Réðst á konu í hesthúsi og gerði gat á höfuð hennar með skeifu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 08:59 Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni konu til að greiða annarri konu rúmar 400 þúsund krónur í bætur vegna árásar í hesthúsi árið 2015. Konunni var gefið að sök að hafa m.a. ráðist á hina konuna með skeifu og veitt henni gat á höfuðið. Þolandi árásarinnar krafðist þess að konan greiddi sér 800 þúsund krónur í miskabætur, auk 235.800 krónur í þjáningabætur. Þá krafðist hún einnig 136 þúsund króna í skaðabætur vegna útlags kostnaðar, auk málskostnaðar.Í dómi segir að það sé óumdeilt að konurnar hafi lent í átökum í hesthúsinu júní árið 2015. Þá hafi stefnandi slasast í átökunum og hlotið skurð í hársverði, mar í andliti, á hálsi og handlegg. Hún sagði konuna hafa slegið sig með hófklippum, slegið sig í andlit með krepptum hnefa og síðan slegið sig með skeifu. Stefnda kvað konuna hins vegar hafa hlotið áverkana þegar hún féll í gólfið og á steypta brún. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þolandi hafi ætlað að skila hjálmi, sem hin konan taldi hana eiga, og verið komið inn á gang hesthússins þegar konan reif í hana, lamdi hana með skeifunni og sló hana í andlit. Þá hafi vitni komið að og dregið konuna af hinni. Í lögregluskýrslu var haft eftir stefndu að konan hefði leigt hjá stefndu í hesthúsinu í þrjá vetur. Sú síðarnefnda mundi eftir því að hafa ýtt henni og grýtt í hana hlutum en neitaði því að hafa lamið hana með skeifu í höfuðið, en hafði þó áður viðurkennt að hafa gert gat á höfuð hennar. Þá er einnig rakið í dómi að þolandi árásarinnar hafi leitað ítrekað til læknis vegna áverka sem hún hlaut í árásinni, svo og nokkrum sinnum árin á eftir. Í vottorði læknis segir að árásin hafi haft afgerandi áhrif á heilsu hennar. Hún leitaði jafnframt til Bjarkarhlíðar og sótt tíma hjá sálfræðingi í kjölfar árásarinnar. Dómurinn taldi sannað að stefnda hafi valdið konunni tjóni. Þannig voru miskabætur hæfilega ákveðnar 300 þúsund krónur og þá var einnig fallist á 136 þúsund króna kröfu hennar vegna útlags kostnaðar. Kröfu konunnar um þjáningarbætur var hins vegar hafnað. Stefndu var einnig gert að greiða konunni 750 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni konu til að greiða annarri konu rúmar 400 þúsund krónur í bætur vegna árásar í hesthúsi árið 2015. Konunni var gefið að sök að hafa m.a. ráðist á hina konuna með skeifu og veitt henni gat á höfuðið. Þolandi árásarinnar krafðist þess að konan greiddi sér 800 þúsund krónur í miskabætur, auk 235.800 krónur í þjáningabætur. Þá krafðist hún einnig 136 þúsund króna í skaðabætur vegna útlags kostnaðar, auk málskostnaðar.Í dómi segir að það sé óumdeilt að konurnar hafi lent í átökum í hesthúsinu júní árið 2015. Þá hafi stefnandi slasast í átökunum og hlotið skurð í hársverði, mar í andliti, á hálsi og handlegg. Hún sagði konuna hafa slegið sig með hófklippum, slegið sig í andlit með krepptum hnefa og síðan slegið sig með skeifu. Stefnda kvað konuna hins vegar hafa hlotið áverkana þegar hún féll í gólfið og á steypta brún. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þolandi hafi ætlað að skila hjálmi, sem hin konan taldi hana eiga, og verið komið inn á gang hesthússins þegar konan reif í hana, lamdi hana með skeifunni og sló hana í andlit. Þá hafi vitni komið að og dregið konuna af hinni. Í lögregluskýrslu var haft eftir stefndu að konan hefði leigt hjá stefndu í hesthúsinu í þrjá vetur. Sú síðarnefnda mundi eftir því að hafa ýtt henni og grýtt í hana hlutum en neitaði því að hafa lamið hana með skeifu í höfuðið, en hafði þó áður viðurkennt að hafa gert gat á höfuð hennar. Þá er einnig rakið í dómi að þolandi árásarinnar hafi leitað ítrekað til læknis vegna áverka sem hún hlaut í árásinni, svo og nokkrum sinnum árin á eftir. Í vottorði læknis segir að árásin hafi haft afgerandi áhrif á heilsu hennar. Hún leitaði jafnframt til Bjarkarhlíðar og sótt tíma hjá sálfræðingi í kjölfar árásarinnar. Dómurinn taldi sannað að stefnda hafi valdið konunni tjóni. Þannig voru miskabætur hæfilega ákveðnar 300 þúsund krónur og þá var einnig fallist á 136 þúsund króna kröfu hennar vegna útlags kostnaðar. Kröfu konunnar um þjáningarbætur var hins vegar hafnað. Stefndu var einnig gert að greiða konunni 750 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira