Brottflutningurinn óþægilegur en ekki ómannúðlegur Andri Eysteinsson skrifar 10. nóvember 2019 15:30 Sigríður Andersen ræddi málin á Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm „Gallinn við umræðuna þegar einstök mál koma upp í fjölmiðlum er að hún fær á flug áður en að allar staðreyndir málsins líta dagsins ljós“ segir Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkismálanefndar, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingkona Sjálfstæðisflokksins. Sigríður var ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Jón Steindór og Sigríður ræddu þar helst mál albönsku konunnar sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna daga. Konan sem gengin er 36 vikur á leið var vísað frá landi 5. nóvember síðastliðinn. Hafði hún fengið útgefið vottorð er sagði að hún myndi eiga erfitt með langt flug. Síðar var gefið út svokallað „fit to fly“ vottorð og flogið með konuna til Albaníu. „Konan kom sjálfviljug til landsins í byrjun október. Máli hennar var lokið 11. október, nokkrum dögum eftir að hún kom til landsins, það var afgreitt með synjun. Þá var óskað eftir því að hún færi sjálfviljug en hún hefur ekki gert það, þá þarf að framkvæma brottvísun,“ segir Sigríður og bætir við að ekkert í þessu máli endurspegli viðhorf sem ættu að vera öðruvísi.Taka verði á móti fólki á réttum forsendum „Það liggur fyrir að við höfum fengið mikið af hælisumsóknum frá fólki frá Albaníu og nær öllum er hafnað. Það hafa verið um 700 umsóknir frá Albaníu frá 2015 og um 99% er hafnað. Ísland er opið land, það eru 45.000 erlendir ríkisborgarar sem búa hér og vinna, við tökum við fjölmörgum kvótaflóttamönnum. Af 500 hælisumsóknum sem afgreidd voru á fyrri hluta árs hefur 100 verið veitt hæli,“ segir Sigríður. Sigríður segir þá að taka verði á móti fólki á réttum forsendum. Fólk sem sé ekki að flýja ástand sem veiti rétt til að fá stöðu hælisleitanda ætti ekki að fara inn í þetta kerfi og ætti heldur að fara aðra leið. Segist Sigríður þá hafa hvatt félagsmálaráðherra til þess að endurskoða reglur um veitingu atvinnuleyfa fyrir ríkisborgara utan EES-svæðisins.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmJón Steindór segist geta tekið undir með Sigríði með að margt fólk komi hingað til lands til að sækja um dvalarleyfi á grundvelli aðstæðna í heimalandinu sem ekki eigi erindi til þess. Þetta mál snúist hins vegar ekki um aðstæður í heimalandinu. „Í mínum huga snerist þetta mál eingöngu um það setjum við konu nauðuga upp í flugvél á 36. viku meðgöngu. Það eigum við ekki að gera, en við gerðum það. Mér finnst það sýna að kerfið hafi ekki að geyma þann sveigjanleika sem til þarf til þess að geta tekið tillit til aðstæðna eins og þessara,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir landið þá of lokað fyrir fólk sem vill koma hingað til lands til þess að vinna. „Við erum ekki með landið nógu opið til þess að t.d. Albana að þeir eigi auðvelt með að koma hingað til að vinna.“ Segir Jón Steindór að sé skynsamlegt sé ætlunin að draga úr fjölda efnahagslegra flóttamanna. Hælisleitendur Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Gallinn við umræðuna þegar einstök mál koma upp í fjölmiðlum er að hún fær á flug áður en að allar staðreyndir málsins líta dagsins ljós“ segir Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkismálanefndar, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingkona Sjálfstæðisflokksins. Sigríður var ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Jón Steindór og Sigríður ræddu þar helst mál albönsku konunnar sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna daga. Konan sem gengin er 36 vikur á leið var vísað frá landi 5. nóvember síðastliðinn. Hafði hún fengið útgefið vottorð er sagði að hún myndi eiga erfitt með langt flug. Síðar var gefið út svokallað „fit to fly“ vottorð og flogið með konuna til Albaníu. „Konan kom sjálfviljug til landsins í byrjun október. Máli hennar var lokið 11. október, nokkrum dögum eftir að hún kom til landsins, það var afgreitt með synjun. Þá var óskað eftir því að hún færi sjálfviljug en hún hefur ekki gert það, þá þarf að framkvæma brottvísun,“ segir Sigríður og bætir við að ekkert í þessu máli endurspegli viðhorf sem ættu að vera öðruvísi.Taka verði á móti fólki á réttum forsendum „Það liggur fyrir að við höfum fengið mikið af hælisumsóknum frá fólki frá Albaníu og nær öllum er hafnað. Það hafa verið um 700 umsóknir frá Albaníu frá 2015 og um 99% er hafnað. Ísland er opið land, það eru 45.000 erlendir ríkisborgarar sem búa hér og vinna, við tökum við fjölmörgum kvótaflóttamönnum. Af 500 hælisumsóknum sem afgreidd voru á fyrri hluta árs hefur 100 verið veitt hæli,“ segir Sigríður. Sigríður segir þá að taka verði á móti fólki á réttum forsendum. Fólk sem sé ekki að flýja ástand sem veiti rétt til að fá stöðu hælisleitanda ætti ekki að fara inn í þetta kerfi og ætti heldur að fara aðra leið. Segist Sigríður þá hafa hvatt félagsmálaráðherra til þess að endurskoða reglur um veitingu atvinnuleyfa fyrir ríkisborgara utan EES-svæðisins.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmJón Steindór segist geta tekið undir með Sigríði með að margt fólk komi hingað til lands til að sækja um dvalarleyfi á grundvelli aðstæðna í heimalandinu sem ekki eigi erindi til þess. Þetta mál snúist hins vegar ekki um aðstæður í heimalandinu. „Í mínum huga snerist þetta mál eingöngu um það setjum við konu nauðuga upp í flugvél á 36. viku meðgöngu. Það eigum við ekki að gera, en við gerðum það. Mér finnst það sýna að kerfið hafi ekki að geyma þann sveigjanleika sem til þarf til þess að geta tekið tillit til aðstæðna eins og þessara,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir landið þá of lokað fyrir fólk sem vill koma hingað til lands til þess að vinna. „Við erum ekki með landið nógu opið til þess að t.d. Albana að þeir eigi auðvelt með að koma hingað til að vinna.“ Segir Jón Steindór að sé skynsamlegt sé ætlunin að draga úr fjölda efnahagslegra flóttamanna.
Hælisleitendur Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira