breytinga er svo sterkt. Það hefur verið mjög ánægjulegt að sjá alla starfsmenn, allt stjórnendateymið og stjórnina vera á sama máli um hvað þurfi að gera og um að það sem var gert áður gekk ekki upp. Það er mikill samtakamáttur og þá er hægt að breyta miklu,“ segir Birgir. Íslandspóstur gerir ráð fyrir 625 milljóna króna tapi á þessu ári vegna einskiptiskostnaðar við endurskipulagninguna. Á næsta ári er hins vegar áætlað að afkoman verði við núllið og EBITDA verði 625 milljónir. Fyrirtækið glímir við þunga afborgunarbyrði og mikla skuldsetningu eftir ýmis fjárfestingarverkefni síðustu ára og segir Birgir að nú sé stóra verkefnið að létta byrðina. „Ef þú horfir á EBITDA sem hlutfall af heildartekjum þá gerum við ráð fyrir að það verði um 8 prósent á næsta ári. Ef við setja það síðan í norrænt samhengi þá verður Íslandspóstur eitt arðbærasta póstfyrirtækið á Norðurlöndum. Við erum skuldsett og það er vandi sem við erum að taka á en ég sé alveg fyrir mér að í framtíðinni verði hægt að skila hagnaði.“ Íslandspóstur lokaði sem fyrr segir þremur dreifingarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og þannig losnuðu fasteignir sem verða seldar til að greiða niður skuldir. Sala fasteigna muni nema um 400 milljónum króna og fara beint inn á lánin að sögn Birgis. Þá hafa öll dótturfélög Póstsins verið seld eða eru á lokametrum í söluferli. Um áramótin mun Pósturinn ekki eiga nein dótturfélög í rekstri. „Þessi félög eru ekki stórir bitar og salan snýst því meira um að draga okkur út úr ábyrgðum og því að setja inn pening í félögin. Við erum líka að skapa frið um Póstinn með því að bregðast við þeirri gagnrýni að Pósturinn hafi verið með umsvif á mörkuðum sem tengjast ekki kjarnastarfseminni með beinum hætti,“ segir Birgir. Spurður hvort stærstu hagræðingaraðgerðirnar séu að baki svarar Birgir játandi en tekur fram að Íslandspóstur muni stöðugt leita leiða til að gera reksturinn skilvirkari. „Í venjulegum fyrirtækjum er svona verkefnum aldrei lokið. Við erum stanslaust að leita leiða til að gera hlutina með skilvirkari og ódýrari hætti. En ég á ekki von á eins stórum höggum og hafa verið á þessu ári. Þetta verða meiri fínstillingar.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira